Skip to content

Kennsluhættir

Í Háteigskóla er stuðlað að námi fyrir alla þar sem borin er virðing fyrir fjölbreytileika, mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum sérhvers nemanda.  Samskiptafærni og líðan nemenda eru í öndvegi og markvisst eru unnið að því að efla seiglu og trú á eigin getu.

Lögð er áhersla á teymiskennslu þar sem sameiginleg ábyrgð kennara er á sérhverjum nemendahópi.

 

Leiðsagnarnám

Í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) segir að leggja skuli áherslu á leiðsagnarmat (formative assesment)  þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Segja má að hugmdyndafræði leiðsagnarnáms sé rauði þráðurinn í gegnum Aðalnámskrá grunnskóla.   Shirley Clarke er enskur sérfræðingur sem hefur skrifað fjölda bóka um leiðsagnarmat eða leiðsagnarnám  (assesment for learning)  og haldið erindi og námskeið viða um heim, m.a. hér á landi. Aðferðirnar byggir hún á niðurstöðum virtra rannsókna en þær eru þróaðar í samstarfi við starfandi kennara. Leiðsagnarnám hefur verið skilgreint á ýmsa vegu, en út frá áherslum Clarke má í stuttu máli segja að leiðsagnarnám sé námsmenning þar sem megináherslan er á nám nemenda, fremur en kennslu kennarans.. Skólar sem fylgja aðferðafræðinni hafa náð mjög góðum framförum í námi. Það er markmið okkar að efla leiðsagnarnám í skólanum þar sem þunginn er nám nemandans fremur en matið.

Eftirtalin hugtök einkenna skólasamfélag þar sem leiðsagnarnám er haft að leiðarljósi:

 

  •  Hugarfar: Mikil áhersla er lögð á að efla vaxtarhugarfar ( growth mindset) nemenda gagnvart námi. Þegar nemendur hafa vaxtarhugarfar þá vita þeir að framfarir nást með þrautseigju.

 

  •  Mistök: Mistök skapa tækifæri til að læra. Enginn þarf að skammast sín fyrir að gera mistök, því allir mestu snillingar heimsins hafa gert fjölda mistaka og lært af þeim. Ef nemandinn þarf ekkert að hafa fyrir náminu, þá er verkefnið sennilega of auðvelt og nemandinn lærir lítið eða ekkert.

 

  • Heilinn: Líkt og vöðvar, þá eflist heilinn þegar hann er notaður.

  •  Markmið: Nemendur eru meðvitaðir um hvað þeir eiga að læra í hverri kennslustund, ekki bara hvað þeir eiga að gera. Þeir stefna að ákveðnu markmiði og vita hvar þeir eru staddir á leið sinni þangað og hvenær þeir hafa náð markmiðinu.

 

  • Viðmið: Skýr viðmið um árangur eru skilgreind í upphafi. Nemendur er meðvitaður um til hvers er ætlast og  hvað þeir þurfa að gera til þess á ná árangri.

 

  • Vinnubrögð: Nemendur vinna á fjölbreyttan og skapandi hátt og hafa ýmsa möguleika til að læra og sýna hvaða hæfni þeir hafa tileinkað sé. Þeir vinna ýmist einir, tveir og tveir eða í stærri hópum. Þeir skipta reglulega um samstarfsfélaga. Áhersla er lögð á meðvitund nemenda um eigið nám og að þeir beri ábyrgð á námi sínu í samræmi við þroska.

 

  • Endurgjöf: Kennarinn notar endurgjöf til þess að styðja nemendur í átt að námsmarkmiðum sínum. Í kennslustundum bendir kennarinn nemendunum reglulega á hvernig þeim gengur að ná markmiðum sínum og hvað þeir geta gert til að gera enn betur. Þannig geta nemendurnir strax nýtt endurgjöfina. Stundum getur endurgjöfin líka verið skrifleg Meginmarkmið með endurgjöf er alltaf að hjálpa nemendum til að ná markmiðum sínum. Nemendur gefa einnig hver öðrum endurgjöf út frá þeim viðmiðum sem hafa verið skilgreind, og nemendur meta sjálfir eigin vinnu. Áhersla er lögð á að kennarar nýti sér einnig þá endurgjöf sem þeir fá frá nemendum.

