Skip to content

Námsmat

Námsmat skólans fer fram með margvíslegum hætti. Verkefni og vinna nemenda eru metin og nem­end­ur taka próf, en þeim fjölgar eftir því sem nemendur verða eldri.

Að vori fá nemendur 4., 7. og 10. bekkjar útprentað námsmat með bókstöfum. Annað námsmat verður rafrænt.

Hver námsgrein verður sundurliðuð í hæfniþætti og sést með litum hvernig hver nemandi stendur.
Grænt þýðir að nemandi hafi náð settu marki,
fjólublátt þýðir að nemandi er á góðri leið,
gult þýðir að nemandi þarfnist þjálfunar og
rautt þýðir að nemandi vanti viðkomandi hæfniþátt.
Blátt þýðir að nemandi hafi náð framúrskarandi hæfni í viðkomandi þætti.

Námsmat 2. – 4. bekkjar er unnið út frá hæfniviðmiðum 4. bekkjar,
námsmat 5. – 7. bekkjar út frá hæfniviðmiðmiðum 7. bekkjar og
námsmat 8. – 10. bekkjar er unnið út frá hæfniviðmiðum 10. bekkjar.

Auk þessa verða nemendur metnir skv. lykilhæfni – sjá leiðbeiningar Menntamálastofnunar - https://vefir.mms.is/namsmat/lykilhaefni.html.

Samræmd könnunarpróf
Samræmd könnunarpróf eru haldin í þremur árgöngum, 4. 7. og 9. bekk.

Í 4. og 7. bekk eru samræmd könnunarpróf í stærðfræði og íslensku í september. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur séu sérstaklega undirbúnir fyrir prófin enda eiga þau að vera hluti af hefðbundnu skólastarfi. Í prófum fyrir nemendur 4. bekkjar er tekið mið af aðalnámskrá grunnskóla fyrstu þrjú skólaárin og fyrir 7. bekk eru markmið sex síðustu skólaára lögð til grund­vallar. Í mars munu nemendur 9. bekkjar taka samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku.

Í 4. bekk taka prófin 70 mínútur. Að prófunum loknum er kennsla samkvæmt stundaskrá.

Í 7. bekk taka prófin 80 mínútur. Að prófum loknum fara nemendur heim.

Þá daga sem 9. bekkingar taka prófin er ekki annað á dagskrá nemenda og fara þeir heim að prófum loknum.