Skip to content

Menningarmót í 5.bekk

Nemendur í 5.bekk eru að vinna í Menningarmótsverkefninu sem Háteigsskóli tekur árlega þátt í. Áhersluþættir verkefnisins eru eftirfarandi: 

  • Menningarleg fjölbreytni og alheimsvitund (Heimsmarkmið 4.7)
  • Félagsfærni
  • Læsi
  • Sjálfsefling
  • Skapandi tjáning
  • Fjölbreytt tungumál
  • Íslenska sem annað mál

Verkefnið styður við Menntastefnu Reykjavíkurborgar, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann

Í Menningarmótsverkefninu fá nemendur tækifæri til að kynna sína persónulegu menningu þar sem hver og einn varpar ljósi á það sem skiptir hann mestu máli eða vekur áhuga hans.

Frekari upplýsingar má finna á þessar i síðu: http://tungumalatorg.is/menningarmot/