Skip to content

Landafræði í 2. bekk

Nemendur 2. bekkjar buðu foreldrum sínum á landakynningu þriðjudaginn 12. mars sl. Þeir sögðu frá hverju landi fyrir sig, en voru líka búnir að útbúa plaköt og skrifa upplýsingar um löndin. Alls voru þetta þrettán lönd sem voru kynnt, víðsvegar að úr heiminum. Það var ótrúlegt að sjá hversu færir nemendurnir eru, þó þeir séu „bara“ í 2. bekk. Myndir frá kynningunni eru komnar á myndasíðu skólans.