Skip to content

Jólagleði 18.desember 2020

Kæru foreldrar/forsjáraðilar

Föstudagurinn 18. desember er skertur skóladagur og tímasetningar með breyttu sniði.

Miðstig mætir: 9:30 – 11:30

Yngsta stig mætir: 11:00 – 13:40

Jólagleði nemenda verður með breyttu sniði í ár vegna aðstæðna í skólastarfinu.
Við ætlum að halda jólaskemmtun úti á velli þar sem við dönsum við jólatré og dillum okkur við jóladiskólög.

Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.
Eftir skemmtunina eiga nemendur notalega samverustund með kennara sínum í stofum.

Jólagleðin verður eins og áður sagði utandyra og mikilvægt að nemendur komi vel klæddir í skólann. Við byrjum úti.