Skip to content

Líðan nemenda

Snemma í nóvember lögðum við fyrir könnun á líðan nemenda í skólanum. Þetta er í 20. skiptið sem þessi könnun er gerð, en hún var fyrst lögð fyrir haustið 1999. Könnunin er stutt og einföld og þykir okkur hún gefa góða mynd af ástandi í hverjum bekk fyrir sig. Niðurstöðurnar eru komnar á heimasíðu skólans ásamt samanburði við fyrri ár. Þar kemur m.a. fram að 78% nemenda í 4. – 10. bekk líður mjög vel eða vel í skólanum og 9% nemenda telja sig vera lögð í einelti. Það er svipað og á árum áður, en áminning um að leita allra leiða til að stöðva einelti.

Í þessari könnun leitumst við að fá nöfn gerenda og þolenda, svo við getum hafist handa, en allt of oft viðgengst einelti án vitneskju okkar; sérstaklega einelti á netinu.

Við viljum brýna fyrir öllum börnum að láta strax vita ef þau halda að um einelti sé að ræða, því allir eru ábyrgir ef þeir vita af eineltinu.