Denmark       United Kingdom

Forvarnir

Forvarnir

Megininntak forvarnarstefnu Háteigsskóla er að starfið í skólanum sé þannig að það stuðli að góðum aga og vellíðan. Góður agi, vellíðan og ábyrg þátttaka er besta forvörnin gagnvart þeim hættum sem steðja að ungmennum í dag. Það er meginverkefni skólans að skapa umhverfi og aðstæður til að þroska jákvæða og skapandi einstaklinga sem velja þá leið í lífinu sem verði þeim til farsældar og hamingju. Mikilvægt er að halda upplýsingum um áhættuhegðun að nemendum í grunnskóla. Farsælir, sterkir einstaklingar velja sér heilbrigt líf.

Tryggt hefur verið síðastliðin ár að líðan sé sérstaklega tekin á dagskrá í bekkjum með því að gera könnun á líðan nemenda í lok október. Niðurstaðan er síðan kynnt með umræðu í kennararáði, á kennarafundi og í skólaráði, auk úrvinnslu með einstökum umsjónarkennurum. Þessi könnun er stöðug áminning til að vekja umræðuna og bendir okkur einnig á nemendur sem hugsanlega verða fyrir óeðlilega miklu áreiti og nemendur sem áreita óeðlilega mikið.

Ýmsar venjur sem tengjast forvörnum hafa lengi verið viðhafðar í Háteigsskóla. Þetta eru venjur í sambandi við úrvinnslu áfengis- og reykingavanda.

Líðan og sjálfstyrking er stöðugt verkefni á öllum stjórnunar- og umsýslustigum innan skólans. Líðan og sjálfstyrkur nemenda er forsenda fyrir öllu námi og árangri í lífinu. Þess vegna er líðan á dagskrá í samstarfi kennara, á fundum skólastjóra og á stigsfundum.

Veturinn 2015 til 2016 verður stofnað sérstakt forvarnarteymi sem mun endurskoða forvarnarstefnu skólans um leið og unnið verður að því að styrkja forvarnarstarf skólans.

Einnig vísast til texta um einkunnarorð skólans og "áttina".

Besta forvörnin:
Ást, umhyggja, öryggi, hvatning, hæfileg hreyfing, hollt mataræði og langur og reglulegur svefn skipta meginmáli fyrir vellíðan barns og góðan námsárangur.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102