Skip to content

Nemendaráð Háteigsskóla

Almennar upplýsingar

Nemendafélag er starfandi á unglingastigi en stjórn þess er nemendaráð.

Á vorin er kosið í nemendaráð og fara kosningar þannig fram að hver bekkur velur 2 fulltrúa á framboðslista fyrir sinn árgang. Fjórir verða þannig að jafnaði í framboði í hvert hinna þriggja embætta; formanns, gjaldkera og ritara. Úr 9. bekk er kosinn formaður nemendafélags, varaformaður og einn til vara, úr 8. bekk er kosinn gjaldkeri, varamaður hans og einn til vara og úr 7. bekk er kosinn ritari, varamaður hans og einn til vara. Allir nemendur í 7. til 9. bekk kjósa í öll embættin. Nemendur fá kjörseðil fyrir hvert hinna þriggja embætta og kjósa í kennslustund hjá umsjónarkennara sínum sem gætir þess að kosningin fari leynilega fram og að ekki sé rekinn áróður fyrir frambjóðendur á meðan á kosningu stendur.
Frambjóðendur eru sérstaklega kynntir í sal skólans áður en til kosninga kemur.

Að hausti er kosið í eftirtaldar nefndir: Árshátíðarnefnd, auglýsinganefnd, íþróttanefnd, ritnefnd / kynningarnefnd, skemmtinefnd og tónlistarnefnd. Nefndarmenn sitja stjórnarfundi eftir því sem þurfa þykir.

Reglur um nemendaráð Háteigsskóla

  •  Kjörinn formaður er formaður félagsins, oddviti nemendafélagsins og fulltrúi nemenda út á við.
  • Gjaldkeri skal sjá um allar fjárreiður félagsins í samráði við félagsstarfskennara. Gjaldkeri tekur á móti vörum og öðru er berst til nemendafélags.
  • Hlutverk ritara er að starfa við hlið formanns og vera honum til halds og trausts í ákvarðanatöku og stjórnarstarfi. Ritari skal sitja fundi ráðsins og rita jafnóðum á sérstakt fundargerðarblað allar samþykktir sem gerðar eru og tillögur er fram kunna að koma. Hann skal í upphafi hvers nemendafélagsfundar lesa upp fundargerð síðasta fundar. Hann skal halda fundargerðum stjórnarfunda til haga í sérstakri möppu. Að loknum fundi tekur hann ljósrit af fundargerð og setur í hólf skólastjórnenda og umsjónarkennara á unglingastigi.

Umsjónarkennarar eru ábyrgir fyrir því að velja á framboðslista til stjórnar nemendafélags og skulu því undirbúa kosninguna mjög vandlega. Mikilvægt er að til starfa veljist þeir sem eru tilbúnir til að leggja á sig vinnu í þágu heildarinnar.

Stjórn nemendafélags skipuleggur félagslíf á unglingastigi með félagsstarfskennara og umsjónarmanni 105. Nemendaráðið gerir starfsáætlun vetrarins í september og skal hún innihalda fundaskipulag, dansleiki, árshátíð, íþróttahátíð, opið hús og aðra viðburði.

Á fundum nemendafélags skulu allar reglur um fundi og fundarsetu í hávegum hafðar. Formaður félagsins stýrir fundum og ritari skráir fundargerð og undirritar hana að fundi loknum.

Brýnt er að valdsvið nemendafélags sé öllum ljóst. Stjórn nemendafélags leggur til við skólastjóra hvað gera skuli með starfsáætlun í upphafi annar. Stjórn nemendafélags ásamt félagsstarfskennara og umsjónarmanns Félagsmiðstöðvarinnar 105 þurfa að koma sér saman um og ákveða framkvæmdaþætti. Allar meiriháttar ákvarðanir eru einungis teknar á formlegum fundum nemendaráðs. Slík mál gætu verið nemendaferðir, skemmtanir utan skólans, fjáraflanir, maraþon o.fl. þess háttar. Formaður félagsins og gjaldkeri sitja reglulega fundi skólaráðs eða varamenn í forföllum þeirra.

Starfsáætlun og nefndarskipan vetrarins tekur gildi á fyrsta fundi nemendaráðs að loknum kosningum í nefndir og þegar áætlun vetrarins liggur fyrir.

Fréttir úr starfi

Skólaslit og útskrift

Útskrift 10. bekkjar fer fram í kirkju Óháða safnaðarins að Háteigsvegi 56, þriðjudaginn 6. júní kl. 17. Skólaslit hjá 1.-9. bekk verður sem hér segir. Nemendur og…

Nánar