Skip to content

Íslenskuverðlaunum unga fólksins

Íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík var úthlutað á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember.

Lóa Margrét Hauksóttir í 10.RJR var tilnefnd fyrir hönd Háteigsskóla. Eftirfarandi texti er rökstuðningur með tilnefningu.

Lóa Margrét hefur einstakt vald á íslenskri tungu, auk þess að hafa brennandi áhuga á málinu, þróun þess og beitingu. Hún býr yfir ríkulegum og fjölbreyttum orðaforða sem hún beitir af öryggi. Hún hefur næma tilfinningu fyrir blæbrigðum tungumálsins og á því auðvelt með að beita orðafæri sem hæfir ólíku málsniði. Lóa Margrét hefur auk þess næman skilning á málfræðilegum rótum íslenskunnar, er gagnrýnin á ýmsar ambögur, sérstaklega þær sem lúta að námsefni og texta sem henni er gert að lesa.

Lóa Margrét hefur unun af lestri og getur á lipran og skýran hátt fjallað um fjölbreyttar bókmenntir, en hún hefur skarpa sýn á boðskap og viðfangsefni ólíkra gerðir skáldsagna. Hún er einkar vel lesin og veigrar sér ekki við að velja bókmenntir sem reyna á dýpri skilning og túlkun. Lóa Margrét er framúrskarandi nemandi í íslensku.