Denmark       United Kingdom

Nemendur

Nemendur

Í skólanum eru nú 444 nemendur í 1. - 10. bekk. Þar af eru 248 drengir og 196 stúlkur.

Tveir bekkir eru í öllum árgöngum.

Fjölmennasti bekkurinn er 7. HMÞ með 27 nemendum, en fámennustu bekkirnir eru 2. GHJ og 6. GHS með 18 nemendum.

Að meðaltali eru 22,2 nemendur í hverjum bekk.

Fæstir drengir eru 9 talsins í 10. HHS, en flestir eru þeir 18 í 5. DM.

Fæstar stúlkur eru 7 talsins í 2. SÓ, en flestar stúlkur eru í 9. SÞS, 15 talsins.

Nemendaráð í vetur skipa eftirtaldir nemendur:

Úr 10. bekk:
Andrea Birna Guðmundsdóttir, formaður,
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, varaformaður,
Elín Katla Henrysdóttir og Karólína Ósk Erlingsdóttir, meðstjórnendur.

Úr 9. bekk:
Ingvar Steinn Ingólfsson er gjaldkeri,
Una Lea Guðjónsdóttir varagjaldkeri,
Karin Guttesen meðstjórnandi.

Úr 8. bekk:
Tinna Tynes er ritari.

Með nemendaráði starfa Helga Sonja Matthíasdóttir og Ásdís Atladóttir, formenn, Emil Adrian Devaney, varaformaður, Jökull Þór Ellertsson, Elvar Orri Palash Arnarsson, Ásgrímur Þór Ásgeirsson, Anna Soffía Hauksdóttir, Matthildur Friðriksdóttir, Vaka Sigríður Ingólfsdóttir og Owen Rúnar Óðinsson Wilson í árshátíðarnefnd
Emil Adrian Devaney, formaður, Ásgrímur Þór Ásgeirsson, varaformaður, Guðmundur Ármann Sveinsson, Una Sædís Jónsdóttir, Nellý Margrey Catano og Gabríela Abertsdóttir í skemmti- og fjölmiðlanefnd
Ásgrímur Þór Ásgeirsson, formaður, Unnur María Matthíasdóttir, varaformaður, Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir, Nellý Margrey Catano, Ösp Ásgeirsdóttir og Gunnar Dagur Einarsson í auglýsinga- og skreytinganefnd
Elvar Orri Palash Arnarsson, formaður, Jökull Þór Ellertsson, varaformaður, Hákon Ernir Haraldsson, Baldvin Orri Friðriksson, Jóhanna Haile Kebede og Vaka Sigríður Ingólfsdóttir í íþróttanefnd, og 
Elvar Orri Palash Arnarsson, formaður, Róbert Winther Ísaksson, varaformaður, Askur Ari Davíðsson, Davíð Manuel Gramata, Sigurður Orri Egilsson, Owen Rúnar Óðinsson Wilson og Aaron Freyr Óðinsson Wilsson í tónlistarnefnd.

Foreldrar nemenda og starfsfólk skólans eru frá alls 47 löndum (Ísland meðtalið). Alls eiga 117 nemendur erlent foreldri, annað eða bæði. Að auki  eru hér 10 starfsmenn sem fæddir eru erlendis.
Löndin eru: Afganistan, Albanía, Ástralía, Bandaríkin, Brasilía, Bretland, Danmörk, Egyptaland, Eþíópía, Filippseyjar, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Holland, Indland, Indónesía, Írland, Ísland, Ítalía, Kambódía, Kanada, Kína, Kósovó, Kólumbía, Kórea, Kyrgistan, Lettland, Litháen, Makedónía, Namibía, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Thailand, Tyrkland, Úkraína, Úsbekistan, Vanuatu, Venesúela, Víetnam og Þýskaland.

Tungumál sem starfsmenn eða nemendur og foreldrar þeirra nota eru um 40 talsins: 
africaans, albanska, arabíska, bisaya, danska, enska, eþíópískt mál, farsi, finnska, franska, færeyska, hindi, hollenska, indónesískt mál, íslenska, ítalska, kambódíska, kínverskt mál, kóreska, kyrgíska, lettneska, litháíska, makedóníska, norska, portúgalska, pólska, rúmenska, rússneska, sebuano, serbneska, slóvenska, spænska, sænska, tagalog, taílenska, tékkneska, tyrkneska, úkraínska, víetnamska og þýska.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102