 

  • Námsfélagar/samráðsfélagar: Tveir og tveir nemendur ræða saman, ígrunda, svara saman spurningum, leysa verkefni  eða skiptast á hugmyndum í afmarkaðan tíma. Það hjápar nemendum að orða hugsanir sínar og þeir læra hver af öðrum. Nemendur skipta reglulega um námsfélaga/samráðsfélaga.

 

  • Samræður: Engar hendur upp, allir með.  Kennarinn varpar reglulega fram spurningum, athugasemdum eða hugmyndum til að vekja áhuga og forvitni nemenda. Í stað þess að biðja nemendur um að rétta upp hönd dregur hann nafn þess sem segir frá, eftir að allir hafa fengið tíma til að hugsa. Þetta er gert svo allir  í hópnum glími við spurninguna sem lögð er fyrir en sumir bíði ekki bara eftir því að þeir sömu svari alltaf fyrir þá.

Markþjálfun í þágu náms

Markþjálfun (e.coaching) sem samtalsaðferð felst í því að markþjálfi notar spurningarferli til að efla sjálfsþekkingu, sjálfsvitund og sjálfsábyrgð. Markmið með markþjálfasamtölum með nemendum er að efla hæfni og auka sjálfsábyrgð, sjálfsvitund og sjálfsþekkingu. Helsti ávinningur markþjálfunar í námi er betri námsárangur,  tímastjórnun, aukin trú á eigin getur ásamt betri sjálfsmynd. Markþjálfun rímar vel við Menntastefnu Reykjavíkurborgar þar sem leiðarljósin eru: Barnið sem virkur þáttakandi –  Fagmennska og samstarf í öndvegi. Allir nemendur í 10. bekk fá 2 X 40 mínútna markþjálfunarsamtöl með rúmlega 3ja vikna millibili, um haust og í janúar. Áhersluþættir markþjálfunar og námstækni er einnig kennd vikulega í 7. og 9. bekk. Þar fyrir utan geta allir nemendur í 7. – 10. bekk pantað markþjálfasamtöl eftir þörfum. 

 

Innleiðingu stafrænnar tækni með uppbyggingu tæknilegra innviða í samvinnu við Gróskuna. 

Stefna skólans er að auka stafræna hæfni kennara og nemenda á öllum skólastigum. Á mið- og unglingastigi er unnið með Chrome-tölvur en kennarar hafa auk þess aðgang að iPödum. 1:1 tæki verður á unglingastigi og tækjum fjölgað á miðstigi. Á yngsta stigi hefur iPödum verið fjölgað. Google-umhverfi er í mikilli notkun og innleiðing á Seesaw er í gangi. Verkefnastjóri starfar við skólann og aðstoðar við innleiðingu snjalltækja, notkun smáforrita og við hin ýmsu mál sem koma upp. Stuðningur er við kennara í formi fræðslu og utanumhald búnaðar. Námskeið og einstaklingsmiðaður stuðningur og kennarar jafnframt hvattir til að nýta umræðuvettvang inn á samfélagsmiðlum og vefnámskeið sem í boði eru. Kennslufræði er unnin út frá Svan-módelið (SAMR) þar sem kennarar geri sér grein fyrir hvernig tækin og tæknin nýtist í skólastarfi og hvernig er hægt að nota hana í skapandi verkefnavinna. Efla á notkun stafræns búnaðar og ýmissa forrita í sérkennslu og til að aðlaga námsefni fyrir nemendur og nemendur með íslensku sem annað tungumál. Jafnframt því að auka áhuga allra nemenda, virkja sjálfstæði þeirra og sköpunarkraft. Í skólanum er einnig snillismiðja þar sem unnið er með sköpun og uppbyggingu á hæfni sem kennd er við 21. öldina.