Skip to content

Næstu dagar

Eins og kemur fram í janúar-Háteigi, sem kom út í gær, þá geta foreldrar nú bókað tíma fyrir foreldraviðtölin sem verða í næstu viku. Opið er fyrir pantanir í Mentor frá og með 30. janúar, til og með 3. febrúar.

Næstkomandi föstudag verður starfsdagur og þá ljúka kennarar við námsmat nemenda sinna. Námsmat 10. bekkinga verður afhent mánudaginn 4. febrúar og viðtölin verða svo daginn eftir, 5. febrúar.