Lestrarhátíð – Lesið á þorra

Nú er þorrinn genginn í garð og við höldum lestrarhátíð í Háteigsskóla. Í skólanum verður athygli beint að lestri nemenda og þeir hvattir til að lesa meira en nokkru sinni fyrr. Hátíðin í ár heitir Ísland – Landið og miðin og stendur til konudagsins 21. febrúar.
Markmið lestrarhátíðarinnar er að:
Efla læsi nemenda, að þeir lesi meira bæði heima og í skóla.
Auka almenna þekkingu nemenda á landi og þjóð.
Vekja athygli á lestri og ritun nemenda í skólasamfélaginu.
Lestrarkveðjur frá starfsfólki Háteigsskóla