Denmark       United Kingdom

Félagslíf nemenda

Félagslíf nemenda

Nemendaráð í vetur skipa eftirtaldir nemendur:
 

Hulda Kristín Hauksdóttir, formaður, 
Lena Rún Daðadóttir varagjaldkeri og 
Dagbjört Hanna Baldursdóttir til vara,

Erlingur Freyr Thoroddsen er gjaldkeri, 
Einar Björnsson varagjaldkeri og 
til vara er Hákon Jan Norðfjörð,

Björn Thor Stefánsson er ritari og 
Ásdís Atladóttir vararitari:

nota nemendarad

Með stjórn nemendafélagsins starfa eftirtaldar nefndir:

Isabella María Eriksdóttir, Embla Margret Særósardóttir, Magdalena Schram, Róbert Daði Sigþórsson, Embla Ýr Indriðadóttir, Hilmar Björn Zoega og Kristína Rannveig Jóhannsdóttir í árshátíðarnefnd:

nota arshatidarnefnd1

Embla Margret Særósardóttir, Magdalena Schram, Snjólaug Vera Jóhannsdóttir, Isabella María Eriksdóttir, Ásdís Kjartansdóttir, Embla Ýr Indriðadóttir og Hilmir Arjona Ingólfsson í skemmti- og auglýsinganefnd:
nota skemmtinefnd2 
Snjólaug Vera Jóhannsdóttir, Hera Lind Birgisdóttir, Ásgrímur Þór Ásgeirsson, Birta Breiðdal, Freyja Sól Kjartansdóttir og Andrea Líf Árnadóttir í skreytinganefnd:
nota skreytinganefnd1 
Róbert Daði Sigþórsson, Jökull Þór Ellertsson, Hrafn Daði Pétursson, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Elvar Orri Palash Arnarsson í íþróttanefnd:
nota ithrottanefnd1 
og Hilmar Björn Zoega, Marteinn William Elvarsson, Embla Ýr Indriðadóttir, Haki Darrason Lorenzen, Magdalena Schram og Embla Margret Særósardóttir í tónlistarnefnd: 
nota tonlistarnefnd1
Formaður hverrar nefndar er sá sem fyrst er nefndur.

Í skólanum er lögð mikil áhersla á að nemendur séu ábyrgir í félagslífi skólans og skipuleggi það sem mest sjálfir.

Umsjónarkennari félagsstarfs og verkefnastjóri 105 starfa náið með nemendaráði. Í yngri deildum skólans sjá umsjónarkennarar um þennan þátt.

Opið hús er frá kl. 19:00 til 21:30.
Dansleikir eru frá kl. 20:00 til 22:00.
Undantekningar:
Jóladansleikur er til kl. 22:30.
Árshátíð er til kl. 24:00.

Á miðstigi og yngsta stigi eru haldnar bekkjarskemmtanir. Þær eru ýmist skipulagðar af kennurum eða foreldrum eða í samvinnu viðkomandi aðila. 

Á unglingastigi er haldin árshátíð í mars eða apríl, oft síðasta miðvikudag fyrir páskaleyfi, eftir því hvernig páskaleyfið fellur að skóladagatali. Árshátíðin er undirbúin af árshátíðarnefnd og stjórn nemendafélags skólans með aðstoð kennara sem sinnir árshátíðarundirbúningi. Árshátíðin hefst kl. 20:30 og stendur til kl. 24:00. Árshátíðin er ýmist haldin í skólanum eða leigður er salur úti í bæ. Árshátíð nemenda er eina skemmtunin sem oft er haldin utan skólans. Leggja ber áherslu á það við nemendur að þeir beiti kröftum sínum fremur að inntaki en umgjörð árshátíðar. Ef upp kemur neysla vímuefna verður hringt í foreldra viðkomandi og þeir beðnir um að sækja börn sín. Ef hátíðin er haldin utan hverfis verður börnunum ekið til baka að skólanum í rútu. Nemendur setja nú saman svokölluð árshátíðarmyndbönd. Skulu þau gerð þannig að öllum sé af þeim sómi. Árshátíðarmyndbönd eiga að vera tilbúin viku fyrir árshátíð, þannig að umsjónarkennarar og skólastjórnendur hafi tækifæri til að skoða þau. Foreldrar allra sem fram koma í myndböndum þurfa að gefa skrifleg leyfi fyrir birtingu eftir að hafa skoðað umrætt myndband. Daginn eftir árshátíð hefst kennsla á unglingastigi kl. 10:10.


FERÐALÖG Á VEGUM SKÓLANS

Hegðun nemenda í skólanum hefur áhrif á möguleika þeirra til að taka þátt í ferðalögum. Nemendum sem eru líklegir til að valda vandræðum og hættu með nærveru sinni er ekki heimilt að taka þátt í ferðum skólans þar sem mikillar varúðar er þörf.

Ferðalög eru vorferðalög á mið- og unglingastigi og vettvangsferðir á mið- og yngsta stigi. Þess skal gætt að ferðalög nemenda séu vel skipulögð og hafi skýr námsleg markmið. Liggja þarf fyrir samþykki foreldra vegna ferðakostnaðar í vorferðalögum áður en til þeirra er stofnað.

Undanfarin ár hefur 7. bekkur farið í vikudvöl í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Foreldrar og nemendur safna fyrir ferðinni. Fyrrverandi bekkjarfélagar, þ.e. í öðrum skólum, fara ekki með. Foreldrar nemenda í 6. – 10. bekk skulu fá áætlun um lengri ferðir sem fyrst að hausti svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.

Ef farið er í dagsferð eða gistiferð er æskilegt að eitt foreldri fylgi hverjum 20 nemendum ásamt umsjónarkennurum. Gæta skal þess að fullorðnir séu af báðum kynjum ef farið er í gistiferð. Upplýsingar um lyfjagjafir til nemenda þurfa að liggja fyrir áður en farið er í ferð.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102