Skip to content

Nemendaverðlaun

Í gær voru nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur afhent við hátíðlega viðhöfn í Háteigsskóla.

Karin Guttesen, nemandi í 9. bekk, var tilnefnd fyrir hönd Háteigsskóla.

Karin er atkvæðamikil í daglegu starfi skólans, hvort heldur sem er í námi eða í félagsstarfi nemenda. Hún tekst á við öll verkefni af áhuga, jákvæðni og af staðfestu um að standa sig vel. Hún hefur sérstakt lag á að hrífa fólk með sér og nær að kalla fram það besta í fólki í kringum sig. Þetta gerir það að verkum að hún er eftirsóknarverð til samstarfs og félagar hennar treysta henni til forystu í félagsstarfi. Karin hefur hvað eftir annað sýnt að hún er traustsins verð sem endurspeglast í mildum en sterkum leiðtogahæfileikum, miklu frumkvæði og þrautseigju. Það er ekki síst fyrir þetta viðhorf og verklag sem hún hefur tamið sér, að Karin er einnig framúrskarandi námsmaður, hún vinnur allt sem fyrir hana er lagt af sömu natni og vandvirkni. Karin hefur með glaðværu og hlýlegu fasi uppbyggileg áhrif á náms- og félagsandann í unglingasamfélaginu í Háteigsskóla.

Kennarar við unglingastig Háteigsskóla

Glæsilegur hópur verðlaunahafa á tröppum Háteigsskóla í dag.

Glæsilegur hópur verðlaunahafa á tröppum Háteigsskóla í dag.