Denmark       United Kingdom

Sögur og ljóð nemenda

Sögur og ljóð nemenda

EFTIRFARANDI SÖGUR OG LJÓÐ ERU FRÁ VETRINUM 2016 - 2017: 

Systkinin Glóey og Gabríel

Einu sinni voru systkini og þau heita Sóley og Gabríel. Þau voru 10 og 8 ára. Þau áttu heima í Borgarlundi sem er fyrir norðan. Einn daginn fóru þau út að leika sér í garðinum. Garðurinn þeirra var ekkert rosalega stór en þau áttu risastórt trampólín í garðinum hjá sér. Einn dag ætluðu þau á trampólínið en það hafði verið rifið um nóttina. Þau hugsuðu sér, hver ætli hafi rifið trampólínið þeirra. Gabríel sagði, „æ, þetta var örugglega pabbi.“ „Já, örugglega,“ sagði Sóley. Pabbi þeirra kom til þeirra og sagði, „æ fyrirgefið þið, elskurnar mínar, ég ætlaði bara að leika mér og skemmta mér.“ Krakkarnir sögðu, „allt í lagi, pabbi minn, komum að hjálpast að laga trampólínið.“Einu sinni voru systkini og þau heita Sóley og Gabríel. Þau voru 10 og 8 ára. Þau áttu heima í Borgarlundi sem er fyrir norðan. Einn daginn fóru þau út að leika sér í garðinum. Garðurinn þeirra var ekkert rosalega stór en þau áttu risastórt trampólín í garðinum hjá sér. Einn dag ætluðu þau á trampólínið en það hafði verið rifið um nóttina. Þau hugsuðu sér, hver ætli hafi rifið trampólínið þeirra. Gabríel sagði, „æ, þetta var örugglega pabbi.“ „Já, örugglega,“ sagði Sóley. Pabbi þeirra kom til þeirra og sagði, „æ fyrirgefið þið, elskurnar mínar, ég ætlaði bara að leika mér og skemmta mér.“ Krakkarnir sögðu, „allt í lagi, pabbi minn, komum að hjálpast að laga trampólínið.“

Elín Ásta Traustadóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

tvö um nótt

ég stend upp úr beddanum sem er staðsettur á miðju stofugólfinu. ég get ekki sofnað. klukkan er tvö um nótt og ég er í brussel. ég opna stóra gluggann sem er eiginlega eins og hurð og nær frá gólfi til lofts, ég sest út. það er gamalt járngrindverk fyrir framan en ég smeygi fótunum á milli rimlanna og læt þá dingla. ég kippi öðru heyrnartólinu úr eyranu, legg hausinn upp að rimlunum og hlusta á allt lífið sem iðar enn í borginni um hánótt. ég opna augun. ég sé ekki ýkja langt frá mér þar sem byggingarnar í kring eru svo háar, en þannig er víst lífið í stórborginni. það er mjög hlýleg og lifandi birta úti, gulleitar glyrnur ljósastauranna, fólkið og bílarnir lýsa upp náttmyrkrið. ég anda djúpt að mér hlýju loftinu og tek eftir því hvernig mér er ekki vitund kalt. ég brosi með sjálfri mér og hugsa til þess að heima á íslandi gæti ég aldrei setið úti um miðja nótt án þess að frjósa í hel. ég sleppi taki á rimlunum og læt líkama minn síga niður á gólfið. ég loka augunum og líð inn í tónlistina sem spilar ennþá í öðru eyranu.ég stend upp úr beddanum sem er staðsettur á miðju stofugólfinu. ég get ekki sofnað. klukkan er tvö um nótt og ég er í brussel. ég opna stóra gluggann sem er eiginlega eins og hurð og nær frá gólfi til lofts, ég sest út. það er gamalt járngrindverk fyrir framan en ég smeygi fótunum á milli rimlanna og læt þá dingla. ég kippi öðru heyrnartólinu úr eyranu, legg hausinn upp að rimlunum og hlusta á allt lífið sem iðar enn í borginni um hánótt. ég opna augun. ég sé ekki ýkja langt frá mér þar sem byggingarnar í kring eru svo háar, en þannig er víst lífið í stórborginni. það er mjög hlýleg og lifandi birta úti, gulleitar glyrnur ljósastauranna, fólkið og bílarnir lýsa upp náttmyrkrið. ég anda djúpt að mér hlýju loftinu og tek eftir því hvernig mér er ekki vitund kalt. ég brosi með sjálfri mér og hugsa til þess að heima á íslandi gæti ég aldrei setið úti um miðja nótt án þess að frjósa í hel. ég sleppi taki á rimlunum og læt líkama minn síga niður á gólfið. ég loka augunum og líð inn í tónlistina sem spilar ennþá í öðru eyranu.

og í þessu augnabliki líður mér eins og ég gæti verið þarna að eilífu.

Snjólaug Vera Jóhannsdóttir, 10. bekk

________________________________________________________________

Hjólað í fyrsta sinn

Það er fallegur dagur og vinur minn, Alex, sem er frá Ameríku, var að biðja mig að fara með sér út að hjóla. Ég sagði að ég hefði aldrei farið út að hjóla. „Ég er bara 7 ára og ég kann ekki að hjóla.“ „Ææi, Emma, ég mun kenna þér að hjóla,“ sagði Alex. „En ég á ekki hjól,“ sagði Emma. „Ég mun lána þér. Ég á tvö hjól,“ sagði Alex. „Þá það,“ sagði Emma. „Ókei, ég kem til þín. Bæ,“ sagði Alex. „Bæ, Alex,“ sagði Emma.Það er fallegur dagur og vinur minn, Alex, sem er frá Ameríku, var að biðja mig að fara með sér út að hjóla. Ég sagði að ég hefði aldrei farið út að hjóla. „Ég er bara 7 ára og ég kann ekki að hjóla.“ „Ææi, Emma, ég mun kenna þér að hjóla,“ sagði Alex. „En ég á ekki hjól,“ sagði Emma. „Ég mun lána þér. Ég á tvö hjól,“ sagði Alex. „Þá það,“ sagði Emma. „Ókei, ég kem til þín. Bæ,“ sagði Alex. „Bæ, Alex,“ sagði Emma.„Ég er kominn,“ sagði Alex. Hann lét hana fá hjól. „Förum,“ sagði Emma. „Já, fö rum á leikvöllinn.“ Alex kenndi henni að hjóla. „Sjáðu, Alex, ég kann að hjóla,“ sagði Emma. Þau sáu einn strák sem var að gráta. Emma og Alex fóru til hans. Alex sagði, „er allt í lagi?“ „Nei,“ sagði strákurinn, „ég datt á stein og það er mjög vont.“ Alex sagði, „ég fer heim að ná í plástur. Þú verður hér.“ „Ókei,“ sagði Emma. Alex kom með plástur og eitthvað að þrífa með. Hann setti plástur á sárið. „Takk fyrir,“ sagði strákurinn. „Hvað heitir þú?“ sagði Emma. „Ég heiti Óli. Ég var að hjóla og ég rakst á stóran stein.“ „Ég heiti Emma og þetta er Alex.“ „Förum öll út að hjóla,“ sagði Alex.Og þau fóru öll að leika saman og hjóla.

Emilía Ieva Ziliute, 4. bekk

________________________________________________________________

Undarlega átveislan

Einu sinni voru blóðmör og lifrarpylsa. Þá bauð blóðmörinn lifrarpylsunni heim til sín í átveislu. Þegar matartíminn var kominn hélt lifrarpylsan af stað í besta skapi heim til blóðmörsins. Þegar lifrarpylsan kom inn í eldhúsið sá hún undarlega hluti. Þar var til dæmis sópur að rífast við bolla! Loksins kom hún auga á blóðmörinn. Hún gat ekki annað en spurt hann um þessa undarlegu hluti.

Jakobína Lóa Sverrisdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Leyndarmálið

Einu sinni var lítil stelpa sem er 9 ára og hún á skemmtilegt líf. Hún á leyndarmál. Þegar hún var 6 ára þá trúði hún ekki á jólasveininn, tannálfinn, páskahérann og töfra. Þá eina dimma nótt kom jólasveinninn og hann var búinn að búa til jólapakka handa henni og páskahérinn var búinn að mála páskaegg handa henni og tannálfurinn var viðbúinn til að fara að gefa henni pening til að gleðja hana. Þá sáu þau öll drauminn hennar og hún vaknaði og frá því trúði hún á þau öll og sagði aldrei frá.                 

Hildur Guðlaug Helgadóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Saga úr skólanum

Einu sinni var ég að fara í skólann. Það er gaman í skólanum. Þegar ég fór í frímínútur þá byrjaði stuðið úti. Ég fór bakvið hús. Þar voru álfastúlka og dvergur. Þau voru skemmtileg. Við fórum saman upp í sveit. Það var gaman. Svo fórum við saman í sund og í sundi fengum við töfra og flugum heim í skólann.

Marsibil Guðbrandsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Dagur í lífi músar

Nemendur í 6. bekk voru að læra um lífríkið í móanum. Eitt af verkefnum þeirra var að skrifa sögu þar sem þeir setja sig í spor músar í einn dag:

Ég er hagamús og á heima fyrir austan sumarbústað í Kiðjabergi sem heitir Álfabrekka. Ég er að fara að finna matinn minn, en síðan sé ég fullt af fólki. Ég verð hræddur og bíð eftir að þau fari, laumast svo út úr holunni minni í þúfunni. Svo sé ég pínu rjóma á pallinum og smakka á honum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég bragða á rjóma. Mér líkar vel við rjóma. Síðan sé ég manneskjur í gegnum glugga. Mér bregður og ég fer aftur í holuna mína. Þessi dagur var skrítinn.

Gunnlaugur Jón Briem, 6. bekk

________________________________________________________________

Sagan af Snúði

Einu sinni var kanína sem hét Snúður. Hún átti enga vini. Hún fór í skóginn og fór að leita að vini. Fyrst gekk hún framhjá kanínu. Þá sagði hún, viltu vera vinur minn? Þá sagði hún já.

Margrét Guðmundsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Búningar

Ég og Lóa vorum að teikna „zombie“ grímur heima hjá henni Lóu og hún fór í geimfarabúning og ég fór í Elísubúning og við ætluðum að hræða frænda hennar en þá var hann farinn.

Líf Karlotta Young, 3. bekk

________________________________________________________________

Kaffivélar

Einu sinni voru tvær kaffivélar og það eina sem þær gerðu allan liðlangan daginn var að mylja kaffibaunir og búa til kaffi þegar þess þurfti.      

Lóa Margrét Hauksdóttir, 3. bekk

________________________________________________________________

Margt að gerast

Ég fór á skákmót æskunnar og ellinnar og vann 3 skákir. Ég fór líka til frænda í matarboð og vinkona mín kom í heimsókn og ég fór líka á skákæfingu. Ég fór líka að sækja mömmu og á leiðinni sá ég norðurljós.

Soffía Arndís Berndsen, 3. bekk

________________________________________________________________

Jólasveinninn

Einu sinni var jólasveinn. Hann fór að gefa börnum í skóinn. Hann var glaður því honum fannst gaman að gleðja krakka. Svo fór hann upp í fjöllin.

Marteinn Daði Gunnarsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Rauðsveinki

Rauðsveinki er mjög pirraður út af pirrandi æsingi hjá jóla­sveinunum. Honum finnst gott að vera í næði og vill alltaf vera í friði, en jólasveinarnir halda partý.

Úlfur Marinósson, 3. bekk

________________________________________________________________

Haustinu lokið

Haustið farið,
laufin fallin,
nú er kominn tími jólasveinanna.
Þeir koma af fjöllum
til allra krakka
sem trúa á tannálfa og páskahérann.

Hákon Helgi Óskarsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Rautt

Það er eitthvað við rauða litinn,
sem lætur mér líða vel.
Hann er svo hlýr
og svo bjartur.
Hann minnir mig á
jólin.

Rafn Winther Ísaksson, 9. bekk

________________________________________________________________

Jóladraumur Bellu

Einu sinni á desemberkvöldi var Bella að borða með fjölskyldunni þegar þau heyrðu að það væri frí í skólanum hennar Bellu. „Það verður einhver að passa hana Bellu,“ sagði mamma. „Já, en hver?“ sagði pabbi. „Búin að borða,“ sagði Bella og stökk úr stólnum. „Allt í lagi, farðu þá að hátta. Svo komum við og segjum góða nótt,“ sagði mamma. Bella fór og burstaði tennur og fór upp í rúm. Svo komu mamma og pabbi og kysstu hana góðan ótt og settu skóinn í gluggann hennar. Svo fóru þau fram og horfðu á fréttir. Bella las smá og fór svo að sofa. Bellu dreymdi fallegan draum. Hana dreymdi um jólin og þegar þau fjölskyldan borðuðu jólamatinn og opnuðu gjafirnar. En svo vaknaði Bella frá draumnum og hljóp að glugganum og gáði í skólinn. Hún fékk fallegan jólapenna og jóla-dagbók. Hún sýndi mömmu sinni og pabba það sem hún fékk.                          Bryndís Margrét Thomasdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Hræddi gægir

Hræddi gægir er hræddur gaur og er alltaf að kíkja hvort það sé draugur á eftir honum.

Úlfur Marinósson, 3. bekk

________________________________________________________________

Strá

Stráin eru mörg og löng,
liggja þau eins og fílahjörð.
Dreifð þau eru út um allt
og því er þeim ekki kalt.

Stráin eru eins og góðir vinir,
eða kannski eins og stórborg.
Ef eitt strá fer þá fara hin,
því ríkir mikil sorg.

Þegar veturinn er kominn
og snjórinn fer að falla,
lendir hann mjúklega, þekur stráin,
kaldur hann er og stráin gráta.

Jólin eru að koma
og jólaljósin kvikna.
Af þeim stafar ylur og birta.
Öll í regnbogans litum
gleðjast stráin og fara að syngja.

Birta Breiðdal, 9. bekk

________________________________________________________________

Allt sem var

Felld eru lauf,
trén standa auð.
Allt virðist dautt,
það er blautt.
Allt sem var í blóma
fær á sig nýjan ljóma.

Vilji Ragnarsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Jólaljóð

Um jól gaman er að skíða og skauta,
og kveikt á jólaseríum
og pökkum raðað undir trénu. Hryggurinn á borðinu;
við opnum pakka og pabbi gaf mér PS4.

Friðbert Darri Bjarkason, 5. bekk

________________________________________________________________

Ekkert gefið

Einu sinni voru jólasveinarnir að gefa í skóinn en einn krakkanna var vakandi og Stúfur datt í snjóinn og Stekkja-Staur gat ekki gefið í skóinn og fór.

Ólafur Ari Gíslason, 2. bekk

________________________________________________________________

Veturinn

Laufin falla,
hellast yfir allt
því að veturinn er kominn.
Hann kemur
og tekur allt,
því að kuldabolinn er kominn
og tekur yfir allt.

Tryggvi Klemens Tryggvason, 9. bekk

________________________________________________________________

Jólafríið

Einu sinni var strákur. Hann hét Alli. Hann gat ekki beðið eftir jólafríinu. Það var vika eftir af skólanum. Það var vetur og fjölskyldan var að fara í fri til Kaliforníu. En hann var pínu stressaður út af Donald Trump. Hann ætlaði meira að segja að fara að skoða vegginn á milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þau ætluðu í Universal garðinn. Þau fóru í mörg tæki en svo þegar þau ætluðu í aðalrússíbanann þá var hann lokaður vegna fram­kvæmda. Þau voru leið. En svo komu jólin. Alli fékk fullt af fínum gjöfum, hann fékk hjólabretti, fartölvu, liti og blöð, Donald Trump bangsa sem segir „ví nít tú buld ei vall“ og nokkrar bíómyndir. Hann var ánægður með fríið.

Brynjar Bragi Einarsson, 5. bekk

________________________________________________________________

Jólavargur

Jólavargur er frændi Grýlu og er hörmulega vont tröll og framleiðir vond leikföng.

Úlfur Marinósson, 3. bekk

________________________________________________________________

Vetur

Tréð grætur,
yfir raunum sínum.
Tárin gul og rauð.
Haustið er á enda
og trén frjósa.
Snjórinn er að lenda
vetur er kominn.

Bjarki Marinó Albertsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Góða nótt

Blómið er rautt
hjartað er dautt,
allt er svo autt.

Nú er komið haust
og blómin eru að deyja,
ég legg blómið niður, laust
og vil bara gleyma.

Það er komin nótt
og himinninn dofnar
“góða nótt“
því ég er alveg að sofna.

Agnes Hinriksdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Jólasaga

Það var jólafrí og mikill snjór úti. Krakkarnir elskuðu jólin. Þau drifu sig út í fallega snjóinn. Þegar þeir komu inn fengu þeir heitt kakó og smákökur. Það var 23. desember og krakkarnir gátu ekki beðið eftir sjálfum aðfangadegi. Það var hádegi og krakkarnir voru að fá sér skonsur með sýrópi. Krakkarnir voru svo spenntir að þeir gátu varla sofnað. Um leið og þeir vöknuðu, vöktu þeir mömmu sína og pabba. Nú loks kom sjálfur aðfangadagur. Þeir biðu og biðu allan liðlangan daginn og loks máttu þeir opna pakkana. Þeir fengu fullt af fallegum gjöfum. Þetta voru bestu jól í heimi.

Elísabet Lilja Grettisdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Jólasaga

Það var dagurinn fyrir jóladag. Lilja hlakkaði til að opna pakkana. Hún fór upp í rúm. Pabbi var að lesa sögu um Grýlu, Leppalúða, Stekkjastaur og alla hina 12 jólasveinana. Lok sofnaði hún. Nú rann dagurinn upp. Lilja stökk fram úr rúminu og hljóp fram í stofu og opnaði pakkann frá mömmu og pabba. Það voru skíði.                

Sólrún Una Einarsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Vetur

Nú er að koma vetur
en sólin skín enn
mér líkar það betur
sól og vindur í senn

Bryndís Gunnarsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Jólaævintýri

Einu sinni var Sigurjón að leika sér við Dúbba og þá sáu þeir jólasvein út um gluggann og hann spurði, „viljið þið koma með mér upp á fjallið mitt?“ Þeir sögðu, „já“. Þegar þeir voru komnir upp á fjall þá fór jólasveinninn með þá í hellinn hans að pakka inn gjöfunum. Svo fóru þeir að hlaða snjósleðann og gefa börnunum gjafir.

Úlfur Árni Ragnarsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Jólaljóð

Jólasveinninn kemur í kvöld með lítinn pakka í skóinn. Ég vakna, kíki í skóinn, lítill pakki leynist þar með litlum borða. Í pakkanum er lítið kerti með jólasveini á. Í kvöld opnum við pakka af mismunandi gerðum og stærðum. Jólatréð skín með fallegum ljósum á.

Kolbrá Una Kristinsdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Bið eftir hausti

Hér liggur hún,
og hefur gert svo lengi sem menn muna
Hún var ein af mörgum, alveg eins
Nú er hún yfirgefin, gleymd en ekki grafin.

Laufin umlykja hana,
sveipa hana hlýju og skjóli.
En fyrr en varir fara þau sína leið,
en eftir liggur hún og bíður þess að hausti á ný.

Nökkvi Björnsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Jólahátíð

Lilja Rós fór í bílinn til að fara í jólasund. Hún hafði aldrei farið í svona skemmtilegt sund. Hún sá jólasvein í sundinu og hann gaf henni gjöf en gjöfin var bók. Þau urðu vinir. Svo fóru þau í höll en þá sáu þau engil að dansa. Þau fóru til engilsins og hann sagði, „hæ, viljið þið töfraduft?“ „Já, auðvitað,“ sögðu þau á sama tíma. Þá setti engillinn töfraduft á þau bæði. Síðan fóru þau í göngutúr í skógi. Allt í einu heyrðu þau einhvern syngja og gengu að hljóðinu. Inni í miðjum skóginum var heill hópur af jólabörnum að syngja en þrjú börn voru ekki að syngja. Þau gengu til þeirra og þau spurðu af hverju þau voru ekki að syngja. Börnin svöruðu ekki því þau voru hrædd. Þá sögðu Lilja Rós og jólasveinninn: „Við erum ekki vond.“ Þá urðu börnin bara venjuleg og tóku þátt í jólapartíinu. Svo fóru þau heim.

Elísabet Eiríksdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Vetrarljóð - Aðventa

Á aðventunni borðum við gott.
Kveikjum á jólakertum.
Við syngjum jólalög saman,
því jólin eru að koma.

Maralene Rós V. Bold, 5. bekk

________________________________________________________________

Bústgámur

Bústgámur er alltaf að fara í drykkjar­­partý og hella yfir sig.

