Skip to content

Námskynningar rafrænar í ár

Kæru foreldrar og forsjáraðilar,

Vegna takmörkun á umgengni foreldra inn í skólann verða námskynningar rafrænar í ár. Kennarar munu senda ykkur fundarboð með slóð inn á fundinn.
Ekki er þörf á að hlaða niður sérstökum búnaði – einungis smella á tengilinn „Teams“ og hann opnast í vafra. Veljið valmöguleikann „halda áfram í þessum vafra“

Fundartímar verða eftirfarandi:

Miðstig
Mánudagurinn 21. september kl: 08:30-09:30
Nemendur í 5. bekkur mæta í list- og verkgreinar samkvæmt stundaskrá
Nemendur í 6. og 7. bekkur mæta í skólann kl. 10:10

Yngsta stig
Þriðjudagurinn 22. september kl: 08:30-09:30
Nemendur á yngsta stigi mæta í skólann samkvæmt stundaskrá og verða í umsjá annarra starfsmanna á meðan á námskynningu stendur.

Unglingastig – Miðvikudagurinn 23. september kl: 08:30-09:30
Nemendur á unglingastigi mæta í skólann kl. 10:10

Bestu kveðjur
Stjórnendur Háteigsskóla