Denmark       United Kingdom

Nemendur

Nemendur

Í skólanum eru nú 454 nemendur í 1. - 10. bekk. Þar af eru 257 drengir og 197 stúlkur.

Tveir bekkir eru í öllum árgöngum.

Fjölmennasti bekkurinn er 7. GH með 28 nemendum, en fámennustu bekkirnir eru 1. GHJ, 2. GBJ og 9. ESÞ með 18 nemendum.

Að meðaltali eru 22,7 nemendur í hverjum bekk.

Fæstir drengir eru 9 talsins í 9. ESÞ, en flestir eru þeir 18 í 7. HHS.

Fæstar stúlkur eru 7 talsins í 1. bekkjum, 4. IRB og 10. HS, en flestar stúlkur eru í 6. HHÓ og 8. SÞS, 14 talsins í hvorum bekk.

Nemendaráð í vetur skipa eftirtaldir nemendur:

Úr 10. bekk:
Hákon Jan Norðfjörð, formaður, 
Birta Breiðdal, varaformaður og 
Lea Alexandra Gunnarsdóttir og Halldór Freyr Grettisson, meðstjórnendur.

Úr 9. bekk:
Ásdís Atladóttir er gjaldkeri, 
Karólína Ósk Erlingsdóttir varagjaldkeri og 
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir meðstjórnandi.

Úr 8. bekk:
Ingvar Steinn Ingólfsson er ritari og
Styrmir Logi Axelsson til vara.

Með nemendaráði starfa Isabella María Eriksdóttir, Embla Margret Særósardóttir, Magdalena Schram, Róbert Daði Sigþórsson, Embla Ýr Indriðadóttir, Hilmar Björn Zoega og Kristína Rannveig Jóhannsdóttir í árshátíðarnefnd, Embla Margret Særósardóttir, Magdalena Schram, Snjólaug Vera Jóhannsdóttir, Isabella María Eriksdóttir, Ásdís Kjartansdóttir, Embla Ýr Indriðadóttir og Hilmir Arjona Ingólfsson í skemmti- og auglýsinganefnd, Snjólaug Vera Jóhannsdóttir, Hera Lind Birgisdóttir, Ásgrímur Þór Ásgeirsson, Birta Breiðdal, Freyja Sól Kjartansdóttir og Andrea Birna Árnadóttir í skreytinganefnd, Róbert Daði Sigþórsson, Jökull Þór Ellertsson, Hrafn Daði Pétursson, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Elvar Orri Palash Arnarsson í íþróttanefnd, og Hilmar Björn Zoega, Marteinn William Elvarsson, Embla Ýr Indriðadóttir, Haki Darrason Lorenzen, Magdalena Schram og Embla Margret Særósardóttir í tónlistarnefnd.

Foreldrar nemenda og starfsfólk skólans eru frá alls 47 löndum (Ísland meðtalið). Alls eiga 117 nemendur erlent foreldri, annað eða bæði. Að auki  eru hér 10 starfsmenn sem fæddir eru erlendis.
Löndin eru: Afganistan, Albanía, Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Bretland, Danmörk, Egyptaland, Eþíópía, Filippseyjar, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Holland, Indland, Indónesía, Írland, Ísland, Ítalía, Kambódía, Kanada, Kína, Kósovó, Kólumbía, Kórea, Kyrgistan, Lettland, Litháen, Makedónía, Namibía, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Thailand, Tyrkland, Úkraína, Úsbekistan, Vanuatu, Venesúela, Víetnam og Þýskaland.

Tungumál sem starfsmenn eða nemendur og foreldrar þeirra nota eru um 40 talsins: 
africaans, albanska, arabíska, bisaya, danska, enska, eþíópískt mál, farsi, finnska, franska, færeyska, hindi, hollenska, indónesískt mál, íslenska, ítalska, kambódíska, kínverskt mál, kóreska, kyrgíska, lettneska, litháíska, makedóníska, norska, portúgalska, pólska, rúmenska, rússneska, sebuano, serbneska, slóvenska, spænska, sænska, tagalog, taílenska, tékkneska, tyrkneska, úkraínska, víetnamska og þýska.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102