Íslenskuverðaun á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember.

Afhending Íslenskuverðlauna unga fólksins á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember.
Cicely Steinunn Pálsdóttir, nemandi í 10. bekk Háteigsskóla, hlaut í dag Íslenskuverðlaun unga fólksins fyrir framúrskarandi ástundun og árangur í íslensku. Undanfarin ár hafa verðlaunin verið afhent á hátíðlegum viðburði í Hörpu en því miður var það ekki mögulegt að þessu sinni. Þess í stað áttum við góða stund í skólanum með bekkjarfélögum og kennurum Cicely þar sem hún tók við viðurkenningarskjali og bókagjöf.
Eftirfarandi er umsögn Háteigsskóla með Cicely:
Cicely er með einstakt vald á íslensku máli. Hún býr yfir ríkulegum orðaforða sem hún beitir af lipurð. Hún á auðvelt með að skrifa litríkan texta og hefur næma tilfinningu fyrir blæbrigðum tungumálsins. Auk þess hefur hún djúpan skilning á málfræðilegum rótum íslenskunnar, sem gerir það að verkum að hún á auðvelt með að tileinka sér nýja þekkingu á því sviði. Cicely er mjög vel lesin, veigrar sér ekki við að lesa bókmenntir sem reyna á dýpri skilning og túlkun og greinir auðveldlega frá því sem hún les á gagnrýninn hátt.
Cicely er framúrskarandi nemandi í íslensku.
Slóð á myndband sem fylgir fréttinni: https://vimeo.com/478829063