Úlfur Marinósson, 3. bekk

________________________________________________________________

Benjamín dúfa

Nemendur 6. bekkjar hafa verið að lesa bókina Benjamín dúfu og vinna verkefni út frá bókinni. Eitt af þeim er að lýsa bankaferð Rauða drekans með sínum eigin orðum:

Þeir settu kistuna með peningunum á borðið. Starfsfólkið hópaðist að borðinu og brosti eða hló og stelpan sagði, „eru sjóræningjar komnir?“ Svo sagði Róland, „við ætlum að leggja þetta inn á reikning.“ Þá sagði sá sköllótti, „frá hverjum stáluð þið þessu?“ Strákarnir opnuðu kistuna og sögðu, „við erum að safna fyrir gamla konu. Húsið hennar brann og allt sem hún átti. Við viljum kaupa nýtt hús handa henni.“ Starfsmennirnir kinkuðu koli og töldu peningana og glaðir gengu strákarnir út með kvittunina fyrir upphæðinni í hendi.

Hildur Agla Ottadóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Skammdegi

Vakna og lít út um gluggann,
dagurinn hefur dökka hlið.
Sé bara drungann og skuggann.
Hugsa veturinn hefur tekið við.

Róbert Daði Sigurþórsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Á myrkustu stundum

Þytur í grasi þótt það við blasi að ég hrasi
en er það fer að vetra þá hef ég það betra.
Ég hitti vini mína og tek þátt í ákveðnu þrasi
en allt tekur enda um síðir svo ég held áfram mínu brasi.

En á myrkustu stundum þá kemur eitthvert ljós.
Á bak við það er einhver ákveðinn bjarmi.
Sem segir mér að senn muni birta til,
yfir mig færist ró, von og styrkur.

Á hinum myrkustu stundum lífs okkar allra,
eigum við öll okkar ljós.
Sama hversu fjarlægt það sýnist okkur,
þá elta það skalt,
sama þótt á móti blási
en þetta er einmitt það sem lífið gengur út á
að bregðast við duttlungum örlaganna sem bíða okkar allra.

Einar Björnsson, 9. bekk

________________________________________________________________

R.V.K.

  Reykjavíkur nóttin
  myrk, hljóð og dimm.
  Fáir eru á ferli
  í mestalagi fimm.

     Börnin sofa vært og rótt
     og pabbi hrýtur hátt.
     Tunglið á himininn gægist skjótt
     og vindurinn hvín lágt.

Haki Lorenzen, 9. bekk

________________________________________________________________

Svarti kötturinn

Svarti kötturinn situr í snjó,
ég hleyp upp á hól
og öskra hó hó.
Veiðihárin löng eins og göng
og feldurinn er mjúkur eins og silkidúkur.
Rófan er fín eins og eðalvín,
snjórinn hvítur eins og kríuskítur.
Það þarf að taka köttinn burt með töng,
ekki koma of nálægt því hann bítur.

Kári Magnússon, 9. bekk

________________________________________________________________

Ferðalok

Við erum saman tveir,
ég og jeppinn minn.
Við höfum farið langan veg saman
og höfum eytt saman löngum tíma,
en núna erum við kaldir og týndir úti í auðninni,
enginn reynir að finna okkur.

Birgir Freyr Bragason, 9. bekk

________________________________________________________________

Út í frímínútur

Ég labba út,
fyrsta sem ég sé eru krakkar í pógó.
Svo sé ég krakka í frosinni einnikrónu, yfir og stikkfrí.
Svo sé ég,
krakka í fótbolta, stinger, eltingaleik og að vera að tala saman.
Svo flýgur bolti yfir höfði mínu.
Þá heyri ég einhvern segja, „fyrirgefðu“.
Ég reyni að finna eitthvað
til að gera.
Þá sé ég vinkonu mína í stikkfrí,
en svo fer ég að róla með
bestu vinkonu minni, Lilju.

Dharma Elísabet Tómasdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Veturinn

Laufin falla,
hellast yfir allt
því að veturinn er kominn.

Hann kemur
og tekur allt,
því að kuldabolinn er kominn
og tekur yfir allt.

Tryggvi Klemens Tryggvason, 9. bekk

________________________________________________________________

Frímínútur

Það eru frímínútur,
þú veist að, „BÚMM“,
það er snjóboltastríð, 4. bekkur
og fimmti í stríði.

Það er Stormur.
Hann er alltaf að vesenast.
Þú tekur bolta,
þú kastar og þú hittir beint í andlitið.
Hann brjálast.

Þú hittir alveg óvart í andlitið
en hann er á öðru máli.
Þú hleypur
en allt í einu
hringir bjallan – þér er borgið.

Ari Páll Egilsson, 5. bekk

________________________________________________________________

Dýpið eftir mig

Ég horfi út á hafið blátt,
hugsa um tilveruna og lífið.
Hugsa hvað ef ég færi hátt,
með því að fara langt niður í dýpið.

Verónika Sigurðardóttir Teuffer, 9. bekk

________________________________________________________________

Vetur

Tréð grætur,
yfir raunum sínum.
Tárin gul og rauð.
Haustið er á enda
og trén frjósa.
Snjórinn er að lenda.
Veturinn er kominn.

Bjarki Marinó Albertsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Ein í vetrinum

Einmana sit ég á kaldri vetranótt
og vona að sumarsólin komi fljótt,
í kuldanum einmana vont er að vera
og erfitt allar tilfinningar að bera.

Vaka Víðisdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Rautt

Ungur maður lítur niður
á nýfallið rautt lauf.
Hann sér rautt fallegt liðað hár
sem hjartað hans rauf,
í hvarminum birtist tár.

Kristín Ósk Thoroddsen, 9. bekk.

________________________________________________________________

Undir áhrifum

Dáleiðandi stígur leiðir inn í skóg.
Heyri ég lágt urr lengst inní mó.
Hálfa leið er ég kominn
og sé lítið timburhús, alveg autt.
Gekk ég þar inn og þar var lítill stóll.
Settist í hann og festist.
Ég bíð enn eftir
að einhver komi og leysi mig.

Thor Björnsson Haaker, 9. bekk

________________________________________________________________

Spurningin

Hvað er þetta?
Kannski leiðin út,
kannski fangelsi.
Enginn veit,
enginn nema ég.

 Sölvi Þór Ágústsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Frosin einakróna

Frosin einakróna fyrir Bjarna, 1, 2 og 3!
heyrist kallað.
Það var Lilja sem kallaði.
Bjarni labbar hægt að staurnum.
Lilja telur.
Ég tek 4 skref og frýs.
Lilja horfir undan.
Ég hleyp.
Frosin einakróna fyrir mér, 1, 2, og 3.

 Úlfrún Kristínudóttir, 5. bekk 

________________________________________________________________

Ljósið

Ljósið, skrambans ljósið,
svo sterkt og blindandi.
Allt sem blindar mig lætur mér líða vel.
Þess vegna og aðeins þess vegna,
sæki ég í ljósið.
Ástæðan er sú að þegar ég blindast,
sé ég ekki það vonda í kringum mig.

Emma Karen Kjartansdóttir, 9. bekk  

________________________________________________________________

Nýr dagur

Ég horfi út um gluggann,
þar sé ég sólina setjast og daginn kveðja.
Ég loka augunum og fer að dreyma.
Mig dreymir þangað til ég vakna og nýr dagur hefst.

Auður Elísabet Ólafsdóttir, 9. bekk                    

________________________________________________________________

Ein í vetrinum

Einmana sit ég á kaldri vetrarnótt
og vona að sumarsólin komi fljótt,
í kuldanum einmana vont er að vera
og erfitt allar tilfinningar að bera.

Vaka Víðisdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Reykir

7. bekkur fór á Reyki þann 3.-7. apríl síðastliðinn. 

Við mættum í skólann þar sem rútan beið eftir okkur. Rútuferðin var ágæt en skemmti­legasti parturinn var þegar við sáum Reyki. Þá urðu allir spenntir. Krakkarnir úr Kelduskóla voru sömu viku og við. Þegar við komum á áfangastað fóru allir í herbergin sín og tóku upp úr töskunum sínum.

Næst hittust allir uppi í Bjarnaborg. Þar tók Kalli skóla­stjóri á móti okkur þar sem hann kynnti fyrir okkur reglurnar. Svo fórum við í kennslustund. Okkur var skipt í þrjá hópa. Hver hópur fór saman í kennslu­stundir. Eftir kvöldmat voru alltaf kvöldvökur nema á fimmtudaginn, þá var ball. Á hverjum degi fengum við góðan frítíma þar sem við slökuðum á, fórum í Bjarnaborg eða spjölluðum saman. Bjarnaborg er rosa skemmtilegur staður þar sem eru ýmis tæki og tól eins og borðtennisborð, þythokkíborð og fleira skemmtilegt. Svona fóru flestir dagarnir fram. Allir fengu dagbók sem við máttum skrifa allt sem við vildum um daginn okkar. Við fórum í kennslustundir tvisvar á dag, borðuðum góðan mat og margt fleira.

Á fimmtudeginum breyttist dagskráin smá. Það var blár dagur. Við vorum hvött til að klæðast bláum fötum. Súrmjólkin í morgunmatnum var blá á litinn og í kaffitímanum fengum við snúð með bláum glassúr. Við fórum bara í einn tíma þann dag. Eftir hádegi var hóp­myndataka sem fór fram í íþróttahúsinu. Eftir það var val þar sem hægt var að velja úr til dæmis borðtennismóti, myndmennt og því að horfa á mynd. Síðan var kaffið þar sem við fengum snúðana. Svo hófst hárgreiðslu­keppnin, sem var rosa skemmtileg. Hárgreiðslukeppnin virkar þannig að stelpur fá að greiða strákunum og mála þá. Stundum fara þeir meira að segja í föt af stelpunum. Strákur úr Kelduskóla vann með Cindy Lou Who þema. Síðan fóru allir á vistarnar sínar og gerðu sig til fyrir ballið. Það var gaman.

Morguninn eftir var kveðju­stund. Þar fórum við í leiki og alveg í lokin var skrifað í dagbækurnar. Eða við máttum skrifa litla kveðju og nafnið okkar í bækur hjá hverju öðru. Síðan var lagt af stað heim. Það var svo gaman á Reykum.

Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir, Katla Ólafsdóttir og Matthildur María Karlsdóttir.

________________________________________________________________

Herrabækur

Nemendur í 2. bekk hafa verið að lesa „Herrabækur“ sem til eru á skólasafninu. Í framhaldi af því kom sú hugmynd að nemendur byggju sjálfir til Herrabækur. Nú þegar eru komnar bækur sem heita meðal annars Ungfrú Diskókúla, Herra Stór, Herra Þríhyrningur, Ungfrú Hjarta, Herra Hamborgari, Herra Demantur, Ungfrú Glöð, Herra Blautur og Sprengjan, Ungfrú Ótrúleg, Herra Hermaður, Herra Hús, Herra Eldur, Herra Jóli, Herra Lítill, Ungfrú Bók, Ís-fjölskyldan, Herra Sterkur, Ungfrú Ísgerður og Glaða og Herra Hár. Nokkrar bækur til viðbótar eru í vinnslu. Þessar bækur verða væntanlega til útláns á skólasafninu rétt eins og aðrar bækur. Hér kemur ein sagan:

Herra stór

Herra stór var mjög stór. Hann var svo stór að hann passaði ekki inn í húsið sitt. Hann vildi kaupa sér nýtt hús en hann fann ekkert nógu stórt. Hann labbaði og labbaði og labbaði og labbaði og labbaði og labbaði. Fyrst sá hann gult hús. Það var of lítið. Svo sá hann grænt hús sem var líka of lítið. Síðan sá hann fjólublátt hús sem var líka of lítið. Loks sá hann rautt hús sem var nógu stórt. Nú átti Herra stór heima í fallegu, rauðu húsi.                  

Jónas Thor Þórhallsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Axel og jólin

Einu sinni var lítill strákur sem hét Axel. Uppáhalds­árs­tíðin hans var vetur. Axel var alltaf úti á veturna í snjón­um. Hann var á snjóþotunni sinni og sleðanum sínum. Á morgun er aðfangadagur. Hann fer í herbergið sitt og býr til gjafir handa fjölskyldunni sinni. Hann býr til myndir og fullt af öðru og hann fær bolta og fullt af öðru dóti. Uppáhaldsdótið sem hann fékk var sleði og bolti og að lokum snjóþota. Hann knúsaði mömmu, pabba, ömmu og afa og kyssti þau líka. Hann gaf þeim öllum mynd af sér og líka af fjölskyldunni sinni. Mamma og pabbi gáfu Axel ferð til Tenerife. Þau fóru til Tenerife eftir 3 mánuði og það var mjög skemmtilegt þar og næsta vetur fóru þau í snjókast. Axel var í fyrsta sæti, pabbi í öðru, mamma í þriðja, systir hans í fjórða og hin systir hans í fimmta sæti og á aðfangadaginn fékk Axel dróna og fjarstýrðan bíl og þetta voru bestu jól í heiminum.

Ólafur Ingi Bergmann Sveinsson, 3. bekk                                    

________________________________________________________________

Eigingjarni risinn

Nemendur 3. bekkjar unnu í leiklist, undir stjórn Jónu Guðrúnar, með söguna um eigingjarna risann eftir Oscar Wilde. Þeir beittu sköpunargleði sinni i gegnum leik og spuna og urðu vitaskuld afskaplega daprir þegar risinn lést. Í kveðjuskyni skrifuðu þeir bréf til risans. Hér eru tvö þeirra:

Kæri risi
Mér fannst rosalega gaman að leika með þér. Þegar þú dóst þá settum við 100 blóm á þig. Vonandi komstu í Paradísarhöllina.

Kveðja, Ivar Brimir Jónsson Björnsten

Til risans

Elsku risi. Mér þykir leitt að þú dóst en þú varst fyrst eigingjarn en svo varstu góður og mér þykir vænt um þig.
Frá Arndísi Evu Kolbeinsdóttur

________________________________________________________________

Ég geng inn í skóginn

Kræklóttar barrgreinarnar dylja bugðóttan stíginn,
sem liggur að grafreit nokkrum, nánar tiltekið
legsteini sem á er búið að letra orðin „hier liegte
das paar Ansel Fischer und Gerhardine Wolf“.

Á legsteininum hafa vaxið fléttur, skófir og mosi.
Víst er að fáir hafa heimsótt þetta leiði; einu ummerkin
um heimsóknir er vöndur af rotnuðum rósum.

Þokan umlykur þennan afskekkta stað, í henni glyttir í
daufan loga, sennilega úr lukt. Ljósið kemur nær og nær.
Úr þokunni blasir við drumbslegur og þungbúinn umrenningur með risastóran bakpoka á bakinu.

Hann lullast áfram, siginaxla og dæsir. Skyndilega nemur hann staðar og tuldrar eitthvað óskiljanlega. Hann horfir á mig, ræskir sig og spyr mig hvort ég eigi eld. Ég rétti honum eldspýtustokkinn minn og hann reynir að kveikja á kertinu úr luktinni sinni, en dásshalinn er of stuttur.
Ég segi við hann að hann megi eiga stokkinn vegna þess að ég sé á hraðferð,
en hann ansar ekki.

Á leið minni út úr skóginum finn ég sjávarilm. Ég heyri í mávagargi og sjávaröldunum, þetta eykur í mér hraðann og áður en ég veit af er ég kominn að strandlengju sem nær svo langt sem augað eygir. Ég fæ hvítan sand í skóinn er ég spyrni mér upp í stóran árabát.
Ég leysi landfestar og ræ af stað, ekkert jafnast á við það að róa undir berum himni með gustinn í andlitinu.

Helgi Ari Helgason, 9. bekk

________________________________________________________________

Bækur um Herramenn og Ungfrúr

Nemendur í 2. bekk hafa verið að skrifa bækur um Herramenn og Ungfrúr. Bækurnar hafa verið afhentar skólasafninu og gætu farið í útlán þar. Hér er ein sagan:

Herra Eldur

Herra Eldur á heima í kviknuðu húsi. Svo kveikir hann í öllum bænum. Svo kveikir hann í öllum bílunum. Svo kemur herra Blautur og slekkur eldinn.

Hinrik Logi Magnússon, 2. bekk

________________________________________________________________

Sólin vaknar

Sólin vaknar upp af værum blundi
o
g geislar
en ekki af gleði,
heldur sorg sem skýin hafa skapað.

Og ég veit
að eitthvað mun koma fyrir mig
á næstu stundum.

Axel Bergsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Einn óheppinn

Einu sinni var maður sem klessti á ljósastaur og sagði, „hæ“, og rotaðist.

Nína Marín Andradóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Af hverju er himinninn blár?

Einu sinni var karlinn í tunglinu að byggja sér hús. Þegar hann var búinn að byggja risa-hús fór hann að mála það. Hann málaði veggina hvíta og þakið blátt. Þegar hann var búinn að mála þakið og var að ganga frá málningunni, hrasaði hann um stein og málningin skvettist beint á jörðina. Hann reyndi að þurrka það upp en það gerði bara illt vera og allur himinninn varð útataður í málningu. Þess vegna er himinninni blár.

Tinna Sigþórsdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Æviskeið spýtu

Ég var tré, ég var hús
en nú er ég bara sprek með trélús.

Ég var fræ,
svo varð ég tré með stórar miklar greinar
höggvin var ég niður af feitum bónda.

Fyrst pússaður svo lakkaður málaður blár og þrem árum síðar málaður grár
og seldur fyrir fúlgur fjár
rifin niður fyrir betra módel
byggt var í minn stað 30 hæða hótel

nú er ég einmana spýta
sem pöddur í bíta.

Benedikt Ingi Ingólfsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Ísland áður fyrr

  1. bekkingar hafa verið að vinna verkefni tengd Íslandi áður fyrr. Þeir bjuggu til torfhús, settu sig í spor fólks fyrr á öldum, tóku viðtöl við einhvern eldri í fjölskyldunni, skoðuðu matargerð, bjuggu til smjör og margt fleira. Þeir buðu svo foreldrum að skoða afraksturinn. Myndir frá sýningunni eru væntanlegar á heimasíðuna, en hér er frásögn Bríetar Brekadóttur þar sem hún ber saman nútímann við fortíðina:

Nútíminn

Í dag er lífið miklu léttara en í gamla daga. Nú ráðum við hvaða vinnu við förum í og nú eru húsin steypt og hiti inni í þeim. Einnig eru til bílar, sími, tölvur, ofnar og alls kyns hlutir sem voru ekki til í gamla daga. Í dag förum við í skóla á hverjum degi nema á sunnudögum og laugar­dögum og við erum í skóla í tíu ár. Núna förum við til útlanda og ef okkur vantar smjör þá förum við í búð. Við mengum allt of mikið, með bílum og flugvélum. Núna kaupum við tilbúinn mat af öllum stærðum og gerðum. Í gamla daga var ekki smekklegt að konur fengju að læra en meirihlutinn af háskólanemum eru konur. Núna eru ekki sömu nöfn á mánuðum, til dæmis byrjaði þorri í janúar og góa í febrúar. Ef ég ætti afmæli í gamla daga, þá ætti ég afmæli í sólmánuði. Sólmánuður er í júlí. Í dag er lífið miklu, miklu, miklu, miklu léttara.

________________________________________________________________

Prumusaga

Einu sinni var herra fíll sem var í dýragarði. Hann prumpaði svo mikið að dýragarðurinn sprakk.

Antoni Paszek, 1. bekk

________________________________________________________________

Yfirgefin

Einn í óbyggðum
yfirgefinn, aleinn.
Þeir sem færðu mig hingað,
eru horfnir,
ég veit ekki hvert.

              Hilmar Björn Zoéga, 9. bekk

EFTIRFARANDI SÖGUR OG LJÓÐ ERU FRÁ VETRINUM 2015 - 2016: 

Ruslakarlar

Einu sinni voru ruslakarlar. Þeir ætluðu að fara í ruslaþorp og svo birtist stjórinn. Hann vildi hafa krem sem var hættulegt. Það gerði frost. En svo kom ruslakarl og hann barði stjórann og allt var fínt.

Úlfur Marinósson, 2. bekk

________________________________________________________________

Sjóræningjar

Einu sinni voru sjóræningjar. Þeir áttu sjóræningjaskip. Sjóræningjastjórinn fann fjóra gullpeninga.

Úlfur Árni Ragnarsson, 1. bekk

________________________________________________________________

Leitin að sólinni

   Sumir segja að
   sólin sé rétt
   handan við hornið.
   Er það satt?
   Ef við leitum,
   munum við þá finna hana?

Ísabella Friðriksdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Matur

Við förum niður í sal,
setjumst niður þar,
borðum allan mat.
Bjallan hringir út,
og við förum út.

Sara Hjördís Guðnadóttir, Amelía Eyfjörð Bergsteinsdóttir og Róbert Winther Ísaksson, 5. bekk

________________________________________________________________

Ævintýri

Einu sinni var prins og prinsessa. Þau áttu heima í stórri höll en prinsinn átti lítinn hund. Við höllina stóð hátt fjall með snjó á toppnum og risi átti heima þar og drekinn átti heima í helli. Og risinn stal hundi prinsins. Kóngurinn og drottningin báðu riddarana að fara að berjast við risann og drekann og þau báðu einn riddara að fara að berjast við risann og einn að fara og berjast við drekann og hundurinn bjargaðist.

Nökkvi Freyr Sigfússon, 2. bekk

________________________________________________________________

Útilega

Einu sinni var ég að tjalda og ég grillaði pylsur. Það var gaman.

