Skip to content

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Í gær hlaut Jón Sölvi Magnússon nemandi í 10. bekk nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.

Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram við að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi.

Jón Sölvi var tilnefndur vegna félagslegrar hæfni.

Jón Sölvi hefur verið í forystu í félagsstarfi skólans, þar sem hann sýnir einstaka samstarfshæfileika, ábyrgð og vinnusemi. Hann hefur einstakt lag á að lynda við alla, hefur alltaf eitthvað jákvætt til málanna að leggja og segir aldrei styggðaryrði við eða um nokkurn mann. Hann nýtir sér þessa eiginleika í námi, er mjög skapandi og frumlegur í allri sinni vinnu, hlustar á gagnrýni og nýtir sér hana á uppbyggilegan hátt. Jón Sölvi er öflugur námsmaður, vinnur skipulega og af alúð öll verkefni sem fyrir hann eru lögð. Jón Sölvi er jákvæð og sterk fyrirmynd sem hefur með hæglátu fasi og ljúfri framkomu átt mikilvægan þátt í að efla félagslífið og skapa jákvæðan skólabrag í Háteigsskóla.

Starfsfólk Háteigsskóla óskar Jón Sölva innilega til hamingju með verðlaunin.