Hlutverk náms- og starfsráðgjafa
Hlutverk náms- og starfsráðgjafans er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna þeim í málum er snerta
nám og líðan, skólavist, framhaldsnám og starfsval.
Námsráðgjafinn er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og aðstoðar þá við lausn persónulegra vandamála. Hann skipuleggur kynningar á framhaldsskólum fyrir 10. bekkinga.
Námsráðgjafi stýrir vinnu eineltismála í eineltisteymi og situr fundi stoðteymis og nemendaverndarráðs.
- Samvinna milli nemanda og námsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöfin nýtist nemandanum.
- Aðstoð námsráðgjafa miðar að því að nemandinn læri að taka ákvarðanir sem skipta hann máli.
- Nemendur geta leitað til námsráðgjafa að eigin frumkvæði eða beðið umsjónarkennara, stjórnendur eða forráðamenn um að hafa milligöngu um viðtal.
- Forráðamenn geta einnig leitað beint til námsráðgjafa.