Birgitta Líf Sigurðardóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Sumarvísa

  Það er sumar í grennd,
    allir krakkar úti að leika.
     Það er sumar í grennd,
      þá eru allir saman,
       leika sér, fjölskyldan,
        og fara í útilegu.
  Það er sumar í grennd.

                   Björn Magnússon, 5. bekk

________________________________________________________________

Einu sinni fyrir langa löngu

Það er sagt að þegar prinsessur kyssa froska,
breytist þeir í prinsa.
Pabbi segir að ég sé prinsessan hans,
en þegar ég kyssti froskinn,
því gerðist þá ekki neitt?

Æsa Jóhannsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Hundarnir

Það var hundur. Hann heitir Jonni. Hann er góður hundur. Hann er alltaf að borða fisk. Fiskurinn er með flugum. Hann borðaði alltaf úldinn fisk. Það er mjög ógeðslegt. En það var annar hundur. Hann heitir Hrói. En það var einn hundur enn. Hann heitir Óli. Hann borðar allt í heiminum. Hann fór einn í skóg. Hann fann úlf. Úlfurinn var að elta hundinn. Hundurinn var hræddur við úlfinn. Úlfurinn náði honum ekki. Hann slapp heim til hundanna. Úlfurinn fór í burtu.

Flóki Demir Ásgeirsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Margföldunartaflan

Ellefu sinnum tíu,
tólf sinnum níu,
allt lærum við í skólanum,
en ekki á jólunum,
tuttugu sinnum átta,
svo við förum ekki að hátta.

Eva Sigríður Pétursdóttir og Sóllilja Björt Eiríksdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Sumarið er gaman

Sumarið er gaman
þá eru allir saman.
Um sumarið eru kýr sem sofa
í hænsnakofa.

Baldur Karl Björnsson og Davíð Steinn B. Magnússon, 5. bekk

________________________________________________________________

Haust

Eftir langa dvöl
er ég kominn heim
hreykinn,
í svörtum stuttbuxum,
oftar en einu sinni.

Auðun Loki Kormáksson, 9. bekk

________________________________________________________________

Gaman með mömmu og pabba

Ég var að grilla úti og það var gaman og ég var með mömmu og pabba að leika í helli.

Viktor Ýmir Arason, 1. bekk

________________________________________________________________

Saga af Skugga

Einu sinni var lítil stelpa sem hét Lilja og hún átti lítinn hamstur sem hét Skuggi. Lilja var alltaf að leika við Skugga. Skugga fannst það mjög gaman. En alltaf þegar þau voru búin að leika gaf Lilja Skugga að borða.

Líf Karlotta Young, 2. bekk

________________________________________________________________

Í djúpi hugans

     Gangandi í myrkrinu
     eina birtan er í stjörnunum.
     Í hugans djúpinu
     að reyna að sigrast á djöflunum.

Lena Rún Daðadóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Kúreki

Einu sinni var kúreki og hann var á hestbaki og það var hættulegt og hesturinn hoppaði og kúrekinn datt af og braut í sér beinin.

Steinar Helgi Hrafnsson, 1. bekk

________________________________________________________________

Kassatröll

Einu sinni var kassatröll í útilegu. Hann var að elda súpu.

Benjamín Kristjánsson, 1. bekk

________________________________________________________________

Sumar

Sumar er svo gaman,
það eru allir saman
á ný,
því nú er sumarfrí.

Tinna Tynes og Cicely Steinunn Pálsdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Ljóð um vorið og sumarið

Sumarið er komið, gróðurinn vex hátt og lágt, upp og niður. Vatnið rennur volgt niður klettinn og beint o‘ní ána. Blómin vaxa á hólnum hátt þar sem tré stendur með hreiðri og fugli!

Unnur María Matthíasdóttir og Karl Orri Brekason, 5. bekk

________________________________________________________________

Lásinn

Öldum saman þau höfðu reynt
að opna lásinn.
En svo opnuðust þær dyr,
sem höfðu að geyma leyndardóminn.

Ég vildi að það hefði gerst fyrr.

Embla Margret Særósardóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Ævintýrasaga í anda H. C. Andersen

Einu sinni var kóngsríki á miðju Atlantshafi. Þar var kóngur sem hét Þorvaldur. Hann átti dóttur sem hét Safíra. Konan hans dó fyrir löngu og nú hefur hann verið ekkjumaður í mörg ár og enga konu fundið. Dóttir hans, Safíra, var með himinblá augu og ljóst hár eins og sólblóm. Þetta var lítið kóngsríki og fáir bjuggu í því. En nóg var af vatni, mat og peningum. Ekki var mikil fátækt í þorpinu og allir áttu hús og húsgögn. Kóngur hugsaði vel um þorpsbúa. En einn daginn skall á óveður og allir þorpsbúar þurftu að halda sig inni. Daginn eftir var allt þorpið í rúst og allt þorpið var næstum því ónýtt og enginn gat labbað um göturnar út af öllu ruslinu sem barst með storminum. Allar uppskerur horfnar og ekki var mikill matur eftir. Kóngur var leiður og Safíra líka. Allir voru leiðir út af því sem gerðist og lítið gátu þau gert. Óveðrið stóð í það langan tíma að allt var í rúst. Fínu garðar Safíru voru ónýtir. Allir þorpsbúar ákváðu þá að standa saman og taka til í öllu þorpinu. Allir náðu að taka til og gera við húsin og Þorvaldur vildi hjálpa og allt gekk vel og lífið fór að ganga sinn vanagang.

Elísabet Arna Vésteinsdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Blóm

Blómin eru falleg.
Blómin eru alls staðar.
Eins og þú og ég.

Þau vaxa á sumrin
og deyja á veturna.
Þau drekka vatn og borða mold
eins og við drekkum vatn
og borðum mat.

Blómin eru eins og ég og þú.

Viktoría H. Phang Mánadóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Saga af stelpu

Einu sinni var stelpa sem hét Anna og hún var búin að gera eina sögu, „Skrýtni heimur“ og hún æfði skák og ballet og líka að lesa og skrifa og að vera góð og það var svo gaman að vera í skólanum því þar voru svo margir góðir vinir og hún átti góða fjölskyldu, hún átti litla bróður sem hét Jón Louie, hann var rosa krútt og stóran bróður sem hét Tristan Theodór, hann var rosa góður því hann leyfði manni að gera allt, líka að gera á undan honum og mömmu sem var frá Namibíu og þá kunni ég Afríkans. Og pabba sem var góður því hann leyfði mér oft að leika við vini mína og allir í þessari fjölskyldu voru róleg og ég átti tvö ættarnöfn, þau voru svona, Freyaan og Thoroddsen og þetta var ljúft líf eins og hjá blómi, það leiðinlegasta var þegar amma kemur og sér sykur og hún á að passa mig segir hún, það er óhollt að vera með sykur, þá segi ég OK. Þannig er lífið mitt.

Anna Katarina F. Thoroddsen, 2. bekk

________________________________________________________________

Guðrún var ein í heiminum

Ég var á einhverjum stað, allt var hvítt en samt var ekkert, allt var hvítt, allt var svart en samt var þarna ekkert. Ég sá allt og ég sá ekki neitt, þetta var tómarúm. Ég stóð upp og gekk áfram en fannst ég fara afturábak, byrjaði að hlaupa en fannst ég samt fara hægar, komst ekkert áfram, stóð í stað. Ég reyndi að öskra en ekkert heyrðist, það var grafarþögn. Það var heitt og svo mjög kalt. Sumar, vetur en samt var ekkert. Ég var pollróleg, samt var ég stressuð og mér fannst eins og ég ætti eitthvað ógert, óklárað, ekkert. Ég horfi á hendur mínar en sé ekkert, ég er hvergi, hvar er ég.

Guðrún Jóhannesdóttir, 10. bekk

________________________________________________________________

Rólan

Hann rólaði hátt.
Hoppaði,
lenti,
öskraði,
meðan fótur hans
beyglaðist fram
eins og reglustika
í höndum ofvirkra krakka.

Enginn rólar núna.
Þau eru öll of hrædd
við ofvirka krakkann
sem braut reglustikuna.

Hulda Kristín Hauksdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Ævintýri

Einu sinni voru prinsessa og prins. Þau áttu heima í stórum kastala. Kastalinn var í fallegu landi. Þar uxu falleg blóm og tré. Dag einn kom dreki. Hann var vondur og eldur stóð út úr honum. Frægasti galdrakarl landsins breytti drekanum í frosk og hann hefur aldrei sést síðan.

Baldur Fannar Ingason, 5. bekk.

________________________________________________________________

Eggjaverndarinn

Einu sinni var örn sem átti eitt egg. Örninn elskaði eggið svo mikið að í stað þess að veiða stóran fisk, veiddi hann lítinn fisk. Dag einn þegar hann kom í hreiðrið var eggið horfið. Örninn tók sig á loft og flaug í hringi og skimaði út um allt. Að lokum sá örninn tvo menn með eggið. Örninn flaug á mesta hraða í átt að mönnunum tveimur og lamdi vængjunum í hausana á þeim. Þeir hlupu með eggið. En örninn var klár. Hann smeygði bakpokanum af öðrum þeirra. Örninn opnaði bakpokann og eggið var klakið og unginn kominn úr egginu. Litli unginn varð mjög glaður að sjá mömmu sína.           

Baldur Karl Björnsson, 5. bekk

________________________________________________________________

Ballerínan

Einu sinni var ballerína. Hún hét Aníta. Hún var 8 ára og var búin að æfa ballett síðan hún var 5 ára. Besti vinur hennar hét Nonni. Hann elskaði risaeðlur. Þau voru mjög ólík en samt bestu vinir. Á einni æfingunni hennar Anítu átti hún að leika aðalhlutverkið fyrir sýninguna á laugardaginn. En hún var ekki glöð með að aðalhlutverkið var jólasveinn; hún var alls ekki ánægð. Á næstu æfingu sagði hún að hún vildi ekki vera jólasveinn. Þá sagði kennarinn, „allt í lagi, ef þú vilt ekki vera jólasveinn máttu alveg vera tré“. „Nei“, sagði Aníta, „ég skal vera jólasveinninn, en verð ég í buxum?“ „Nei, þú verður svona eins og jólakona.“ Á laugardaginn þegar koma að sýningunni var Aníta veik og komst ekki á sýninguna, en það sem Aníta vissi ekki að Nonni elskaði ballett og kunni dansinn sem Aníta átti að dansa. Hann þóttist vera Aníta og fékk rósir og medalíu en hann gaf Anítu hana. Aníta var rosa glöð.                             

Tinna Tynes, 5. bekk

________________________________________________________________

Hvað gerist 2016?

Þetta er góð spurning. Það eru 1212 ár frá landnámi á Íslandi. Margt gerist á hverri mínútu. Nákvæmlega núna er eitthvert líf að koma í þennan stóra heim. Kannski koma geimverur frá einhverju fjarlægu sólkerfi til sólkerfisins okkar. Framtíðin er full af spennandi möguleikum sem við getum notað. Til dæmis er sumarfrí á næsta leiti og við finnum flest til tilhlökkunar þegar við heyrum að sumarfrí sé eftir nokkrar vikur eða minna. Samt, ég mun örugglega vera á landinu en kannski breytist eitthvað, sjáum hvað gerist. Önnur spurning: Hvað gerir þú 2016?                    

Stefán Gunnar Maack, 5. bekk

________________________________________________________________

Sól

  Ég er sól,
  ég held jörðinni heitri á daginn.
  Ekki bara það,
  heldur þegar ég skín,
  þá brosa mennirnir.
  Ég sofna á kvöldin
  og þá verður kalt,
  en á morgnana þá hitnar allt aftur.

Daníel Sverrir Guðbjörnsson, 9. bekk

__________________________________________________________________________________

Fegurðin í myrkrinu

   Í myrkrinu hún falleg er.
   Þá ljósin skína bjart.
   En er dagur kemur þá ljósin dofna.
   Og fólkið fer á stjá.

                  Úlfar Rafn Benediktsson, 9. bekk

________________________________________________________________ 

Hugleiðingar um listina

     Speglun, speglun seg þú mér
    hvað á landi nettast er.
    Því graff á þínum glugga
    lætur mig hugsa…
    Að list
    þarf ekki að vera samþykkt list,
    list þarf ekki að vera sorgar list,
    listamenn þurfa ekki að sýna tilfinningar eða minningar
    eða samkennd.
    List er list.

          Magdalena Schram, 9. bekk

________________________________________________________________ 

Húsdýragarðurinn

Mér fannst ekki gaman að vakna klukkan 06:30 til að fara í Húsdýragarðinn. Ég var svo þreytt að ég gat varla opnað augun. En þegar við komum þangað var það miklu betra. Ég var með hestunum, kindunum og geitunum og það var mjög gaman. Mér fannst samt ekki gaman að moka skítinn, það var ógeðslegt. Ég þurfti að halda á fötu, fullri af skít. Mér fannst skemmtilegast að vera með hestana. Við vorum að kemba þeim og vigta hey fyrir þá. Hesturinn sem ég var með hét Blævar. Við vorum líka með geitunum. Við fengum að klappa þeim. Þeim finnst best að láta klóra sér á milli hornanna, því þær ná ekki þangað. Svo þegar við vorum búin með nestið, þá fórum við að skoða það sem hinir voru að gera. Þar sáum við svín, beljur, minka, refi, hreindýr o.fl. Mér fannst mjög gaman í Húsdýragarðinum.

Elín María Jakobsdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________ 

Skammdegi

Vakna og lít út um gluggann,
dagurinn hefur dökka hlið.
Sé bara drungann og skuggann.
Hugsa veturinn hefur tekið við.

Róbert Daði Sigurþórsson, 9. bekk 

________________________________________________________________ 

R.V.K.

  Reykjavíkur nóttin
  myrk, hljóð og dimm.
  Fáir eru á ferli
  í mestalagi fimm. 

     Börnin sofa vært og rótt
     og pabbi hrýtur hátt.
     Tunglið á himininn gægist skjótt
     og vindurinn hvín lágt.

Haki Lorenzen, 9. bekk

________________________________________________________________ 

Eyrún fiðluleikari

Einu sinni var fiðluleikari, en það var Eyrún. Hún var góður fiðluleikari, en hún var stressuð í dag því að hún var að leika á fiðluna með hljómsveitinni. Tónleikarnir gengur vel og það var mikið stuð og allir klöppuðu fyrir Eyrúnu. Eyrún var ekki lengur stressuð.

Ragnheiður Björt Þórarinsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Töfrahús

Einu sinni var stelpa sem sá húsið og það var í mörgum litum. Þetta var töfrahús.

Nína Jara Stephensd. Roberts, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Í húsdýragarðinum

Ég fór í húsdýragarðinn og ég fór í fallturninn. Það var gaman. Ég fór með Birnu og Árna.

Snædís Eir Ingimarsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Jólasaga

Það var fjórði í aðventu og jólin voru handan við hornið. Í lítilli götu var stórt og fallegt hús. Í húsinu bjuggu tveir krakkar sem voru með foreldrum sínum. Þessir tveir krakkar hétu Kristján og Tinna. Fjölskyldan hafði verið að undirbúa jólin í fjórar vikur og loksins er að koma að jólunum. Krakkarnir voru mjög spenntir fyrir jólin. Þeir voru báðir búnir að óska sér einnar gjafar. Ósk Kristjáns var að fá snjóbretti. Ósk Tinnu var lítill hvolpur. Næsta dag komu jólin. Krakkarnir vöknuðu mjög hressir og glaðir. Þegar þeir sáu pakkana þá urðu þeir mjög glaðir. Svo fór að líða að kvöld. Í kvöldmat var kalkúnn og jólaöl og í eftirrétt var súkkulaðibúðingur sem mamma þeirra hafði búið til. Og nú kom að pökkunum. Börnin höfðu beðið allan liðlangan daginn og loks var stundin runnin upp. Kristján fékk spil, tússliti, lampa og súkkulaðistykki frá frænku sinni í Noregi og hann fékk mikið meira sem ekki þarf að nefna. Tinna fékk liti, spil, litabók og mikið meira sem ekki þarf að nefna. Þá voru bara pabba og mömmu pakkar eftir, en það var bara einn pakki undir jólatrénu. Hann var til Kristjáns. Hann opnaði pakkann og það var snjóbretti alveg eins og hann hafði óskað sér. Hann knúsaði mömmu sína og pabba, en Tinna sá engan pakka handa sér. Skyndilega heyrði hún lítið gelt og þá sá hún að pabbi hennar hélt á litlum hvolp og var að afhenda henni hann. Þá hljóp hún til þeirra og knúsaði þau og tók hvolpinn sinn. Krakkarnir myndu alveg vilja hafa næstu jól svona skemmtileg.

Elísabet Lilja Grettisdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________ 

Grýlusaga

Grýla er mamma íslensku jólasveinanna þrettán. Hún er vond og ljót. Í gamla daga tók hún óþekk börn og setti þau ofan í pott og borðaði þau í heilum bita. En ekkert hefur hún fengið að borða. Í fyrsta sinn sagði Leppalúði að hún væri ljót. Hún grét í fyrsta sinn á ævi sinni. Hún ákvað að gera sig sæta. Grýla fór í megrun, litaði á sér hárið, vörturnar voru skornar burt og hún fékk nýjar tennur. Grýla var rík og fræg. En hún var leið.

Ísabella Lind Róbertsdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________ 

Stelpan og hesturinn

Einu sinni var stelpa sem átti hest sem var skemmtilegur og flottur. Hún var alltaf að leika við hestinn.

Karen Ólöf Gísladóttir, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Stelpan sem trúði ekki á jólasveininn

Einu sinni var lítil stelpa sem hét Harpa. Hún trúði ekki að jólasveinar væru til. Hún var svo viss um að mamma sín og pabbi settu gjafir í skóinn hennar. En um nóttina, 11. desember, setti hún skóinn út í glugga. Þessa nótt vaknaði hún við skrýtið hljóð, eins og einhver væri að reyna að troða sér inn um gluggann. Hún leit að glugganum og sá feitan karl með poka á bakinu. Hún hélt að þetta væri innbrotsþjófur en leit betur og sá að hann var með rauða húfu með hvítum dúski. Feiti karlinn í rauðu fötunum þreifaði á glugganum í leit að smákökum. Harpa sá að hann var í jólasveinabúningi og hélt að þarna væri pabbi hennar á ferð. Hún fór að skellihlæja og sagði: „Ha, ha, ha, pabbi!“ En maðurinn horfði forviða á Hörpu. Hún vildi ekki trúa því að þetta væri jólasveinn. „Hver heldur þú að ég sé? Ég er jólasveinninn.“ Þá leið yfir Hörpu. Þá vaknaði hún í rúminu sínu og fattaði að þetta var bara DRAUMUR.

Sóllilja Björt Eiríksdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________ 

Haustið

Haustið tekur við af sumrinu,
trén fella lauf.
Fegurðin er mikil,
náttúran skartar sínu fegursta.
Fallegt er haustið.

Aron Kristinn Ágústsson, 9. bekk

________________________________________________________________ 

Jólin koma

Það var einu sinni stelpa sem hét Anna. Hún var 10 ára. Hún elskaði jólin. Á aðfangadag var Anna spennt því þá fékk hún gjafir frá öllum. Hún var að gera sig klára fyrir kvöldið þegar hún hellti óvart mjólk yfir sig og á fallega rauða kjólinn sinn. Hún var miður sín og vissi ekki hvað hún átti að gera. Þegar hún hafði hugsað sig um lengi fattaði hún að amma hennar ætlaði að vera hjá henni um jólin og hún var að hvíla sig. Anna þaut inn í herbergi til ömmu sinnar og bað hana um ráð. Amma hennar var fljót að hugsa og sagði að hún ætti að fara og finna rauðan klút, stóra nál og þráð því amma hennar ætlaði að sauma nýjan kjól handa henni. Amman var svolítið lengi að sauma kjólinn en allt bjargaðist, því rétt fyrir sex var eldrauður kjóll tilbúinn sem var miklu fallegri en sá sem mjólkin helltist yfir.

Elísabet Arna Vésteinsdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________ 

Snjór

Snjórinn sýnir birtu og frið
sækir burt það svarta.
kemur eftir klóka bið
og kætir okkar hjarta.

Kuldinn okkur kveður heim
komum heim í bólið.
Svefninn sækir að þeim tveim
sem koma inn í skjólið.

Elín Katla og Hulda Eir í 7. bekk

________________________________________________________________ 

Piparkökur

Einu sinni var ég, Eyja og Benjamín að skreyta piparkökur. Hann Benjamín gerði Star Wars karl. Hún Eyja gerði gullfisk. Ég gerði engil. Það var gaman.

Líf Karlotta Young, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Laufblöð

Laufblöð eru gul, græn, brún, appelsínugul og gul,
fer eftir árstíð.
Laufblöðin falla á haustin en lifna við á vorin.

Elín Phuong My Phang, 9. bekk

________________________________________________________________ 

Grasið grætur

Grasið grætur,
því nú er veturinn nær.
Með vetrinum fylgir dauðinn,
og grasið gleypir hvert einasta sólarljós til að lifa sem lengst.

