Denmark       United Kingdom

Nýir nemendur

Nemendaskráning

Skráning nemenda fer fram á Rafrænni Reykjavík. Óski nemandi, sem ekki er búsettur í hverfinu, að hefja nám í Háteigsskóla þarfnast slíkt samþykkis skólastjórnenda.

Móttaka nýrra nemenda:
Fyrstu tveir til þrír skóladagarnir hjá 6 ára nemendum eru notaðir til einkaviðtala foreldra, nemenda og umsjónarkennara. Boðað er til fundanna bréfleiðis.

Þegar nýir nemendur koma í skólann er þeim og forráðamönnum þeirra sýnt skólahúsnæðið. Einnig er kynnt sú þjónusta sem er í boði, svo sem skóladagvist, matur í hádegi, mjólkuráskrift o.fl. Gögn eins og stundaskrá, handbók foreldra og bekkjarnámskrá eru afhent. Ef mögulegt er, er farið í heimsókn í nýja bekkinn og væntanlegur umsjónarkennari kynntur. Að lokum er nemanda tilkynnt hvenær og hvar hann á að mæta þegar hann byrjar í skólanum. Upplýsingar þurfa að koma frá forráðamanni ef barnið á við vanda að stríða, til dæmis heilsufarslegan, námslegan eða félagslegan. Umsjónarkennari getur boðað foreldra í innritunarviðtal ef hann sér ástæðu til. Ef foreldrar samþykkja, kallar félagsráðgjafi börnin til sín og spjallar við þau til að heyra hvernig þeim gengur og hvernig þeim líði í nýjum skóla. Þeim verður svo boðið að leita til félagsráðgjafa eftir þörfum.

Móttaka nemenda af erlendum uppruna:
Nemendur sem koma frá útlöndum og kunna íslensku illa eða ekki hefja nám sitt í námsveri. Aðstandendur fá upplýsingar um starf skólans í foreldraviðtali með aðstoð túlks, ef þörf er á. Einnig fá þeir í hendur upplýsingabækling um íslenskt skólakerfi sem hefur verið gefinn út á ýmsum tungumálum. Sjá einnig "íslenska sem 2. mál" og  "upplýsingar til nýrra erlendra nemenda".

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102