Skip to content

Íþrótta- og árshátíð

Í gær, miðvikudaginn 10. apríl, hélt unglingastigið sína árlegu árshátíð. Eftir matinn voru frumsýnd myndbönd frá nemendum og kennurum og var gerður að þeim góður rómur. Svo var dansað fram til kl. 12, en þá var nemendum ekið að skólanum, þar sem þeir voru sóttir.

Einnig var íþróttahátíð unglingastigsins í gær. Þá kepptu bekkjardeildir innbyrðis og einnig kepptu 10. bekkingar við kennara í blaki og körfubolta. Í þetta sinn unnu kennarar og voru þeir einstaklega kátir með það eins og sést af myndinni hér fyrir neðan.