En þegar veturinn kemur,
bítur hann fast
og líf náttúrunnar fjarar út.

Grasið  leggst undir kaldan snjó,
bíður skjálfandi
eftir að vori á ný.

Dagbjört Hanna Baldursdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________ 

Eyrún fiðluleikari

Einu sinni var dýralæknir. Hún var að skoða náttúruna. Síðan sá hún hest sem var fótbrotinn. Hún setti gifs á fótinn og síðan kembdi hún honum.

Soffía Arndís Berndsen, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Saga af snjókörlum

Einu sinni voru 2 snjókarlar. 1 var glaður en hinn var grátandi út af sólinni.   

Una Ingveldur Vagnsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Góður hundur

Einu sinni var strákur sem átti hund. Hann var góður. Hann lék við hann á hverjum einasta degi. Svo sagði hann, „það er komin nótt“, og hundurinn sofnaði.

Jakob Yong Jónsson, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Saga af Mábba máv

Einu sinni var Mábbi úti að leita að brauði. Hann fann brauð úti á grasinu. Mábbi er úti. Hann býr í fjalli á Esjunni. Mér finnst gaman að búa í Esjunni. Það er gaman að fljúga um.          Katrín Anna Kristjánsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Halloween

Á Halloween er gleði og gaman,
í búningi við syngjum saman,
allir krakkar hafa gaman
þegar börnin safnast saman.

Cicely Steinunn, Kristín og Melissa, 5. bekk

________________________________________________________________ 

Aðstoð á Akureyri

Ég fór til Akureyrar. Það var gaman. Frændi minn var að flytja. Maður mátti ekki snerta veggina. Við vorum að hjálpa þeim að mála.                            

Ólafur Ingi Bergmann Sveinsson, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Vetrarljóð eftir 5. bekkinga

      Nú er kominn vetur og byrjað er að snjóa.
      Það er rosa kalt.
      Þess vegna er ég í ullarpeysunni sem hún amma prjónaði.

Emil Fox, Anna Karólína, Johanna og Siggi

Fannar og Drífa fóru út á hól
og fóru að syngja Heims um ból.
Það var bara vindur og engin sól,
því að bráðum koma þau góðu jól.

Ingvar, Katla, Lára og Kristiana

      Veturinn er leiðinlegur, kaldur og versti tími ársins.
      Alltaf hvasst og ekkert að gera,
      bara snjór úti um allt.
      Snjór, snjór, snjór og endalaust smjör.

Úlfur, Magnús og Eldar

Vetur, vetur,
farðu burt áður en ég frýs
komdu, komdu
sumar svo ég fái ís.

Embla, Elín, Hilmar og Jóhanna

___________________________________________________________________________________

EFTIRFARANDI SÖGUR OG LJÓÐ ERU FRÁ VETRINUM 2014 - 2015: 

Saga af snáki

Ég er snákur. Það er svo gott að vera snákur vegna þess að það er svo gott að eiga góða vini. Vinirnir mínir eru svo góðir við mig. Ég elska vini mína. Þeir heita Broti og Snigill. Þeir hjálpa mér.

Anna Katarína F. Thoroddsen, 1. bekk

________________________________________________________________

Við vorum bara vinir

sem töluðum eins og elskendur.
En það virtist nóg fyrir tvo unglinga
sem voru hræddir við að
elska hvor annan.

Elísabet PraowphilaiTorp, 9. bekk

________________________________________________________________

Á vorhátíð

Ég fór á vorhátíðina og fór í skrúðgönguna. Ég fékk ís og pylsu og líka flottan hjálm. Ég var að leika mikið. Það var gaman.

Bjarni Már Jóhannesson, 1. bekk

________________________________________________________________

Í garðinum

Laufin falla af trjánum
og mynda listaverk í garðinum.
Það er góður dagur í dag.
Góður dagur til að njóta haustblíðunnar.
Góður dagur til að fá sér sæti úti í garði,
fá sér sæti í hvítu stólunum.
Hvítu stólunum sem upplifðu ólíka tíma,
upplifðu sorg, upplifðu gleði,
heyrðu leyndarmál manna og dýra
og sáu óteljandi fallega haustdaga.
Fáum okkur sæti í hvítu stólunum
sem horfðu á líf fæðast, dafna
og að lokum hverfa.

Iðunn Gígja Kristjánsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Tíminn líður

Þeir sitja tveir, tveir saman,
í dauðaþögn og sólarbirtu skærri.
Alltaf hafa þeir verið saman,
saman sem ein heild,
séð líf fjara út og nýtt kvikna.
Þeir hafa séð allt, allt sem kemur og fer.
Þeir vita hvernig það endar,
hvernig það endar hjá mér og þér.

Guðfinna Margrét Örnólfsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Háteigsskóli

H áteigsskóli
Á morgnana við mætum
T íminn líður
E i hann bíður
I nni lærum við
G argandi klukka heyrist eftir hvern tíma
S und við lærum
S uma daga
K ennararnir góðir
Ó ðir í að kenna
L eikum okkur saman
I nni og úti

Gabríela, Karl og Alex, 4. bekk

________________________________________________________________

Gróður

Gróður, góður gróður,
ekki skemma gróður,
góður gróður.

Sigurður Orri Egilsson, 5. bekk

________________________________________________________________

Píanóið

Einu sinni var tröllskessa og hún hét Tröllfríður. Tröllfríði fannst skemmtilegast af öllu að hlusta á tónlist og hana dreymdi um að verða tónlistartröll. Nótt eina fann hún píanó. Hún tók píanóið í hellinn sinn og þegar hún spilaði á það komu ekki falleg hljóð því að puttarnir hennar náðu yfir margar nótur í einu. Næstu nótt hitti hún tröll sem var smiður og hann lofaði henni að smíða tröllapíanó handa henni. Tröllfríður spilaði á hverjum degi. Hún ferðaðist um allan heim og varð fræg.

Snæfríður Hekla Sv. Hallsdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________

Úti í skógi

Ég og mamma fórum út í skóg og þar sáum við ref. Við tókum mynd af honum og fórum svo heim í trékofann. Pabbi, Barri og Úlfur voru líka með.

Katrín Silva Ísaksdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Vinátta

V inátta er mikilvæg
i nni er gott
n áttúran er falleg
u mhyggja er góð fyrir alla
r auður er hlýr litur.

Sóllilja Björt Eiríksdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________

Fuglaljóð

Það var einu sinni fugl
það var allt í rugl,
það var páfagaukur
og vinur hans hét Haukur
kannski var hann laukur.

Björn Magnússon, 4. bekk

________________________________________________________________

Við sólarlag

Rétt eins og sólin,
sem deyr
á hverju kvöldi 
svo að máninn
geti skinið, 
vil ég að þú finnir
aðra manneskju,
hinn helminginn af þér, 
sem faðmar
galla þína
og hæfni.

Rétt eins og sólin
sem sest
fyrir mánann
og leyfir honum
að skína
í myrkrinu,
vil ég að þú finnir
aðra manneskju
sem þú lítur á
og hugsar:
„Þú ert sá
sem hjarta mitt
slær fyrir."

Ragnheiður Íris Ólafsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Tréð

Þetta tré hefur staðið þarna
í mörg ár og stendur enn!
Það er ekki aleitt,
það hefur vini.
Það eru runnarnir og skólinn,
en mest af eru það fuglarnir.

Hrafnkell Daði Vignisson, 5. bekk

________________________________________________________________ 

The artist

That innocent look of the sky
Can´t take me eyes of it ´till it´s gone
Light of colours above the ocean
It´s beautiful how it arrives everyday
Yet you lose yourself to the scene
The last glance of sun all around the world
The beauty of sunset for all who care
Think again the creator of the world is the best artist

Saeedeh Shafaee Ahmad, 9. bekk

________________________________________________________________

Skór inni í skógi

Af hverju er skórinn í skógi?
Hver var hér?
Allavegana ekki ég.

Ágúst Valfells, 5. bekk

________________________________________________________________

Þú

Lífið er grátt,
ekki gult, rautt, grænt eða blátt.
Manstu þegar við vorum saman?
Það var alltaf svo gaman.
En nú hefur gráa lífið tekið mig,
og eina sem ég hef eru minningar um þig. 

Viktoría Ziliute Geirsdóttir, 9. bekk

_______________________________________________________________

Tröllavinur

Það var vetur og tröllin voru inni í hellunum sínum. Línatröll sat og var leið. Hún átti ekki fjölskyldu. Faðir hennar og móðir hennar breyttust í stein í fyrra. Hún óskaði sér að hún ætti góða vini. Einn daginn var hún að fara með þvottinn út, en hún sá þá að hinu megin var heil fjölskylda skellihlæjandi og hún sá að þau skemmtu sér vel. Hún spurði þau hvort hún mætti vera með. Þau sögðu já. Nú rættist óskin hennar. Á hverjum degi fór hún þangað. Henni fannst það gaman. Línatröll var ekki lengur leið. Hún skemmti sér með vinum sínum. stundum. Stundum fer þó Línatröll og situr hjá laglegu steinunum fyrir utan hellinn.

Ösp Ásgeirsdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________

Holræsi

Í holræsi gerist margt og annað.
Þar búa margar skepnur,
sem að fáir vilja sjá.
Kannski leynast þar ofur-skjaldbökur,
sem ofnæmi fá,
vegna vonda andrúmsloftsins.
En þá gerist nokkuð sem flestir vonast eftir.
Þær koma upp á yfirborðið
og heiminum kynnast.
En finnast ekki gott þarna uppi,
því mannfólkið mengar allt of mikið.
Svo þær fara aftur til sinna heima,
í holræsið góða því heima er best.

Elvar Aron Friðriksson, 9. bekk

________________________________________________________________

Óskatréð

Einu sinni var stórt og fallegt tré. Það stóð í miðjum fallegum garði. Lítill drengur kom gangandi í garðinn og gekk að stóra trénu. „Góðan dag," sagði tréð, „ég ætla að gefa þér þrjár óskir. Nú máttu segja fyrstu óskina," sagði tréð. Drengurinn hugsaði sig um og sagði, „ég vildi ég væri fugl." Um leið breyttist hann í fugl. Litli drengurinn varð hræddur. Þarna komu allt í einu strákar og fóru að henda í hann. Fuglinn var svo hræddur að hann flaug til trésins og sagði, „ég vildi óska að ég yrði risi." Um leið breyttist hann í risa. Strákarnir hlupu öskrandi í burtu. Drengurinn varð leiður, því hann ætlaði að leika við strákana. Hann beygði sig niður og sagði við tréð, „ég vildi óska að ég yrði ég sjálfur aftur."

Kristófer Óli Arnarsson, 4. bekk

________________________________________________________________

Tími, hver hefur tíma?

Allir drífa sig áfram
Hlaupa til að ná strætó
Drífa sig í vinnuna
Fara í skólann
Tími, hvað er það?
Allir eru að drífa sig
Tími, hver hefur tíma?

Sigurður Steinar Gunnarsson, 9. bekk 

________________________________________________________________

Skýin

Skýin eru eins og fuglahaf.
Kærleikur er það.
Ýlfra úlfar út um allt því
inn í þetta himnaríki vilja þeir
í stað þess að narta bara í gras.

Karin Guttesen, 5. bekk

________________________________________________________________

Um svöngu dýrin

Einu sinni var svöng fluga. Hún sá fallegt blóm.
- Bssss, suðaði flugan. Það er örugglega hunang í blóminu hugsaði hún. Ég er svöng, suðaði flugan og settist á blómið.
Þá kom feitur, grænn froskur hoppandi. Hann sá fluguna í blóminu.
- Kvakk, kvakk, kvakkaði froskurinn. Þarna sé ég feita hunangsflugu í blómi. Hana ætla ég að éta af því að ég er svo svangur.
Þá kom hlaupandi stór, svört og loðin rotta með langt og hárlaust skott. Hún sá feitan frosk við fallegt blóm.
- Tíst, tíst, tísti rottan. Þarna er aldeilis gómsætur munnbiti. Hann ætla ég að éta af því að ég er svo svöng.
Þá kom bröndóttur köttur gangandi á mjúkum þófum svo ekkert heyrðist.
- Mjá, mjá, mjálmaði kötturinn. Þarna er girnileg rotta. Hana ætla ég að éta af því að ég er svo svangur.
- Oj, það er ekkert hunang í þessu blómi, sagði flugan, og hún flaug burt.
- Æ, sagði froskurinn, flugan flaug, og hann hoppaði aftur ofan í tjörnina.
- Ansans, sagði rottan, þar fór góður biti, og hún stakkst ofan í holuna sína.
- Mjæ, sagði kötturinn. Ég fer þá bara heim og fæ mér mjólk.

Jón Björnsson, 4. bekk 

________________________________________________________________

Á Laugarvatni

Á Laugarvatni er sumarbústaðurinn okkar. Ég og Dýrleif ætlum niður að læk. Við búum til stíflu og drullukökur. Svo kallar mamma, það eru vöfflur. Bestu vöfflur í heimi.

Egill Eyþórsson, 1. bekk

________________________________________________________________

Gamli sumarbústaðurinn

Einu sinni var gamall sumarbústaður. Það kom fólk í sumarbústaðinn. Þau voru með hund og barn. Fólkið sem átti barnið og hundinn skemmti sér vel í bústaðnum með barnið og hundinn. Svo þurftu þau að fara úr bústaðnum.

Arnmundur Sighvatsson, 1. bekk 
________________________________________________________________

Töfrataskan

Einu sinni var taska. Taskan var í eigu töframanns. Töframaðurinn hét Jón og taskan var töfrataska. Ef þú ferð ofan í töskuna, birtist þú í fallegum helli. Töframaðurinn vissi ekki hvaða töfrabragð hann ætti að gera svo hann gáði ofan í töfratöskuna. Hann þurfti að drífa sig rosa mikið af því að sýningin var að byrja eftir þrjá klukkutíma. Töframaðurinn hallaði sér svo mikið yfir töskuna að hann datt ofan í hana. Töframaðurinn birtist í fallega hellinum. Honum brá ofsalega og hann byrjaði strax að hugsa hvað myndi gerast ef hann myndi missa af sýningunni. Töframaðurinn var fljótur að hugsa, hann opnaði töskuna og hoppaði ofan í hana og hann birtist heima hjá sér. Töframaðurinn hljóp í sýningarhúsið og rétt náði að mæta í tæka tíð. Hann gekk inn á sviðið og heilsaði áhorfendum. Töframaðurinn hoppaði ofan í töskuna og hann birtist í hellinum og hoppaði svo aftur ofan í töskuna og birtist á sviðinu með töskuna í hendinni. Áhorfendur trylltust af fögnuði. Töframaðurinn var mjög montinn af töfra-bragðinu sínu.

Jónas Orri Egilsson, 4. bekk

________________________________________________________________

Í skugga nætur

Á kyrrlátu haustkvöldi gekk maður.
Hann var ekki beint maður meira eins og skuggi.
Þar gekk hann um götur þar til hann hvarf loks
í myrkur næturinnar.

Embla Þöll Einarsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Ljóð um hest og mús

Einu sinni var hestur,
hann var prestur.
Hann átti rauðan bíl
en langaði í dauðan fíl.

Hann átti líka mús,
hún drakk mikinn djús,
borðaði kökur
og pantaði flatbökur.

Finnur Darri Gíslason, 5. bekk
________________________________________________________________

Sveitin

Ég fór í sveitina 30. janúar. Ég var sóttur og það var keyrt lengi. Sveitin mín heitir Fremri-Gufudalur. Ég er í sveitinni í 10 daga. Í Gufudal búa Einar og Svandís, þau eru hjón. Börnin þeirra heita Hafrós og Sindri. Hafrós á eina litla stelpu sem heitir Svandís Björk. Pabbi hennar heitir Jóhann og hann er skemmtilegur. Þegar ég kem í Gufudal á ég mitt eigið herbergi. Það var snjór úti og ég fór að renna mér. Það var skemmtilegt. Ég var vel klæddur svo mér yrði ekki kalt. Í Gufudal var ég líka duglegur að læra. Einn daginn var vont veður og ég fór ekki út og rafmagninu sló út og síðan náðist að setja það á aftur. Á sunnudaginn átti ég að fara heim þá gekk strætó ekki því það var svo slæmt veður. Ég fór heim á mánudaginn í staðinn. Þegar ég kom heim var pabbi búinn að kaupa handa mér fótboltamöppu. Ég var glaður og hann keypti tvo fótboltapakka með fótboltaspjöldum.

Dagur Nino Sigurðsson, 6. bekk
________________________________________________________________

Ævintýri

Einu sinni var prinsessa og hún bjó í kastala. Þá kom kisa og þá kom líka hundur.

Hólmfríður Eyja Jónsdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________ 

Ég get það líka

Ég sá hóp af fuglum
fljúga suður.
Ef þeir geta haldið áfram
eftir sumarið
þá get ég það líka.

Unnur Egla Schram, 9. bekk
________________________________________________________________

Afmælið hans Stefáns

Mikið var nú gaman
afmælinu í.
Gestir sungu saman,
nóg fékk ég af því.
Út fór ég að framan.
Stefán spurði hví?

Magnús Geir Ólafsson, 5. bekk

________________________________________________________________

Í sumar

Í sumar var ég að leika mér með svarta boltann í sólskininu.

Bjarni Már Jóhannesson, 1. bekk

________________________________________________________________

Bestu vinir

Einu sinni voru tveir litlir vinir. Þeir hétu Kristján og Elísabet. Þau voru bestu, bestu vinir. Þau lék sér alltaf, alltaf saman.

Ragnheiður Björt Þórarinsdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Hvað var ég?

Nemendur í 7. bekk fengu þetta verkefni: „Sumir segja að líf sé eftir þetta líf. Aðrir halda því fram að fólk lifi aftur og aftur. Ímyndaðu þér að þú hafir verið önnur persóna í fyrra lífi." Þá urðu þessar vísur til:

Ég var eitt sinn annar,
allt annar maður þá.
Þá hét ég sko Fannar,
með risastóra tá.

Hún kom mér oft í klandur,
klaufinn var ég þá.
Þá var öldin önnur,
ei segi ég meira frá.

Tómas Vilhelm Hafliðason

________________________________________________________________

Tréð

Sumarið fór, veturinn kom
frostið kom, hitinn hvarf.
Brátt kemur snjórinn og skreytir tréð.
Tréð grætur þegar snjórinn fer.
Brátt koma fuglar og setjast hjá því
og leika sér sólinni í.
Tréð grætur ekki lengur því fuglarnir eru komnir.

Marta Veronica Romero Cruz, 9. bekk

________________________________________________________________

Iðunn

Einu sinni var tröll sem hét Iðunn. Iðunni fannst gaman að skoða sig um. Einn daginn fór hún út. Það var nýkomin nótt og hún fór niður að sjó. Sjórinn var langt í burtu, 10 mannakílómetrar og það tók 3½ klst. að fara fram og til baka og hún var 2 ½ klst. við sjóinn. Þegar hún var næstum því komin til baka gægðist sólin upp og hún breyttist í stein.

Jonathan Haile Kebede, 4. bekk
________________________________________________________________

Gaman


Mér finnst gaman að dansa og leika með vinkonum mínum.

Viktoría Konopelska, 1. bekk

________________________________________________________________ 

Vetur

Það er vetur.
Snjórinn fellur
og þekur allan bæinn
út í snjó.
Það þarf að klæða
sig í úlpu, húfu og vettlinga.
Svo er gaman að fara út
og búa til snjókall.

Una Lea Guðjónsdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Geymt til jóla

Einu sinni var gamall sumarbústaður þar sem voru tveir karlar. Einn karl fékk sér smá kjúkling og þegar hann var búinn að borða þá fékk hann sér stóra súkkulaðiköku. Hann borðaði bara eina sneið og hann geymdi hinar sneiðarnar fram til jóla.

Ágúst Bartoszek, 1. bekk

________________________________________________________________

Einu sinni var

Einn dag vaknaði Pétur, það var aðfangadagur. Pétur kíkti í skóinn sinn og hann sá að þar var rauður gúmmíbolti. Mamma hans hafði sagt honum að hann mætti vera með vinum sínum til tíu því hann var orðinn þrettán. Þeir hittust alltaf hjá gömlu neyðarskýli. Þegar hann kom spruttu þeir upp úr holræsunum og kölluðu: „Til hamingju með 13 ára afmælið"! Svo drógu þeir burt tjöldin. Þar voru stólar við borð og á borðinu var ljúffeng kaka með þrettán kertum. Rýmið var skreytt með kertum og jólaljósum. Þeir borðuðu, opnuðu gjafir og fóru svo í bíó á myndina Neptúnus. Pétur hafði dreymt að vinir hans hefðu gleymt honum, svo þetta var hinn besti dagur.

Björn Thor Stefánsson, 6. bekk

________________________________________________________________

Litla tröllskessan fór í dýragarðinn

Einu sinni var lítil tröll­skessa. Hún ætl­aði að fara í dýra­garðinn. Hún gerði lista og á listanum stóð öll dýrin í dýra­garðinum. Hún sá fyrst hest og hænu. Hún tók hestinn upp og sagði, „þú ert lítill" og setti hestinn niður. Hún leit niður. Allt fólkið starði á hana allan tímann. I lokin tók hún öll dýrin með sér heim.

