Skip to content

Lestrarátak Ævars vísindamanns

Búið er að draga í hinsta lestrarátaki Ævars vísindamanns.

Met var slegið í lestri bóka þetta árið. Á tveim mánuðum lásu nemendur sem tóku þátt 91.734 bækur en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Í Háteigsskóla lásu nemendur 1.626 bækur og foreldrar 300 bækur.

Í lestrarátaki Ævars vísindamanns síðastliðin fimm ár hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur. Nú voru veittar viðurkenningar fyrir hlutfallslega mestan lestur á hverju skólastigi og sömuleiðis þann skóla sem las hlutfallslega mest í heildina.

Þetta voru:
Álftanesskóli -Yngsta stig
Árskógarskóli – Miðstig
Þelamerkurskóli – Efsta stig
Grunnskóli Drangsness – Fyrir öll skólastig

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu eitt foreldri og fimm krakka úr lestrarmiðapottinum í Borgarbókasafni, Grófinni, 20. mars. Þau verða gerð að persónum í Bernskubrekum Ævars vísindamanns, Óvænt endalok.

Foreldri:
Jórunn Móna Stefánsdóttir í Álftanesskóli.

Nemendur:
Julía Wiktória Sakowicz, 4. bekk Grunnskóla Hellu
Kristbjörg María Álfgeirsdóttir 3. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi
Ingunn Jónsdóttir 2. bekk Flataskóla
Ísold A. Guðmundsdóttir 6. bekk Kerhólsskóla
Rakel Líf 3. bekk Salaskóla

Í hverjum skóla var dreginn út einn nemandi sem fær áritað eintak af Óvæntum endalokum að gjöf þegar bókin kemur út í júní. Við óskum Önnu Valgerði Káradóttur í 7. bekk innilega til hamingju að lenda í því úrtaki sem fulltrúi okkar.