Skip to content

Mat á skólastarfi

Á síðunni Mat á skólastarfi  er hægt að nálgast samantekt fyrir kannanir sem lagðar eru fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk í Háteigsskóla yfir skólaárið. Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun. Niðurstöður eru nýttar til umbóta en einnig til að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglur.

Samantekt fyrir síðustu Skólapúls könnun sem var lögð fyrir 6.-10. bekk í lok nóvember er komin inn á síðuna. Niðurstöður úr henni sýna m.a. þætti sem eru yfir landsmeðaltali og eru taldir vera sterk einkenni nemanda í 6.-10. bekk Háteigsskóla. Flestir þessara þátta hafa verið að hækka markvisst síðustu þrjú ár:

  • Ánægja af lestri
  • Trú á eigin vinnubrögð í námi
  • Trú á eigin námsgetu
  • Virk þátttaka nemenda í tímum
  • Oftast góður, eða frekar góður matur
  • Ég fæ að velja hvernig ég skila verkefnum
  • Ég hef aðgang að efnivið, aðstöðu og tækni

Myndin sem fylgir þessari frétt sýnir svör nemenda úr opnu spurningunni Hvað finnst þér sérstaklega gott við skólann þinn? og eftir því sem orðin eru stærri þá hafa þau verið oftar nefnd í svörunum. Ánægjulegt er að sjá að samband nemenda og kennara í 6.-10. bekk er gott. Í síðustu könnun sem var gerð í október var þetta einnig áberandi og jafnframt töluðu nemendur um að þeim líkaði frjálsræðið í unglingadeild. Við hlökkum til að vinna áfram með niðurstöður til að breyta og bæta.

Einnig má finna niðurstöður fyrir alla árganga úr lesfimikönnun MMS frá í september og samanburð við landið.