Aubrey Maé Rosento, 4. bekk

________________________________________________________________

Jólin mín

Á jólunum fer ég oft til ömmu og afa. Við förum fyrst í messu og svo heim til þeirra. Þar borðum við kalkún eða skinku. Svo opnum við pakkana.

Gunnar Karl Thoroddsen, 5. bekk

________________________________________________________________

Smákökur

Ég og mamma bökuðum smákökur.

Ísabella Sól Andradóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Vetur

Hvað er nú þetta,
það hefur snjóað í nótt.
Kominn vetur eftir gott haust,
frábært sumar og fínt vor.
Árið er á enda skólinn er þó ennþá.
Vetrarfrí og jólin koma senn.
Nú er lífið gott.

Haraldur Daði Þorvaldsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Kannski

Bíllinn keyrir yfir pókóvöllinn
við hann stendur grasvöllur
fyrir ofan það risaský
Kannski kemur rigning
kannski kemur rok
kannski kemur ekki neitt

Anaís Lilja Bergsdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Tröllið í Höfða

Ég var í sveitinni hjá ömmu, það var dimmt úti og hvasst í veðri. Þegar ég fór út þá byrjaði að snjóa. Ég gekk upp á heiði, þá sá ég nakið tröll. Tröllið sá mig ekki. Ég var rosa hræddur. Ég hljóp burtu í Höfða og sagði ömmu frá þessu. Hún hlustaði ekki. Ég fór aftur út, þá var tröllið farið. Ég leitaði og leitaði en fann það ekki fyrr en næsta dag. Þá settist ég bak við stein í leyni og sá tröllið snýta sér. Mér brá svo mikið að ég skallaði steininn og öskraði svo hátt að tröllið leit til hliðar og sá mig. Þá tók ég til minna ráða og beit í fótinn á tröllinu og það hljóp í burtu og sagðist aldrei koma aftur.

Ísak Einir Magnússon, 4. bekk

________________________________________________________________

Jólakertið

Einu sinni var ung stúlka sem var mjög fátæk. Það var aðfangadagskvöld. Á meðan allir voru að skemmta sér sat hún ein úti og var að verða kalin. Allt í einu kemur gamall karl og spyr: „Hvað er að? Taktu þetta kerti og kveiktu á því. Þá mun þér líða vel til æviloka." Síðan hvarf hann. Hvernig vissi hann að ég er heimilislaus? hugsaði stúlkan. Best að fylgja skipunum karlsins. Hún tók eldspýtustokk upp úr vasanum sínum og kveikti á kertinu. Þá breyttist allt. Hún var allt í einu komin í rosalega flotta stofu þar sem mamma og pabbi hennar voru. Hún varð rosalega ánægð. Hún hélt jólin með þeim og leið vel til æviloka.

Stefán Gunnar Maack, 4. bekk

________________________________________________________________

Einmana tröll

Einu sinni var afskaplega lítið og nett og rosalega fallegt tröll sem hét Laufi, en honum fannst ekkert rosa gaman að vera svona lítill og fallegur af því að allir voru að stríða honum. Alla daga gerði hann Laufi litli ekkert annað en að kjökra inni í litla hellinum sínum og þá kom mamma hans og sagði, mér finnst þú óskaplega fallegur. Af hverju tekurðu mark á þessum gaurum? Þá svarar Laufi, ég vil ekki vera svona fallegur og lítill, ég vil vera eins og hinir, svona stór og ljótur. Þá segir mamma hans, ekki gera lítið úr sjálfum þér. Láttu bara eins og þú sjáir þá ekki. Þá segir Laufi, góð hugmynd. Næsta dag labbar Laufi bara framhjá hrekkjusvínunum.

Ísak Ernir Kjartansson, 4. bekk

________________________________________________________________

Fyrsta sagan

Einu sinni voru ég, Jakob og Milija í HM. Við skoruðum allir eitt mark en þá hringdi bjallan inn og við fórum í vinnubók. Fyrsta sagan búin, takk fyrir.

Ólafur Ingi Bergmann Sveinsson, 1. bekk

________________________________________________________________

Jólin mín

Við förum öll í sparifötin. Amma er oftast með á jólunum. Stundum höldum við jólin með öðrum. Það er líka mjög skemmtilegt. Þá eru það vinafólk pabba og mömmu og mjög skemmtilegar vinkonur mínar. Við fáum mjög mismunandi jólamat. En um hádegið borðum við möndlugraut og bjóðum oftast frænku minni og frænda. Á aðfangadagskvöld förum við krakkarnir með mömmu í messu, á meðan klárar amma og pabbi matinn, leggja á borð og svona. Dönsum í kringum jólatréð og opnum pakkana og höldum partý.

Hildur Agla Ottadóttir, 5.bekk

________________________________________________________________

Leyndarmál

Átt þú lítið leyndarmál
sem þú þarft að geyma í skál?
Stórt eða lítið,
flott og skrýtið.
Um sæta, flotta stráka
eða kannski bara hann Láka.
Um vonda pabba þinn
sem er líka pabbi minn.
Um lítið skammarstrik
þegar þú braust hanaprik.
Um stelpurnar sem eru klikk
og reyna alltaf að fara í flikk.
Um ljóta kennarann
og stóra brennarann.
En leyndarmálið er alltaf þitt
og þú færð aldrei að vita mitt.

Elín Katla Henrysdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Jólin eru komin

Dagurinn í dag segir sömu sögu og dagurinn í gær.

Í gær var rigning, líka í dag.
Það eru komin jól þar sem enginn dagur er eins.
Ljósadýrð og gleði mannanna lífgar upp á tilveruna.

Elisabeth Diez Róbertsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Flotta tréð

Einu sinni var tré úti í garði. Það var flottasta tréð. Allir tóku mynd af því.

Jakob Yong, 1. bekk

________________________________________________________________

Jólin mín

Á jólunum mínum höggvum við jólatré og í forrétt borðum við humar og í aðalrétt borðum við oftast rjúpu eða hreindýr. Í eftirrétt borðum við oftast croc madam. Síðan opnum við pakkana. Amma mín og frænka mín koma oftast. Það er mjög gaman hjá mér á jólunum.

Sveinn Valfells, 5. bekk

________________________________________________________________

Tröllasaga

Einu sinni var strákur sem hét Jói. Hann Jói var tíu ára strákur með svart hár og elskaði tröll. Einn daginn sá Jói risastóran fót. Jói kíkti upp og sá risastórt tröll og Jói og tröllið urðu vinir að eilífu.

Gunnar Dagur Einarsson, 4. bekk

________________________________________________________________

Leðurblaka

Einu sinni var leðurblaka sem vaknaði um nóttina því hún heyrði skrítið hljóð. Hún opnaði augun og sá kónguló. Kóngulóin sagði, þú átt ekki að vera vakandi núna.

Snorri Sindrason, 1. bekk

________________________________________________________________

Haust

Lauf falla niður úr tré
það sé ég
í öllum regnbogans litum
gleðja augað í skamma stund
og fljúga síðan alfarin inn í veturinn.

Daría Lind Einarsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

A – Ö

Uppáhalds stafurinn minn er X
en ég borða oft kex.
Næst uppáhalds stafurinn minn er A
og ég heiti María.
Næst, næst uppáhalds stafurinn minn er Ö
og mér finnst gaman að segja „böööö".
Stafrófið er skrýtið
og líka dálítið lítið.

María Rún Benediktsdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Jóhanns veisla

J arðarber, jarðarber,
ó , mig langar í jarðarber,
h eita pizzu með
a nanas
n amm
n amm.

Jóhann Ingi Gíslason, 5. bekk

________________________________________________________________

Samstaða

Í Háteigsskóla
er friður, allir eru vinir,
ekkert einelti í boði.
Við stöndum saman.

Tinna Tynes, 4. bekk

________________________________________________________________

Fuglaverkefni í 3. bekk

Við í þriðja bekk höfum frá því í byrjun september unnið stórt og mikið verkefni um íslenska fugla. Við áttum að læra að þekkja helstu tegundir íslenskra mó-, sjó-, vað- og ránfugla, útlit þeirra, búsvæði og æti. Við unnum alls konar verkefni sem tengjast móðurmáli, stærðfræði, náttúrufræði, eðlisfræði, samfélagsgreinum og list- og verkgreinum. Við unnum fuglaverkefnin á vinnusvæðum, í litlum hópum og lærðum að vinna heimildavinnu með því að nota fartölvur og ipad og margt fleira.

Í útivist fórum við í Grasagarðinn þar sem við fylgdumst með hvernig fuglar hreyfa sig og éta, og að Reykjavíkurtjörn þar sem við áttum að bera saman myndir og fugla. Svo fórum við líka í Náttúrugripasafnið í Kópavogi þar sem við fórum í ratleik sem Hlín og Börkur bjuggu til og tengist fuglum.

Verkefnin voru til dæmis fuglabingó, vatnslitamyndir, heimildavinna í tölvum, fuglaþrautir, ljóðagerð og við bjuggum til bók um einn fugl sem við völdum sjálf. Við gerðum tilraunir með fjaðrir og einnig áttum við að ímynda okkur að við værum fugl á flugi og teikna hvað hann sæi úr lofti. Í lokin bjuggum við til furðufugla. Það var gaman í þessu verkefni.

Krakkarnir í 3.bekk
________________________________________________________________

Saga af konu

Einu sinni var kona
sem átti álf sem hitti kálf.
Nú er sagan hálf.
Konan var svo lúin.
Nú er sagan
búin.

Hilmar Hrafn, Róbert og Stefán Gunnar í 4. bekk

________________________________________________________________ 

Haust

H austið kemur.
A llir fara í skólann.
U ndursamt er veðrið.
S kúrir og rok.
T jalda í þessu veðri gerir enginn.

Matthildur Friðriksdóttir, 5. bekk
________________________________________________________________

Vinnumorgunn í Húsdýragarðinum

Nemendur 6. bekkjar fóru nýlega í Húsdýragarðinn til að hjálpa til við umhirðu dýranna þar. Mætt var eldsnemma að morgni og hópnum skipt í þrennt; í fjósi, hjá hestum og kindum og hjá villtu dýrunum. Í lokin þurfti hver hópur að útbúa og flytja kynningu um sín dýr. Hér er frásögn eins nemandans:

Einn septembermorgun fór ég ásamt bekknum mínum, 6. HMÞ, í Húsdýragarðinn. Ég fékk það verkefni að sjá um refina og minkana með Thelmu, Tómasi og Róberti. Ég og Thelma Eir þrifum búrið hjá refunum. Við tókum út allt heyið og settum nýtt inn og þrifum rúðurnar. Við fengum fullt af mat í skálum til að fara með út og gefa þeim. Refirnir voru tveir og yrðlingarnir sex. Högninn hét Frosti. Minkarnir voru bara tveir.
Þetta var geðveikt gaman.

Filippía Ingadóttir í 6. bekk
________________________________________________________________

Haustljóð

Laufin falla þegar kuldinn kemur
og þá verður dimmt í desember
og þá rignir snjór yfir okkur.

Baldur Karl og Björn í 4. bekk
________________________________________________________________

Óskin rættist!

Einu sinni var tröllskessa sem átti tröllabarn sem hét Óli. Hann var mjög óþekkur og vildi alltaf vera úti í sólinni. En tröllamamma sagði alltaf nei. Einn morguninn stalst hann út í sólina en við það breyttist hann í stein. Tröllamamma beið grátandi alla daga í hurðagættinni þar til að það var komið myrkur. Á hverri nóttu fór hún til hans og horfði á hann. Eina nóttina var strákur á rölti. Pabbi hans hafði sagt honum að hann mætti ekki fara of langt í burtu. En þessa nótt fór hann aðeins of langt og týndist. Hann settist niður hjá stórum, skrýtnum steini. Hann settist niður hjá Óla og steinsofnaði. Þegar tröllamamma fór til Óla þá sá hún strák sofandi hjá honum. Tröllamamma tók strákinn í fangið og bar hann heim að dyrum. Hún bankaði á dyrnar og forðaði sér í flýti áður en sólin birtist. Þegar pabbinn kom til dyra sá hann strákinn hálfsofandi á tröppunum. Hann var svo glaður að sjá strákinn sinn. Hann óskaði sér þess að hver sá sem hefði komið með strákinn hans heim mundi fá allar sínar óskir uppfylltar. Álfkonurnar heyrðu þetta og uppfylltu ósk tröllamömmu um að Óli sinn kæmi aftur. Óli lofaði mömmu sinni að fara aldrei út í sólina aftur.

Amelía Eyfjörð Bergsteinsdóttir, 4. bekk
________________________________________________________________

Spurning

Er geimurinn hluti af heiminum?
Er Plútó pláneta?
Er geimurinn óendanlegur?
Er líf á annarri plánetu?
Er eldgos úti í geiminum?
Það er spurning.

Hanna Margrét Pétursdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________ 

Haustljóð

Haustið er komið inn
ég ætla að leika mér
meðan mamma er úti í búð
að kaupa mjólk og brauð,
rúnstykki og nammi gott. 

Hilmar Starri Hilmarsson, 5. bekk 

________________________________________________________________

Ljóðaskrift

Þú sest niður með penna og blað,
en áður en það,
þá ferðu í bað.
Mínus og plús.
Þú ferð upp í hús.
Klukkan tifar.
Boginn miðar.
Þetta er frekar fagur
dagur.
Krakkar hlusta á Let it go.
Sveinninn segir hó, hó, hó.
Gulur, rauður, grænn og blár.
Svartur, hvítur, fjólublár.
Krakkar allir lesið nú.
Það er enginn betri en nú.
Takk fyrir okkur,
drullusokkur.

Elín, Antonía og María í 6. bekk

________________________________________________________________

Í Furðudal

Í Furðudal segja endurnar voff
og snákarnir blof, blof, blof.
Kvöldmatarleytið er um það bil níu
en hádegismatur er strax klukkan tíu.

Matthildur María Pálsdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Svartur eða hvítur

Svartur eða hvítur, það skiptir ei máli
eins og sólin er hvít og tunglið er grátt,
hugsaðu aðeins, við þörfnumst þess bæði
eins og við þörfnumst okkar bæði.

Freyja og Anh í 6. bekk

________________________________________________________________

Kisan mín

Kisan mín eins árs er
og hún er voða sæt.
Henni finnst gaman að leika sér
og hún er ekki æt.

Viktor Nói Offersen, 5. bekk

________________________________________________________________

Sumarljóð

Sumarið er skemmtilegt.
Undarlegt er það.
Mörgum finnst það líka.
Að hausti fer að kólna.
Rigning og snjór koma þá.

Sunneva Guðnadóttir, 5. bekk

EFTIRFARANDI SÖGUR OG LJÓÐ ERU FRÁ VETRINUM 2013 - 2014: 

  

Í Háteigsskóla
Ég á marga góða vini í Háteigsskóla. Það má ekki stríða, meiða og skilja útundan.

Mía Sóldís Gram Kimsdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Í Frakklandi

Einu sinni vann öll fjölskyldan ferð til Frakklands. þar fórum við í skógarferð. Ég var með prik til að berja villisvín í hausinn ef við skyldum rekast á það. Við fengum okkur svo villisvín að borða á veitingastað. Þegar ég var búinn með matinn fékk ég ís.

Garðar Logi Björnsson, 1. bekk
________________________________________________________________

Speglun

Sólin skín í sænum,
öll er kyrrð í bænum.
Við liggjum á grösum grænum,
hávaðanum rænum.

Birtan speglast á öldum,
öldum í sjónum köldum.
Þögninni við höldum,
einsemdina földum.

Kristján Guðmundsson, 9. bekk

________________________________________________________________

Eldgos

Einu sinni var fullt af eldgosum og þá komu fjórir drengir. Þeir voru að klifra upp rennandi eldfjöll og drengirnir dóu. Eldfjallið heitir Hekla. Þá voru mamma og pabbi mjög leið.

Hekla Ósk Skov Jensen, 1. bekk
________________________________________________________________

Frá Hamlet litla

Nemendum 5. bekkjar var boðið á leiksýninguna Hamlet litli sem var sýnd í Borgarleikhúsi. Eftir leiksýninguna voru þeir beðnir um að skrifa á blað hugleiðingar einhverra sögupersóna í leikritinu. Hér er ein:

Claudius
Hvernig getur þetta verið svona ósanngjarnt? Ég á enga konu en bróðir minn á konu sem heitir Geirþrúður og þau eiga son sem heitir Hamlet. Ég er með plan. Ég læðist heim til þeirra um kvöldið. Þegar þau eru sofandi læðist ég inn í húsið. Ég finn svefnherbergið hjá bróður mínum og set eitur í eyrað. Sjáumst aldrei aftur.

Una Sædís Jónsdóttir

________________________________________________________________

Einmana stelpan í skóginum

Ung stúlka í djúpum skógi.
Hún var einmana.
Hún átti engan að.
Eina sem hún átti var fiðla.
Hún spilaði á hana á hverjum morgni.
Hún spilaði og spilaði.

Kolfinna Eyþórsdóttir, 9. bekk
________________________________________________________________

Maxímús músíkús

Nemendum 1. bekkjar var boðið í Hörpu að horfa og hlusta á Maxímús músíkús. Hér eru tvær frásagnir:

Við fórum í strætó í Hörpu að horfa á Maxímús músíkús. Þetta var allt mjög gaman.

Einar Hafsteinn Guðmundsson

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Ég sá ísbíl keyra framhjá mér. Það var ágætt í Hörpu.

Daníel Hjaltalín Héðinsson
________________________________________________________________

Í sundi

Ég fór með vinkonu minni á hjóli og með pabba og ég fór á stóra stökkpallinn í Sundhöllinni og það var gaman.

Jóhanna Valfells, 2. bekk

________________________________________________________________

Ljósmyndir og ljóð

Hér eru tvö ljóð frá sýningu 7. bekkinga á Borgarbókasafninu í apríl:

Hvíta rós

Hvítar rósir þýða það:
Heillandi og blíður, merkir nýtt upphaf, einfaldleika, sakleysi og hreinleika.
Ást er hrein og göfug.

Thao Phuong Ðang

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Náttúran

Í náttúrunni getur maður séð mörg form
eins og hreindýr og kannski orm.
En ef maður horfir vel

og lætur ímyndunaraflið flæða
getur maður séð heiminn í nýju ljósi.

Atli Snær Valgeirsson

________________________________________________________________

Rokk

Jónatan frændi minn kenndi mér á bassagítar og núna er ég alltaf að spila á hann. Ég elska að rokka á hann.

Elísabet Lilja Grettisdóttir, 2. bekk
________________________________________________________________

Að róla

Við ætlum að fara að róla úti bak við hús með nesti.

Katla Ísold Kjartansdóttir, 1. bekk
________________________________________________________________

Tíminn

Tíminn er eins og síminn
og ef allt er skemmtilegt
þá líður allt svo hratt.
En ef eitthvað er leiðinlegt
þá gerist allt svo hægt.

Jóna Lísa Helgadóttir, 5. bekk
________________________________________________________________

Saga af býflugu

byfluga1

Þetta er býfluga að baka köku. Býflugan átti afmæli. Hún setti sleikjó á kökuna. Býflugan fékk töfrasprota í afmælisgjöf og kakan var góð.

Maralene Rós V. Bold, 2. bekk

________________________________________________________________

Litill fugl

Lítill fugl
Einu sinni var lítill fugl að bíða eftir mömmu sinni og á meðan hann var að bíða þá sá hann falleg blóm og þegar hann var búinn að skoða blómin þá kom mamma hans.
Ragnhildur Hrafnsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Akranes
Ég er að fara á Akranes þann 20. júní. Mamma mín og frænka mín tjalda hlið við hlið og ég sef með frænda mínum í íþróttahúsinu á Akranesi og það er stærsta mót sem ég hef farið á.

Úlfur Ægir Halldórsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Skuggafalki

Skuggafálki

Þetta er skuggafálki. Hann er hættulegur og hann var að drepa mýs og hann var svangur og mýsnar voru líka svangar. Þær borða ost.

Styrmir Goði Sigfússon, 2. bekk

________________________________________________________________

Ísbjörn
Einu sinni var ísbjarnahúnn. Hann átti mömmu og eina systur, hún hét Lilja. Þau fóru að ná í fisk. Svo fóru þau heim að borða og fóru svo að sofa.

Matilda Sóldís Gram Kimsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Lítið lauf

Lítið lauf fellur úr tré.
Það saknar þess að vera dinglandi á grein,
hátt uppi í stóru tré,
en það liggur á jörðu,
eitt, aleitt.

Gunnar Þorri Magnússon, 9. bekk

________________________________________________________________

Ljóð um tímann eftir 5. bekkinga

Tíminn er grimmur.
Tíminn rífur mig í sig.
Tíminn urrar á mig.
Tíminn dillar skottinu.

Tómas Arnar Erlingsson

- - - - - - -

Tíminn er eins og loft
sem maður snertir ekki.
Tíminn er eins og jörðin
sem heldur áfram.
Tíminn er endalaus.

