Skip to content

Lestrarhátíð


Við viljum hvetja alla nemendur Háteigsskóla til að lesa af kappi. Skora á sjálfan sig að lesa meira í dag en í gær. Lestrarhátíðin, Lesið á þorra er gengin í garð og stendur til 23. febrúar. Þema lestrarhátíðarinnar í ár eru víkingar og goðafræði. Nemendur geta lesið það sem þá lystir. Til að fræðast um þema lestrarhátíðarinnar hefur bókum um víkinga og goðafræði verið stillt upp á skólasafni.