Hákon Ernir Haraldsson

- - - - - - -

Ég er tíminn og ég svíf um himininn með glotti.
Ég sé lömbin í haga,
ána sem flýtur niður fjallið
og húsin í bænum, trén í skóginum og öll fjöllin.
Ég sé líka fugla sem svífa stundum með mér.

Breki Atlason

- - - - - - -

Tíminn er eins og síminn.
Maður notar hvorugt oft.
En ég mundi segja að við notuðum símann meira.
Plantan og tarantúllan semja um það.

Björn Thor Stefánsson

- - - - - - -

Klukkan er málmur og gler
tölur og vísir telur klukkustundir
mínúturnar sem eru hjá mér.
Lífið er tíminn.

Gyða Dröfn Víðisdóttir

- - - - - - -

Tíminn er skrýtinn og dularfullur,
hann geymir fullt af skemmtun
en líka fullt af sorg. Stundum
er hann lengi og stundum fljótastur.

Ásdís Atladóttir

- - - - - - -

Eins og litli tíminn sem aldrei stoppar, hann lifir með lífinu og sefur aldrei, hann þreyttur er og gamall og grár, ungur hann var og hljóp oft fram úr sér.

Karólína Ósk Erlingsdóttir

- - - - - - -

Tíminn líður og líður,
tíminn er endalaust,
tímann getum við ekki snert,
tíminn er tíminn.

Andrea Líf Árnadóttir

________________________________________________________________

Í Háteigsskóla

Ég á marga góða vini í Háteigsskóla. Það má ekki stríða, meiða og skilja útundan.

Mía Sóldís Gram Kimsdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________ 

Einmana stelpan í skóginum

Ung stúlka í djúpum skógi.
Hún var einmana.
Hún átti engan að.
Eina sem hún átti var fiðla.
Hún spilaði á hana á hverjum morgni.
Hún spilaði og spilaði.

Kolfinna Eyþórsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

Í Frakklandi

Einu sinni vann öll fjölskyldan ferð til Frakklands. þar fórum við í skógarferð. Ég var með prik til að berja villisvín í hausinn ef við skyldum rekast á það. Við fengum okkur svo villisvín að borða á veitingastað. Þegar ég var búinn með matinn fékk ég ís.

Garðar Logi Björnsson, 1. bekk

________________________________________________________________ 

Speglun

Sólin skín í sænum,
öll er kyrrð í bænum.
Við liggjum á grösum grænum,
hávaðanum rænum.

Birtan speglast á öldum,
öldum í sjónum köldum.
Þögninni við höldum,
einsemdina földum.

Kristján Guðmundsson, 9. bekk

________________________________________________________________ 

Eldgos

Einu sinni var fullt af eldgosum og þá komu fjórir drengir. Þeir voru að klifra upp rennandi eldfjöll og drengirnir dóu. Eldfjallið heitir Hekla. Þá voru mamma og pabbi mjög leið. Hekla Ósk Skov Jensen, 1. bekk

________________________________________________________________

Frá Hamlet litla

Nemendum 5. bekkjar var boðið á leiksýninguna Hamlet litli sem var sýnd í Borgarleikhúsi. Eftir leiksýninguna voru þeir beðnir um að skrifa á blað hugleiðingar einhverra sögupersóna í leikritinu. Hér er ein:

Claudius

Hvernig getur þetta verið svona ósanngjarnt? Ég á enga konu en bróðir minn á konu sem heitir Geirþrúður og þau eiga son sem heitir Hamlet. Ég er með plan. Ég læðist heim til þeirra um kvöldið. Þegar þau eru sofandi læðist ég inn í húsið. Ég finn svefnherbergið hjá bróður mínum og set eitur í eyrað. Sjáumst aldrei aftur.

Una Sædís Jónsdóttir

________________________________________________________________

Maxímús músíkús

Nemendur 1. bekkjar var boðið í Hörpu að horfa og hlusta á Maxímús músíkús. Hér eru tvær frásagnir:

Við fórum í strætó í Hörpu að horfa á Maxímús músíkús. Þetta var allt mjög gaman.

Einar Hafsteinn Guðmundsson

- - - -

Ég sá ísbíl keyra framhjá mér. Það var ágætt í Hörpu.

Daníel Hjaltalín Héðinsson

________________________________________________________________ 

Í sundi

Ég fór með vinkonu minni á hjóli og með pabba og ég fór á stóra stökkpallinn í Sundhöllinni og það var gaman.

Jóhanna Valfells, 2. bekk

________________________________________________________________ 

Ljósmyndir og ljóð

Hér eru tvö ljóð frá sýningu 7. bekkinga á Borgarbókasafninu í apríl:

Hvíta rós

Hvítar rósir þýða það:
Heillandi og blíður, merkir nýtt upphaf, einfaldleika, sakleysi og hreinleika.
Ást er hrein og göfug.

Thao Phuong Ðang

- - - - - - - 

Náttúran

Í náttúrunni getur maður séð mörg form
eins og hreindýr og kannski orm.
En ef maður horfir vel

og lætur ímyndunaraflið flæða
getur maður séð heiminn í nýju ljósi.

Atli Snær Valgeirsson

________________________________________________________________

Rokk

Jónatan frændi minn kenndi mér á bassagítar og núna er ég alltaf að spila á hann. Ég elska að rokka á hann.

Elísabet Lilja Grettisdóttir, 2. bekk
________________________________________________________________

Að róla
Við ætlum að fara að róla úti bak við hús með nesti.

Katla Ísold Kjartansdóttir, 1. bekk
________________________________________________________________

Tíminn
Tíminn er eins og síminn
og ef allt er skemmtilegt
þá líður allt svo hratt.
En ef eitthvað er leiðinlegt
þá gerist allt svo hægt.

Jóna Lísa Helgadóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

 byfluga1

Saga af býflugu
Þetta er býfluga að baka köku. Býflugan átti afmæli. Hún setti sleikjó á kökuna. Býflugan fékk töfrasprota í afmælisgjöf og kakan var góð.

Maralene Rós V. Bold, 2. bekk 

________________________________________________________________

14041 

Skjaldbaka

Þetta er skjaldbaka og það voru páskar. Hún var að leita að páska­egginu sínu en hún fann það ekki. Hún fattaði ekki að það var ofan á henni. Svo fór hún að sofa og eggið datt í bólið og hún fann það. Hún sagði húrei, húrei!

Róbert Arjona Ingólfsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Vinir

Einu sinni voru vinir sem hétu Halli, Palli, Kalli og Snorri. Þeir áttu heima á Akureyri en voru í Reykjavík hjá afa hans Kalla. Þeir spiluðu lengi lengi. Svo heyrðu þeir í risa og fóru inn í helli hans og þeir urðu bestu vinir.

Karl Orri Brekason, 3. bekk

________________________________________________________________

Býfluga og könguló

Einu sinni var býfluga sem lifði góðu lífi sem átti heima í góðum garði en svo kom könguló í garðinn. Hún var rosa leið út af því að köngulóin var svo fljót að spinna vef og einn daginn var vefurinn tilbúinn. En svo festist hún í vefnum og hún barðist um en köngulóin kom nær og nær. Og svo kom strákur sem tók eitt blómið. Það var gott fyrir hana og köngulóin festist sjálf í vefnum.

Úlfur Ægir Halldórsson, 2. bekk

________________________________________________________________

One direction

One direction syngur vel,
en nota stundum mikið gel.
Þeir taka stundum aukalög,
en kunna ýmis önnur fög.

Elín Katla Henrysdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Einn og yfirgefinn

Einn og yfirgefinn
á frostkaldri grund.
Horfi á himingeiminn
og fæ ég mér blund.

Á meðan sólin skín
og fuglarnir kvaka
hugsa ég til þín.
Mig langar svo að vaka.

En þegar nóttin kemur
og ljósið fer,
frostið mig lemur
en samt bíð ég þín hér.

Lilja og Þórdís, 9. bekk

________________________________________________________________

Greinin sem fór að heiman

Greinin bjó með móður sinni og föður í gömlu en fallegu tré. Einn dag datt hún niður úr trénu í grýttan jarðveg. Hún leit upp í örvæntingu og vissi innst inni að hún næði aldrei á toppinn aftur. Hún grét sig í svefn á hverju kvöldi. Steinarnir spurðu hana hví hún væri að gráta. Greinin svaraði þá: „Því þið eruð svo harðir og kaldir."

Karen Ivanovic, 9. bekk

________________________________________________________________

Spóinn

Spóinn situr á staurnum beinn
er sumrinu lýkur að vanda.
Bráðum hann leiður verður einn
en vinirnir flögra til annarra landa.

Júnía Lín Jónsdóttir, 9. bekk

________________________________________________________________

14042 

Ljóðið um fiskinn hér fyrir ofan er eftir Isabellu Maríu Eriksdóttur.

________________________________________________________________

Gíraffinn sem mátti aldrei vera með

Einu sinni var gíraffi sem mátti aldrei vera með hinum gíröffunum af því að hann leit út eins og geimvera. Hann gat aldrei sofið. Einn daginn tók hann til sinna ráða og fór út í geim. Þegar hann var búinn að venjast því að vera á tunglinu leið honum strax betur.     

Róbert Winther Ísaksson, 3. bekk

_______________________________________________________________

Ólafsdagar
Á Ólafsdaga fer
og skemmti mér vel.
Það er svo gaman
því allir eru saman.

Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Mói hrekkjusvín
Mói litli hrekkjusvín.
Aldrei í honum dvín.
Hleypur niður götuna
og mokar skít í fötuna.

Antonía Mist Gísladóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Úlfabarn
Einu sinni var úlfafjölskylda. Það var nýfæddur yrðlingur í úlfafjölskyldunni, hann hét Geto af því hann var klaufi. Bróðir hans sagði alltaf klaufi. Einn morgun þá vaknaði úlfafjölskyldan. Þá sagði stóri bróðir, fyrirgefðu. Þá sagði litli bróðir geto (því hann kunni ekki að segja annað). Geto og stóri bróðir voru að leika saman allan daginn. Svo þegar það var komið kvöld sagði mamma, matartími. Þá komu úlfabörnin til að fara að borða. Það var héri í matinn. Þegar þau voru búin að borða fóru þau að sofa. Þau voru hamingju-úlfa-söm.

Amelía Eyfjörð Bergsteinsdóttir, 3. bekk
________________________________________________________________

Drottningin í Neðralandi
Langt, langt í burtu, neðst, neðst niður í jörðinni er land sem heitir Neðraland. Þar er aldrei myrkur því að ljósið sem þau fá kemur frá sjálflýsandi steinum. Í Neðralandi er drottning sem heitir Jónína. Jónína ríkir yfir Neðralandi og færir frið yfir borgina. En einu sinni var drottningunni rænt!! Það voru hengdar upp auglýsingar og á þeim stóð að sá sem finnur drottninguna fái þrjár óskir sem drottningin getur veitt. En á meðan á þessu stóð var dóttir hennar lögð af stað að leita að henni og drottningin búin að flýja frá ræningjunum. En allt í einu rákust drottningin og dóttir hennar saman og urðu samferða heim. Þegar þær komu heim var slegin upp veisla sem varaði alveg fram á nótt.

Anna Soffía Hauksdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________

Ljóðabók í 9. HB
Nemendur 9. HB bjuggu í vetur til ljóðabók hjá Önnu Maríu íslenskukennara, eins og jafnaldrar þeirra í ASE bekknum gerðu fyrr í vetur. Teknar voru nokkrar ljósmyndir sem voru notaðar sem kveikja að ljóðunum. Hér eru nokkur ljóðanna, en fleiri birtast vonandi síðar:

Ský
Sólin teygir sig
yfir úfin skýin
sem minna á bárujárnsklæddan vegg.
Þau dansa þungstíg um himininn.
Nóttin kemur brátt
þá verður allt kyrrt.

Maren Oddsdóttir

Skógardísin
Þú fagra skógardís
sem verndar náttúruna.
Því sjá þig ekki allir?
Gerðu þig sýnilega
og sveipaðu okkur öll
yndislegum töfrum þínum.

Petra Jasonardóttir

Tréð
Tréð fylgist með nemendum vaxa úr grasi.
Þeir mæta spenntir og tilbúnir að takast á við verkefni lífsins.
Tíu árum síðar fara þeir á braut, ánægðir og klárir í slaginn.
Tréð fellir nokkur tár.

Geri Ragnarsson og Einar Luther Hreiðarsson

________________________________________________________________

Leiðinlega ofnæmið

Einu sinn var strákur sem hét Gummi.

101„Matur!“ sagði mamma, „allt í lagi“ sagði Gummi.

102„Æ, nei er fiskur?“ sagði Gummi „já, Gummi minn það er fiskur í matinn.“
„Má ég frekar fá pizzu í staðinn fyrir fiskinn,“ spurði Gummi. „Já, já, en bara í þetta eina skipti,“ sagði mamma hans.

103„Mmmmmmmm pizza,“ sagði Gummi. En þegar hann var búinn að njóta pizzunnar kallaði hann, „mamma! mig klæjar út um allt.“ „Oooooooooo ég gleymdi því að þú ert með ofnæmi fyrir pizzu,“ sagði mamma hans. „Siggi, hringdu í sjúkrabíl!“ hrópaði mamma.

104Sjúkrabíllinn þaut af stað og var kominn á svipstundu. Þegar þau komu upp á spítala fór Gummi í klefa 3.

105Tíu mínútum síðar sagði læknirinn að það væri allt í lagi með hann. „Hann kemur eftir tíu mínútur.“ „Guði sé lof,“ sagði mamma.

Róbert Winther Ísaksson, 3. bekk

________________________________________________________________

Draugasaga

Það var einu sinni gamalt hús og þar var draugagangur og mjög mikið myrkur. Það voru krakkar sem voru hræddir og þeir hlupu heim til sín. Það var kind sem hræddi þá.

Katrín Sól Einarsdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________

Hestar

Ég fæ gæsahúð á töltinu
En fer Heimsendahring á röltinu.
Brokkið hans Mímis er svolítið hast.
En þá fer ég bara svolítið fast.

Kristína Rannveig Jóhannsdóttir, 5. bekk

________________________________________________________________

Bobbi finnur blóm

Einu sinni var geitungur og hann hét Bobbi. Hann var að leita að blómi en hann fann ekki blóm en þá ákvað hann að fljúga upp yfir fjöllin en þá sá hann fullt af blómum.

Baldur Karl Björnsson, 3. bekk

________________________________________________________________

Örsaga

Á kaldri jörðu lá vettlingur og beið. Beið eftir að eigandinn sinn kæmi og bjargaði honum. Dag eftir dag horfði hann á fólk koma og fara. Það gekk framhjá án þess að taka eftir honum. Hann hrópaði á hjálp og reyndi að gefa merki um að hann væri þarna. En alveg sama hvað hann gerði, var hann bara vettlingur.

Lilja og Þórdís, 9. bekk

________________________________________________________________

Lóan

Lóan situr úti í móa
að spjalla við vin sinn herra spóa.
Spóinn segir: Hæ!
En að lokum segja þau: Bæ!

Hanna Margrét Pétursdóttir 4. bekk

________________________________________________________________

Bíómynd

Einu sinni var vísindamaður sem bjó til tæki sem lét persónur úr bíómyndum koma fram án 3D gleraugna. En þegar hann setti King Kong í tækið hljóp King Kong út úr bíómyndinni. Þá skipti hann yfir á fréttirnar og þá sagði þulurinn: „King Kong er með svaka usla niðri í bæ og neitar að hætta nema að hann fái kókoshnetur og pálmatré.“ Nú varð vísindamaðurinn að gera eitthvað. Hann fékk hugmynd: Hann ætlaði að setja aðra mynd í. En í þeirri mynd voru menn úr framtíðinni sem komu. Þá sagði vísindamaðurinn: „Þið verðið að fara og handsama King Kong,“ og þeir hlupu samstundis niður í bæ. En svo komu þeir allir labbandi og voru þeir þá bestu vinir. Þá spurði vísindamaðurinn: „Hvað gerðist?“ Þá sagði King Kong: „Ég þekki þá mjög vel. Þeir eru í uppáhaldsmyndinni minni, „Geimskrímsli á móti Súrikmönnum,“ og framtíðarmennirnir sögðu að „King Kong“ væri uppáhaldsmyndin sín. Svo fóru King Kong og framtíðarmennirnir í sínar myndir. En svo kveikti vísindamaðurinn á sjónvarpinu og fréttakonan sagði: „King Kong var að leggja borgina í rúst, en svo komu framtíðarmenn og löbbuðu með King Kong í burtu. Ekki er vitað hvert þeir löbbuðu.“ Vísindamaðurinn var mjög feginn og ákvað að hvíla sig á þessu í bili.

Sveinn Valfells, 4. bekk

________________________________________________________________

Ég vil

Ég vil ekki fara frá þér.
Ég vil vera hér hjá þér.
Það er svo gott og gaman
að hlæja mikið saman.

Auður Elísabet Ó. Ólafsdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Góður vinur

Þetta er ég og Jósúa að byggja kastala úr sandi og mold og svo auðvitað löbbuðum við og sólin skein.

Styrmir Goði Sigfússon, 2. bekk

________________________________________________________________

Juledigte i 8. klasse

Nemendur í 8. bekk sömdu jólaljóð í dönskutíma. Jólaljóðin skrifuðu þeir á jólakúlur og hengdu upp á jólatré sem þeir bjuggu til. Hér er sýnishorn:

J U L E S N E
Julen er enorm.
Uglen er hvid.
Lytter til julemusik.
Elmar er julemand.
Sneen er fantastisk.
Nyder julen.
Evig jul.

Kjartan og Elmar

J U L E T R Æ
Julen kommer, julen går
Under juletræet er gaver
Lysene skinner klart
Englen synger julesang
Træet står i stuen
Rudolf kommer med gaver
Æblet er godt

Jóhanna og Jakobína

________________________________________________________________

Jólasaga

Einu sinni var stelpa. Hún hlakkaði mikið til jólanna. Þau voru alveg að koma. Það voru tíu sekúndur í jólin, en allt í einu stöðvuðust allar klukkur bæjarins og jólin komu þá ekki alveg strax. Stelpan varð rosalega leið. En svo herti hún sig upp og fór niður í bæ. Hún dreifði nammi til allra og sagði, „gleðileg jól“ við hverja einustu manneskju sem hún sá. Þá komust allir í jólaskap. Allir fóru heim og héldu jólin. Næsta dag byrjuðu allar klukkurnar að virka aftur en enginn veit af hverju klukkurnar stoppuðu né af hverju þær byrjuð aftur, nema stelpan. Andi jólanna hafði komið til hennar. Hann hafði stöðvað tímann af því að það var enginn í jólaskapi nema stelpan. Og hann sagði henni að fara út í bæ og dreifa jólagleði. Og það gerði hún. Þetta voru bestu jól sem hún hafði lifað.

Anna Soffía Hauksdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________ 

Tré í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk hafa verið að vinna með tré út frá ýmsum sjónarhornum. Þeir komu með marga skemmtilega hluti úr tré að heiman og héldu sýningu á þeim. Einnig bjuggu þeir til bækur með fróðleik um tré og í þeim voru einnig sögur:

Grenitréð
Einu sinni var lítill strákur sem gróðursetti lítið fræ. Fræið óx og varð að grenitré. Strákurinn óx líka og þegar þau urðu stór skreytti strákurinn tréð með jólaskrauti.

Kristófer Óli Arnarsson

Fallega tréð
Einu sinni var tré sem var í skógi og skógurinn var höggvinn niður nema tréð. Það slapp og varð að stóru, fallegu tré. Margir komu til að gleðjast hjá trénu.

Matthías Hjörtur Mörtuson

Stóra tréð
Einu sinni var tré sem vildi stækka. Þá kom vinur og hjálpaði trénu. Vinurinn gaf trénu vatn og sólin brosti til trésins. Eftir nokkra daga fór tréð að stækka og varð hamingjusamt.

Phanu Prueangwicha

Saga af tré
Einu sinni var tré. Í trénu bjuggu mýs, lirfur og fuglar. Fuglarnir vildu éta lirfurnar sem flúðu út um allt. Þær voru inni í trénu, á greinunum og í krónunni. Fuglarnir áttu mörg hreiður í trjákrónunni. Þegar lirfurnar komu úr holunum urðu þær stundum hádegismatur en aðrar urðu falleg fiðrildi.

Gunnlaugur Jón Briem

Einmana tré
Einu sinni var tré og það var lítið og einmana. Einn daginn þá komu litlir krakkar. Ó, hvað tréð var ánægt og krakkarnir klifruðu og fengu sér epli. Næsta dag þá komu fleiri krakkar og klifruðu og fengu sér epli. Næsta dag var haldin veisla og allir klifruðu og fengu sér epli.

Ísak Einir Magnússon

Tréð hennar Ölmu
Einu sinni var telpa. Hún hét Alma. Einu sinni þegar hún var á leið í skólann fór hún krókaleið. Svo mætti henni stórkostleg sjón. Hún sá lítinn græðling rétt að byrja að vaxa. Alma hellti úr vatnsbrúsanum sínum yfir græðlinginn. Og þannig hélt hún áfram. Þegar græðlingurinn var búinn að fá vatn úr brúsanum hennar Ölmu í eina viku kom dómsmálaráðherrann og sagði að það gengi ekki að tréð væri svona við vegkantinn. Svo hún fór með litla tréð í húsið sitt. Fyrst vildu foreldrar hennar ekki hafa það í húsinu en svo gekk allt eins og í draumi. En tréð fór að vaxa og vaxa. Svo var eitt vandamál. Allt húsið var eitt herbergi með engu klósetti og eitt hornið var eldhúsið, annað hornið var hjónarúmið og síðasta hornið var rúmið hennar Ölmu og í miðjunni var tréð. Stóra vandamálið var að tréð tók svo mikið pláss þannig að fjölskylda hennar þurfti að sofa úti, en sem betur fer var mjög heitt. Eitt sumarkvöld kom næturgalinn og söng svo Alma sofnaði. Næsta dag brá Ölmu þegar hún horfði á tréð sitt. Það var ávaxtatré, risastórt eplatré. Alma litla hljóp út í garð til að sýna mömmu sinni og pabba. Þegar hún kom aftur voru 8 dómsmálaráðherrar, 6 venjulegir dómarar og þvílíkur mannfjöldi með myndavélar og peninga til að kaupa epli. Tíminn leið og það var að koma vetur. Þá tók fólkið til handanna og byrjaði að búa til nýtt hús handa Ölmu og mömmu hennar og pabba, því að eins og þið vitið þá er kalt að sofa úti um veturinn.

Álfheiður Andradóttir

________________________________________________________________

Ljóðagerð í 9. bekk

Nemendur 9. bekkjar hafa verið í ljóðagerð í haust. Verkefnið fór þannig fram að þeir byrjuðu fyrst á að taka ljósmyndir og síðan voru myndirnar notaðar sem kveikjur að ljóðum. Nú er er verið að koma saman ljóðabók með ljóðum allra nemendanna, en hér er sýnishorn:

Stúlkan í skóginum
Stúlkan gengur eftir molduga veginum í dimma skóginum.
Hún fer þangað í hverri viku til að flýja heiminn.
Hún gerir það því móðir hennar dó þegar hún var aðeins barn
En það sem enginn veit er að móðir hennar var drepin
Af stúlkunni sem gengur nú í dimma skóginum.

Steinn Logi Björnsson

Kindin í hrauninu
Kindin á Hrauni
fór út í laumi
og eins og í draumi
var hún horfin í hraunið.

Fólk fór að leita
á milli sveita og geita
allt liðið mætti
en að lokum það hætti.

En fólkið ei vissi
um þann missi
að kindin var horfin í annan heim
ofar en okkar geim.

Fólkið sem gengur hrauninu á
finnst það ofsótt vera þá
er jarmar hún sitt lag
og það heyrist enn í dag.

María Ása Auðunsdóttir .

Þegar vorar sálir líða frá líkama

  • Munu þær renna í haf heimsins og sameinast þar sem friður og kyrrð ræður ríkjum og loksins eignast það frelsi sem dauðlegur líkami vor þráði svo lengi?
  • Eða munum við vafra um ganga milli lífa og dauða og aldrei finna ró fyrr en við hörfum inní tóm tilfinningaleysis?
  • Eða munum við að lokum falla í djúpan svefn með bros á vör?

Halldóra Líney Finnsdóttir

Spóinn
Á vorin hann kemur
Á haustin hann fer
Hann sparkar burt snjóinn
Vinur okkar spóinn

Jón Freyr Eyþórsson

Tíminn líður.
Sumarið sefur vært, 
sólin skein skært 
Laufin koma og fara. 
Ég bíð til vonar og vara. 

Sumarið sest niður, 
haustið kítlar þig. 
Vindurinn gerir kliður. 
Veturinn vekur mig. 

Það er ekki lengur beðið,
haustið er liðið.
Skýin fara fyrir.
Veturinn tekur yfir.

Túlípanar vakna,
vorið kemur.
Ég er hætt að sakna,
þess blíða veðurs.

Hættu að bíða,
tímarnir líða.
Njóttu þess betur.
Þú veist þú getur.

Jóna Gréta Hilmarsdóttir

Samskiptavandar
Netið fjarar út
Ég veit ei hvað skal gera
Ég er frekar niðurlút
Og þunga byrði þarf nú bera

Ég þá brátt bægist
Instagram þarf varast
Niðurhalið hægist
Miðlarnir farast

Facebook ei blekkist
Tumblr í eintómum þokum
Heimurinn eins og hann þekkist
Líður brátt að lokum

Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir

________________________________________________________________

Jólasveinarnir

Einu sinni voru þrettán bræður. Þeir voru synir Grýlu og Leppalúða. Þeir áttu líka kött. Einn daginn urðu bræðurnir svangir. Þeir fóru til Grýlu, móður sinnar, og sögðu, „mamma, við erum svangir. Getur þú gefið okkur mat?“ Grýla svaraði með illri röddu, „nei, við eigum engan mat.“ Bræðurnir vissu að það voru jól, þannig að þeir drifu sig í næsta bæ, því þar var nægur matur handa þeim öllum. Þeir stálu mat frá öllu fólkinu í bænum. Bráðlega höfðu þessar fréttir heyrst um allt landið. Fólk byrjaði að kalla þessa bræður jólasveina og köttinn þeirra jólaköttinn. Síðan urðu Grýla og Leppalúði svöng svo að Grýla fór í næsta bæ til að ræna öllum óþekku krökkunum og sjóða þau í stóra pottinum sínum. Jólasveinarnir sömdu við Grýlu um að hún hætti að borða börn og þeir hættu að stela.
Jólasveinarnir byrjuðu að gefa börnunum gjafir og ef börnin voru óþekk fengu þau kartöflur.

Embla Marie Ragnarsdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________ 

Ást
ég á móður mjög góða
góða móður á ég
ég elska hana með elsku
ástarhjarta og er með líka
hennar hjarta

hver er sá góður að lifa
með mér og ástinni
elskar mig og þig
en líka þig

en ég elska alla ég elska
hvernig elskið þið elskið
þið mig þig þið getið
elskað alla í heimi

Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Ljóð í leiðinni

Í tilefni af lestrarhátíð Reykjavíkurborgar, Ljóð í leiðinni, sömdu nemendur skólans ljóð með leiðsögn Barbro bókasafnskennara. Þeir notuðu ýmsar aðferðir við ljóðagerðina, t.d. að raða saman bókatitlum:

Blekhjarta 
Eldgos í garðinum. 
Grillaðir bananar. 
Er allt að verða vitlaust? 
Marta smarta. 
Koss.
Andrea Líf, Gyða og Ásdís í 5. bekk

Uppeldi og skólastarf
Drekafræði
Vampírufræði
Sjóræningjafræði
Eldar og Heimir í 4. bekk

Svo voru gerð ljóð eftir uppskrift Gerðar Kristnýjar:

Mánudagur
Vakna! 
Ertu þreyttur? 
Emma! 
Ekki syngja í tíma! 
Ekki brjóta spegil! 
Bíó á hverjum degi! 
Katrín Ósk, 4. bekk

Vakna núna
vantar þig gjöf fyrir frúna?
ég þoli ekki iPadinn minn
Planaðu daginn þinn
tröll borða karla feita
í dag ætla ég að skeita.
Haki, 7. bekk

Einnig gerðu nemendur lista yfir allt sem þeir tengja við Reykjavík og gerðu svo ljóð úr honum:

Reykjavík
karate, bíó, 
dans, sund, 
handbolti, fótbolti, 
snjókarl, hund

Vor, sumar, 
haust, vetur, 
Reykjavík 
heldur betur! 
1. bekkur, hópur 1

Reykjavík mín fallega borg
Fjölskylda, vinir,
húsið mitt, símar,
blokkir, bílar og
gamlir tímar

Hallgrímskirkja,
bækur, torg,
þetta er Reykjavík
mín fallega borg.
Embla Þöll, 8. ESÞ

________________________________________________________________

Óðinn og bræður hans

6. bekkingar eru að vinna með bókina Óðin og bræður hans. Þar læra þeir ýmislegt um norrænu goðafræðina og þar með um Auðhumlu:
Auðhumla
Einu sinni var kýr sem hét Auðhumla. Ýmir var maður sem átti hana og hann lifði á mjólkinni ásamt öðrum þursum. Það var Auðhumlu að þakka að þau voru á lífi. Mjólkin rann eins og lækur og hún elskaði salt. Dag einn sá hún stóran stein. Hún byrjaði að sleikja steininn, svo byrjaði að koma hár og haus og svo kom maður úr steininum.
Auðhumla
vildi ekki malt
hún vildi salt
því það er
svo svalt.
Birta Breiðdal, 6. bekk

________________________________________________________________ 

Ferskeytlur og framsögn
Nemendur 6. GH eru að æfa sig í að koma fram fyrir aðra og að beita röddinni á mismunandi hátt. Æfingarnar eru teknar upp á myndband og svo er skoðað. Þeir hafa notað ferskeytlur til að æfa sig, bæði gamlar og góðar og einnig frumsamdar.
Hér eru tvær glænýjar:

Ég reyni að semja ljóð. 
Ég fæ mér lúr. 
Mamma mín er góð. 
Ég fer í göngutúr. 
Thor Björnsson Haaker 

Sæki pensil og eitt blað,
mála það í litum.
Mig langar að gera það,
hér við pabbi sitjum.
Anna Hedda Björnsd. Haaker

________________________________________________________________

Sögulækur
Einu sinni fyrir langa löngu – um það bil árið 1923 – var stelpa sem hét Margrét Bergljót. Margrét fór oft niður að læk sem hét Sögulækur. En lækurinn hét Sögulækur út af einni ástæðu. Sko, amma Margrétar sagði henni oft sögur um álfa og tröll og allt gerist við Sögulæk. Uppáhalds sagan hennar Margrétar var sagan um vatnsálfana. Hún er svona: „Einu sinni var gamall ekkjumaður. Eitt stormasamt kvöld þegar maðurinn var að ganga heim úr réttum, var svo dimmt að hann sá ekki fram fyrir sig. Hann steyptist ofan í Sögulæk. Hann sem hélt að lækurinn væri frekar grunnur, en það var hann ekki. Hann var voðalega djúpur. En svo allt í einu var það eitthvað sem lyfti honum upp. Það voru álfar – heill hópur. En svo þegar maðurinn var kominn á yfirborðið sá hann ekki lengur álfana. Þeir voru farnir í lækinn aftur.“ Þetta var sem sagt uppáhalds sagan hennar Margrétar. Margréti langaði að sjá vatnsálfana, en hún sá þá aldrei, þeir voru alltaf niðri í læknum. En um næturnar voru þeir uppi á yfir-borði til þess að finna eitthvað ætilegt. Einu sinni þegar Margrét var að reyna að sjá álfana, hallaði hún sér svo mikið yfir lækinn að hún valt í hann. Þá komu vatnsálfarnir henni til bjargar. Álfadrottningin staldraði samt aðeins við hjá Margréti á meðan hinir álfarnir fóru niður í lækinn. Álfadrottningin sagði Margréti að fara með meiri gát. Margrét lofaði því. Margrét sagði ömmu sinni alla sólarsöguna. Svo barst þessi saga um alla sveitina.
Hanna Margrét Pétursdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________

Guyana
Guyana er mjög, mjög fátækt land. Fólkið þar býr við mikla fátækt og svengd. Ég átti heima þar í 3 ár. Þessi þrjú ár lærði ég mikið. Ég gekk í skóla sem var kallaður School of the nation. Þar voru mjög mörg hvít börn en svörtu börnin voru fá. Flestir svartir áttu ekki nægan pening fyrir að senda börnin sín í skólann. Við áttum heima í stóru húsi. Við vorum með 2 verði sem pössuðu hliðið okkar allan sólarhringinn. Fólkið talar skrýtna ensku. Það er ekki beint enska en svona enskutungumál fyrir þau. Mamma og pabbi kunnu ekki þessa ensku en ég lærði hana þannig að ég var 3ja ára stúlka að þýða á milli fullorðinna. Ég átti barnapíu. Hún hét Karen. Hún átti heima í einu af fátækrahverfunum. Hún átti 4 börn og pínulítinn kofa fyrir heimili. Þau fengu aldrei hreint vatn þannig að þau fengu vatnsbrúsa frá okkur. Þegar við fluttum heim þá fengu krakkarnir allt dótið mitt og fötin en Karen fékk föt af mömmu. Það vantaði 5 tær á Kareni út af því þau þurftu að baða sig í píranafiskavatni. Maðurinn hennar var á sjó þannig að stundum tók hún yngsta krakkann með sér. Núna á hún tölvu og við erum í miklu sambandi á Skype. Allt hvíta fólkið átti heima í flottum stórum húsum en svarta fólkið í litlum kofum (fyrir utan forsetann). Á milli þess sem mamma og pabbi voru að vinna þá heimsóttu þau munaðarleysingjahælið. Þar eru fleiri krakkar en í öllum skólanum. Það sem ég elska mest í Guyana er landslagið. Svo er mikið af skógum.
Elín Katla Henrysdóttir, 5. bekk

EFTIRFARANDI SÖGUR OG LJÓÐ ERU FRÁ VETRINUM 2012 - 2013:

1305 mjallhvit

Mjallhvít

Einu sinni sá Mjallhvít dýr í skógi úti og það var tungl og tré.

Maralena Rós V. Bold, 1. bekk

________________________________________________________________

1305 panda

Pandabjörn

Þetta er pandabjörn sem situr í skógi. Hann borðar bambus og finnst gott að liggja í leti.

Kolbrá Una Kristinsdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Í sumarbústað

Ég fór í sumarbústað í vetrarfríinu á Flúðum. Þar var skemmtilegt háaloft sem gaman var að leika. Þar var líka voða fínn heitur pottur sem við systkinin busluðum mikið í.

Jón Sölvi Magnússon, 1. bekk

________________________________________________________________

Rauð kisa

Einu sinni var lítil prinsessa. Hún var í göngutúr og hitti eina rauða kisu. Kisan settist fyrir framan hana og mjálmaði. Prinsessan klappaði henni og tók kisuna með sér heim.

Ólöf Kristín Árnadóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Appelsínur

Einu sinni voru tvær appelsínur að labba yfir brú. Síðan datt önnur appelsínan í vatnið. Þá sagði hin, „bíddu, ég skal skera mig í báta og bjarga þér svo."

Áróra Hlynsdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

1305 hafmeyja

Hafmeyja

Þetta er hafmeyja. Hún er að fara í Kringluna.

Árelía Mist Sveinsdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Bókakaup

Ég og mamma erum á leiðinni í bókabúðina að velja mér bók sem ég get lesið. Bókin sem ég keypti heitir Gilitrutt og það var skemmtilegt í bókabúðinni og mér fannst skemmtilegt að velja bók. Á Akureyri var gaman.

Lilja Ósk Tryggvadóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Fiðrildi

Einu sinni var púpa sem vildi verða fiðrildi. Einn daginn rættist óskin og hún flaug í burtu.

Emilía Mörtudóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Fuglar

Fuglarnir eggjum verpa
og syngja eins og lítil telpa.
Lóan syngur
en er ekki með neina fingur.

Fuglinn flýgur.
Lóan ormana sýgur.
Haninn galar og kisan malar
en maðurinn talar og talar.

Svanurinn syndir,
en maðurinn bindur
hundinn við
járnrið.

Urður Heimisdóttir og Karen Ósk Arnarsdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Fuglinn flýgur

Fuglinn flýgur með hvíta vængi
yfir fjöll og læki.
Þarna horfir strákur hann á.
Strákurinn flýgur yfir vötn og mela.
Margir þjófar núna eru að stela.
Allir grísir drekka af spena.
Nú er ég farinn að kela.

Egill Elfar Stolzenwald, 6. bekk

________________________________________________________________

Fuglinn flýgur

Fuglinn flýgur
og krakkinn lýgur
að þetta sé örn
og hann éti börn.

Róbert Orri Gunnarsson og Auðun Loki Kormáksson, 6. bekk

________________________________________________________________

Árstíðirnar

Litrík laufin falla
sólin ekki eins skær.
Veðurguðirnir eru eitthvað að bralla,
því það er kaldara en var í gær.

Bærinn kominn í hvíta kápu,
nú er sko orðið kalt.
Tjörnin minnir á sleipa sápu,
á götunum liggur salt.

Fíflarnir kæfa grasið,
sólin skín á ný.
Með krökkunum fylgir ærandi masið,
„bráðum kemur sumarfrí!"

Yndisleg lykt af kúk og taði,
hitinn hundrað stig.
Konurnar liggja í sólbaði,
„Ís, ég elska þig."

Iðunn Gígja Kristjánsdóttir, 7. bekk

________________________________________________________________

Skólaljóðið

Í skólanum er mjög gaman
og kennararnir eru góðir.
Þar geta allir leikið saman
og krakkarnir eru ansi fróðir.
Í íslensku lærir maður að rita,
í skólanum eru allir vinir.
Í íþróttum þarf maður stundum að strita,
þar eru Íslands dætur og synir.
Þegar skólinn er búinn fara allir heim,
þá er leiðin greið og bein.

Guðfinna Margrét Örnólfsdóttir, 7. bekk

________________________________________________________________

Haustið
Haustið kemur og fer,
alltaf, á hverju ári.
Undan vetrinum haustið er,
sumir nærri fella tári.
Tíminn, vetur, vor, sumar, haust.
Alltaf á hverju ári.

Ásta Indía Valdimarsdóttir, 7. bekk

________________________________________________________________

Þula

Í fótbolta krakkar eru
senda boltann á Heru,
stelpurnar spjalla saman
hjá þeim er rosa gaman
við förum síðan inn,
Egill geymir boltann sinn.

Elín fylgist okkur með,
við þegjum öll eins og peð,
en Ísabella hlær og klappar
og síðan syngur hún og rappar,
það sussa og ussa allir á hana,
Snjólaug fær sér vatn í krana.

Magdalena Schram, 6. bekk

________________________________________________________________

Áhugamálin mín

Áhugamálin mín eru fótbolti, körfubolti og dans. Uppáhaldslagið mitt er Gamnan Style. Þjálfararnir mínir heita Birkir Örn og Margrét Magnúsdóttir. Ég er í 5. flokki kvk á eldra ári í A-liði. Ég er búin að æfa í fjögur ár. Þetta er fimmta árið mitt. Ég held mest upp á Val.

Ísabella Anna Húbertsdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Saga Spæjó

Einu sinni var stelpa sem hét Saga. Hún bjó á annarri hæð í blokk. Henni leið vel á heimili sínu, nema að það var einn galli. Þegar það var orðið dimmt úti var maður á fyrstu hæð sem hélt alltaf partý á næturnar. Eitt kvöldið þegar maðurinn hélt partý þá gat Saga ekki sofnað út af því að tónlistin var svo hávær að hún fór alveg upp á aðra hæð. Þetta fór svo í taugarnar á Sögu að hún tók málið í sínar hendur. Hún fór niður, bankaði, en henni var ekki hleypt inn. Hún fór aftur inn í íbúðina sína. Eftir örstutta stund heyrði hún bank fyrir neðan sig. Þrjú stutt og tvö löng. Eftir stutta stund heyrði Saga aftur þetta bank, þrjú stutt og tvö löng. Saga lagði þetta á minnið og fór aftur niður á fyrstu hæð. Þá bankaði saga þrjú stutt o g tvö löng. Þá var opnað fyrir Sögu. Það opnaði einhver bláókunnugur gaur fyrir henni en það sem meira var að gaurinn var drukkinn. Saga fór inn í íbúðina og sá að þar var allt á rúi og stúi. Margir lágu í hrúgum á gólfinu, en hinir voru drukknir. Sögu grunaði að þetta væri eiturlyfjahringur og héldu þeir partý til að selja lyfin. Saga var með símann sinn með sér og hringdi tafarlaust í lögregluna sem kom beint á staðinn. lögreglan gerði húsleit hjá manninum og fann heil tvö kíló af eiturlyfjum. Lögreglan tók marga fasta, m.a. karlinn sem átti íbúðina. Lögreglan þakkaði Sögu fyrir og sagði henni að þetta væri alþjóðlegur glæpaflokkur og lögreglan búin að leita að þeim í fimm ár. Að lokum áður en lögreglumennirnir fóru gaf yfir-lögregluþjónninn Sögu viðurnefnið Saga spæjó.

Jóhanna Teuffer, 7. bekk

________________________________________________________________

Kalli á þakinu

Einu sinni var Kalli á þakinu. Kalli fór til Bróa. Kalli og Brói eru góðir vinir.

Gunnlaugur Jón Briem, 2. bekk

________________________________________________________________

Galdrakarlinn

Einu sinni var galdrakarl. Hann átti kanínu sem gat talað. Hún var besti vinur hans en einn daginn sagði hann við húsbónda sinn, „nú skul.." – en –púff- hún hvarf, en hvert? Þá sá galdrakarlinn hring sem hann stökk inn í. Inni í honum sá hann alls konar verur eins og lásaverur og nei, sko, sólargeislarnir voru litríkir. Það var dásamlegt.

Embla Sól Óttarsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Eldi dreki og Lási vörður

Einu sinni var Eldi dreki að berjast við Lása vörð.
Jón Björnsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Lína langsokkur

Einu sinni var Lína langsokkur og pabbi hennar og það var að koma mjög mikið rok og þau fóru að drífa sig heim á Sjónarhól. Það kom stormur og það var næstum því komið rok og rigning en þau björguðust alveg.

Þórkatla Ída Friðriksdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Þrír hundar

Einu sinni voru þrír hundar, Skoti, Dodi og Koppi. Þeir eru bræður.

Björgvin Steinar Gíslason, 2. bekk

________________________________________________________________

Ævintýri um gíraffa og monsur

Einu sinni var lítill gíraffi sem villtist inn í sveppaþorp. Í þorpinu bjuggu monsur sem höfðu hann sem gæludýr. Einn daginn kom dreki sem spúði eldi á þorpið. Monsurnar flúðu á gíraffanum en sumar monsurnar dóu.

Sóllilja Björt Eiríksdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Ævintýri

Einu sinni var kastali og hann var grimmur og ljótur. Þá var drottningin komin út að gá að drekanum.

Katrín Sara Ólafsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Vond kona og talandi dreki

Einu sinni var vond kona og talandi dreki. Vonda konan var seiðkona. Hún bjó til seið úr froskum, jurtum og göldrum. Úr seiðnum bjó hún til hníf. Vonda konan þóttist vera prinsessa. Talandi drekinn var fangi í kastalanum. Vonda konan vildi drepa góða drekann. Hún gat það ekki.

Dýrleif Edda Eyþórsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Töfrakanína

Einu sinni var töfrakanína að galdra. Töfrakanínan breytti frosk í önd.

Ágúst Carl Guðmundsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Ævintýri

Einu sinni var fullt af drekum sem voru að spúa eldi á kastala. Allir varðmennirnir reyndu að verja kastalann. Það var prinsessa uppi í efsta turninum. Drekarnir reyndu að bjarga prinsessunni. Riddararnir voru vondir.

Kristófer Eggert Hvanndal, 2. bekk

________________________________________________________________

Galdrastrákur

Einu sinni var strákur sem kunni að galdra. Hann heitir Artúr. Hann er mjög góður að galdra.

Bergdís Lilja Hallgrímsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Vampíra

Einu sinni var vampíra, en fólkið er alltaf að ráðast á vampíruna, hún er svo vond. Hún er svo reið og hún býr í draugakastala. Það er ljótur kastali. Inni er úlfur og draugar.

Björn Magnússon, 2. bekk

________________________________________________________________

Álfar og dreki

Einu sinni voru álfar og það var dreki sem bjó í þorpinu og hann ætlaði að borða álfana og hann var alltaf glaður en þegar álfarnir léku á drekann þá var drekinn reiður. Þá var nú sko gott að fara í húsin. Hann var alltaf glaður því hann ætlaði að borða álfana og einn dag kom drekinn í þorpið og hann ætlaði að borða álfana í dag en álfarnir sluppu frá drekanum og álfarnir héldu veislu.

Katrín Sigríður Scheving Thorsteinsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Stelpa og monsur

Einu sinni var stelpa og hún hrapaði með flugvélinni sinni og hún var svo hissa út af því að hún sá monsu. Monsan var líka hissa út af því að hún hafði aldrei séð stelpu áður. Það var fullt af öðrum monsum. Monsurnar buðu henni í mat og það var pasta í matinn. Þetta var töfrapasta út af því að þó að monsurnar borðuðu mikið kom alltaf meira og meira pasta.

Tinna Tynes, 2. bekk

________________________________________________________________

Api

Einu sinni var api að hanga á bananatré. Hann var með langar hendur.
Matthías Hjörtur Mörtuson, 2. bekk

________________________________________________________________

Galdrakarl

Einu sinni var galdrakarl og hann var mjög glaður.

Tristan Theodór F. Thoroddsen, 2. bekk

________________________________________________________________

Ferðin til Mars

Nú er komið að Mars. Nú stíg ég inn í geimfarið og 1, 2 og 3 og nú skýst ég út í geim. Vá, það er svarta myrkur hér úti í geimnum. Þarna er Mars. Vá, hvað Mars er björt. Vá, það er satt það sem hinir geimfararnir, sem hafa komið hingað, hafa sagt. Þarna er smá pinkulítið vatn, en eins og þið vitið þá er Mars fjórða í röðinni í sólkerfinu á eftir jörðinni. Vá, þarna eru geimverur. Best að fela sig. Ó, nei, þær hafa fundið mig og þær setja mig í fangelsi. Ó, nei, ég verð að vera kominn heim á morgun. Já, þarna er lykillinn, ég verð að ná honum. Klikk. Já, nú fer ég. Já, ég náði að komast í geimfarið. Nú fer ég heim.

Hákon Atli Hilmarsson, 3. bekk

________________________________________________________________

1305 clip image002 0000

Hreiður í grilli

Þetta er grillið okkar. Þegar við ætluðum að grilla var komið hreiður. Núna eru komnir tveir ungar.

Konráð Birnir Gunnarsson, 1. bekk

________________________________________________________________

Nýja plánetan

Einu sinni var geimfar. Það var að fara út í geiminn og þar var fullt af svífandi steinum þannig að þau lentu í steinaþoku og allt í einu hrapaði geimfarið. Sem betur fer náði stýristjórinn að stoppa það og allt í einu sáu þeir nýja plánetu sem hét Píróníus. Þeir fóru að athuga málið og hún var sérstök. Þeir reyndu að gera bænir. Þeir sögðu: Elsku guð viltu einhvern tíma setja þessa nýju plánetu í sólkerfið okkar?

Ólöf Erla Sigurðardóttir, 3. bekk

________________________________________________________________

Bjöllulilja

Sjáið blómið sporbaugótt
sem og þeirra vilja,
blöðin eru breið um nótt
bjöllu er það lilja.

Gyða Dröfn Víðisdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________

Lóan

Lóan er komin að borða öll berin,
berin sem vaxa á runnunum hér.
Nú ætlar snjórinn að hunskast í burtu
burtu til allra á heimskautunum.

Atli Snær Valgeirsson, 6. bekk.

________________________________________________________________

1305 clip image002

8 og 3
Þrír sagði við átta, „við erum nokkuð líkir, það vantar bara helminginn."

Thelma Huld Víðisdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

1305 clip image002 0001

Breik

Í gær var ég að dansa breik og það var skemmti¬¬legt.

Leo Haukur Eriksson, 1. bekk

________________________________________________________________

Blindur maður

Einu sinni var maður og hann var blindur. Hann klessti á allt og svo fann hann húfu og prófaði að setja hana á sig. Hann fékk rafmagn í hárið. Þannig var sagan.

Friðrik Örn Ingason, 1. bekk

________________________________________________________________

Jack og Eldar

Einu sinni var geimfari. Hann hét Jack og besti vinur hans hét Eldar. Eldar var vísindamaður. Þeir fóru upp í geimflaug og geimflaugin tókst á loft. Svo kom fullt af loftsteinum en Eldar sprengdi loftsteinana. Þeir héldu áfram þangað til þeir voru komnir í annað sólkerfi. Þeir flugu smá þangað til eitthvað togaði í geimflaugina. Þá kíkti Eldar út um gluggann og þá sá Eldar risastórt segulstál sem sogaði eldflaugina inn í risa stöð, en Jack átti rafsegulsprengju og henti í segulstálið og þá slokknaði á segulstálinu og þeir flugu heim. Á leiðinni heim fundu þeir dauða geimveru og þeir komust heim. Þeir seldu fornminjasafninu geimveruna og þeir urðu ríkir.

Jóhann Ingi Gíslason, 3. bekk

________________________________________________________________

Í fótbolta

Ég fór einu sinni til Barcelona. þar hitti ég Ronaldo. Við spiluðum fótbolta og ég vann og fékk medalíu.

Ísak Þór Gunnarsson, 1. bekk

________________________________________________________________

1305 clip image002 0002

Ævintýrabær

Þetta er ævintýrabær. Hann er hættulegur og það eru mörg hættuleg dýr. Hann er líka skemmtilegur.

Alma Eggertsdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Árstíðirnar

Fyrst kemur vorið með fuglasöng.
Trén vaxa há og löng,
ég sé blóm á endanum eru göng.

Næst kemur sumarið fagurt og hlýtt.
Krakkarnir koma, leika sér blítt,
og börnin segja hey, hvað er títt?

Síðan kemur haustið, kalt og blautt,
hverfið breytist, allt er rautt.
Það er mikil rigning, engið er autt.

Síðast kemur veturinn, kaldasta árstíðin okkar,
snjókalla hægt að búa til, snjórinn okkar rokkar.
Komum öll og fáum kakó
og skiptum síðan um sokka.

Antonía Mist Gísladóttir og Elín Katla Henrysdóttir, 4. bekk

________________________________________________________________

Geimfarinn sem langaði til Satúrnusar

Einu sinni var geimfari sem langaði til Satúrnusar að syngja fyrir geimverurnar. Þær fóru að dansa og fóru í sund í eldgosi og fengu sér drykk með apafótum, froskalöppum og krókódílum. Nú skulum við snúa okkur að sögunni. Geimfarinn var á leiðinni til jarðarinnar. Hann var alveg að koma heim en þá kom loftsteinaregn en hann var svo góður að stýra og hann komst á jörðina.

Eldar Ágúst Kvam, 3. bekk

________________________________________________________________

Lestin góða

Einu sinni var lest sem var besta lest í heimi og allir vildu koma í hana.

Daniela Hjördís Magnúsdóttir, 1. bekk

________________________________________________________________

Einstök stelpa

Einu sinni var stelpa en ekki bara venjuleg stelpa því að hún kunni að breyta sér í hvað sem er. Hún átti heima í skógi og skrýtnasta tréð var með alls kyns mynstri. Þetta var klifurtré og hún átti heima í eggi sem hún hafði komið úr sjálf og hún hafði sett mold og strá yfir holuna sem hafði komið. Við eggið stóð steinn og eina skrautið var tré. Álfheiður Andradóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Kóngulóin og talandi froskur

Einu sinni fór ég að skoða blómaálfa og talandi frosk. Ég fór með mömmu, ömmu, pabba, Helenu og Kristínu. Kóngurinn beið heima. Ég sá talandi froskinn segja, „ég er að fara heim".
Aron Freyr Elmers, 2. bekk

________________________________________________________________

Álfagull

Einu sinni voru álfar sem áttu gull. Þá kom dreki sem vildi eiga gullið. Hann spúði eldi svo álfarnir komust ekki að gullinu. Álfarnir áttu eina hetju. Hún náði gullinu af drekanum.

Bryndís Rósa Árnadóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Af hverju?

Af hverju allt þetta stress?
Getur enginn hérna verið hress?
Af hverju fara allir í stríð?
Getur tilveran ekki verið blíð?
Af hverju snýst allt um aura?
Getur ekkert til dæmis snúist um maura?
En nú er heilinn minn alveg að springa!
Í lækninn ég ætla að hringja...
Iðunn Gígja Kristjánsdóttir, 7. bekk

________________________________________________________________

Drekasaga

Einu sinni var dreki sem var mjög stór. Hann var með börn í maganum. Hann hlakkaði til að fá börnin. Drekinn átti mikið gull. Hann lá alla daga á því. Hann ætlaði að leyfa drekabörnunum að synda í gullinu.
Kristín Malmquist, 2. bekk

________________________________________________________________

Gull og gimsteinar

Einu sinni voru námumenn. Þeir náðu í helling af gulli og öðrum verðmætum. Þeir reyndu að ná stórum hlutum af þessum verðmætum. Þeir voru að búa til skartgripi úr þessu eins og hálsfestar og hringa og armbönd. Þeir ætluðu að selja skartgripina og fá pening og kaupa sterkari haka til að ná meiri verðmætum.

Hilmar Hrafn Gunnarsson, 2. bekk
________________________________________________________________

Töfrablómið

Lýstu litla blóm,
lýstu fyrir mig.
Græddu öll sár,
ver mér hjá.

Jóhanna Teuffer, 7. bekk

________________________________________________________________

Svarti Skuggi

Einu sinni var beinagrind sem hét Svarti-Skuggi. Hann var að æfa sig að skjóta örvum. Örvarnar voru lifandi. Hann skaut óvart einni ör upp í loftið. Hún klessti á þyrlu sem beinagrind átti og hún klessti á bíl sem var með eld í baki og hún brenndi sig. Hún var með staf og það duttu steinar úr henni á mótorhjól sem ein beinagrind átti.
Stefán Gunnar Maack, 2. bekk

________________________________________________________________

Ljóð

Ljóð eru góð.
Af ljóði ertu fróð.
Um allt er hægt að semja,
það má samt ekki lemja.
Ljóð eru stór og smá.
Sum eru um tá.
Ljóð eru mjó og breið,
um það sver ég eið.
Hulda Kristín Hauksdóttir, 6. bekk

________________________________________________________________

Mús og köttur

Einu sinni var mús, svo kom köttur og þá fór skýið að gráta. „Ó, ó, æ, nei, elsku músin. Kötturinn mun éta músina." En músin flýr. „Húrra," sagði skýið, „þú átt að flýja áður en kötturinn nær í þær. Flýttu þér áður en hann kemur."
Eva Sigríður Pétursdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Á hlaupum

Einu sinni var góður hlaupari og hann gat hlaupið upp veggi.Hann villtist einn daginn þegar hann hljóp upp háa húsið.
Hann hljóp svo langt að hann rataði ekki til baka.
Gunnar Dagur Einarsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Týnda lambið

Einu sinni var strákur sem bjó úti í sveit. Strákurinn hét Páll og var kallaður Palli. Eitt sinn sagði pabbi Palla að hann ætti að passa kindurnar úti á túni, þá fengi hann að eiga hest sem afi hans átti. Því næst fór Palli út á tún og passaði
kindurnar. Þá sofnaði hann, en þegar hann vaknaði leit hann á úrið sitt og sá að hann var búinn að sofa í tvo klukkutíma. Hann taldi kindurnar og sá að það vantaði eina, því pabbi hans hafði sagt að kindurnar ættu að vera 100 en þær voru bara 99. Þá fór hann og sótti frænda sinn og sagði að hann þyrfti að passa kindurnar fyrir sig. Því næst fór Palli að leita að síðasta lambinu. Eftir þriggja klukkustunda leit sá Palli lambið bak við klett. En þau voru ekki ein á ferð; það var úlfur fyrir aftan þau. Hann hljóp á eftir þeim og svo komu þau að stórri syllu, en það var tré sem var búið að fella niður og þau fóru á tréð, en þegar þau voru komin hálfa leið, stoppaði lambið og skalf. En þá kom Palli og ýtti lambinu yfir og þau hlupu heim. Úlfurinn var svo hræddur að hann fór. Þegar Palli kom heim þurfti hann að segja pabba sínum alla sólarsöguna og að sjálfsögðu fékk hann hestinn sem pabbi hans var búinn að lofa honum. Næstu dagana var hann kallaður Hetjan mikla.
Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
Guðný Kristín Erlingsdóttir, 7. bekk

________________________________________________________________

Egg og ungar

Einu sinni var fugl að fljúga. Hann flaug heim í húsið. Þar verpti hann eggjum. Úr eggjunum komu ungar. Þeir léku sér saman í eltingaleik.
Aubrey Maé Asug Rosento, 2. bekk
________________________________________________________________

Ævintýri

Einu sinni var hippogriffin og hann átti vin sem var svín með vængi og beittar tennur. Þeir voru að leika sér saman og þá fundu þeir töfralampa á skýi og svínið tók það með beittu tönnunum sínum og þá komu drekar sem vildu fá hann. Svo
var drekaegg sem var ekki búið að klekjast út, það voru bara vængir.
Karl Orri Brekason, 2. bekk

________________________________________________________________

Stórhættan

Það gerðist einn daginn þegar það kom dreki inn í stórþorpið að það myndaðist eldfjall þegar drekinn spúði eldi yfir þorpið. Þegar fólkið var að flýja þorpið sem var á eyju, gerðist það að það kviknað í tveimur bátum og 300.000 manns dóu. 700.000 manns lifðu af og komust frá eyjunni með bátum og flugvélum. Vegna hávaða sem hörmungunum fylgdu vaknaði risinn sem bjó í fjallinu og hann öskraði svo hátt að drekinn flúði og sást aldrei framar. Nokkru síðar komu bæjarbúarnir aftur í þorpið og byrjuðu að byggja húsin sín upp á nýtt. Á hverju ári var haldin hátíð til að minnast stórhættunnar og buðu íbúar stórþorps íbúum minni þorpanna í kring á minningarhátíðina.
Róbert Winther Ísaksson, 2. bekk
________________________________________________________________

6. bekkur

Í 6. bekk við erum,
allt við gerum,
lesum, lærum og skrifum,
fyrir það við lifum.

Í 6. bekk er gaman,
í frímínútum allir leika saman
með ópum og látum,
krakkar með kennurum kátum.

Í 6. bekk við erum þrjátíu-og-tvö,
í smíði við smíðum með sög.
Magdalena Schram, 6. bekk

________________________________________________________________

Drekasaga

Einu sinni var dreki sem var alltaf einn. Hann var mjög einmana. Allt í einu hittir hann annan dreka. Svo verða þeir góðir vinir, leika alltaf saman.
Kristófer Óli Arnarsson, 2. bekk

________________________________________________________________

Saga af galdrakarli

Einu sinni var galdrakarl. Einn daginn kom dreki. Daginn áður braut drekinn tunglið. Þá sagði galdrakarlinn, „ó, nei, tunglið brotnaði". Drekinn spúði eldi á höllina. Þetta var merkileg höll. Þangað komu margir ferðamenn að skoða hana. Inni í henni var fullt af gulli og silfri. Og svoleiðis er það ennþá.
Ísak Einir Magnússon, 2. bekk

________________________________________________________________

Frumskógurinn

Frumskógurinn, svo grænn af trjám. Þar eiga dýrin heima. Ljónið, fuglinn og fiskurinn, þar eiga þau öll heima. Kamelljónið felur sig frá hættum og fuglinn flýgur hátt. Zebrar hlaupa og tígrisdýr öskra og maurarnir vinna. Gíraffar éta, flóðhestar synda og apar klifra. Þar hefurðu frumskóginn.
Örn Magnús Pálsson, 6. bekk

________________________________________________________________

Fugl, norn, froskur og prinsessa

Einu sinni var fugl sem datt úr hreiðrinu sínu. Hann fór í kastalann. Í kastalanum var norn. Nornin setti fuglinn í búr. Nornin galdraði fuglinn í frosk. Nornin setti sprotann undir rúmið sitt. Um nóttina kom prinsessan og fann sprotann og frelsaði fuglinn. Fuglinn flaug aftur í hreiðrið sitt.
Snæfríður Hekla Sv. Hallsdóttir, 2. bekk

________________________________________________________________

Farinn

Fallið var hátt.
Flestir sáu,
hann lenti hart á grjótharðri jörð.
Hvít kista,
legsteinn úr tinnu.
Tárin féllu,
kveikt á kertum,
sest í sófann,
erfidrykkjan verður heima.
Allir farnir.
Amma verður eftir,
blessaður kallinn dáinn og grafinn.
Egill Elfar Stolzenwald, 6. bekk

________________________________________________________________

Bleiki kötturinn

Ég átti eitt sinn kött
hann var alveg út í hött.
Hann var með bleikan feld
og hann fór á böll um kveld.
Þegar hann var ungur
var hann mjög þungur.
Hann fylgdi mér um úfin fjöll
og nú er sagan öll.
Guðfinna Margrét Örnólfsdóttir, 7. bekk

________________________________________________________________

Jólasaga

Einu sinni var mörgæsafjölskylda og þau voru að halda jólaveislu, en hin fjölskyldan komst ekki í veisluna út af því að það var svo mikill snjór og það var einhver stelpa sem bjargaði þeim og þau náðu að komast í jólaveisluna og það var gaman hjá þeim og pabbarnir voru saman.
(Sunneva Guðnadóttir, 3. bekk)
________________________________________________________________

Jólin

Jólin koma brátt,
með frið og sátt.
Skreytum jólatré,
drekkum mjólk úr fé.

Jólin eru best,
Siggi fær hest.
Allir fá pakka,
kallar, konur og krakkar.
(Embla Þöll Einarsdóttir, 7. bekk)
________________________________________________________________

Jólasaga

Einu sinni voru hjón og þau eignuðust barn og barnið átti að heita Jesús og konan og karlinn hétu María mey og Jósep og Jósep var stjúppabbi Jesú en Guð var pabbi Jesú og Jesús fæddist í Betlehem. 
(Tinna Brá Gunnarsdóttir, 2. bekk)
________________________________________________________________

Stekkjastaur situr fyrir svörum

Að kvöldi 11. desember var lagt próf fyrir Stekkjastaur og svörin voru komin í skóinn morguninn eftir:
1. Hvenær áttu afmæli?
- Á hverju ári.
2. Hvað heita amma þín og afi?
- Grýla-la og Leppa-Leppalúði.
3. Áttu systur?
- Nei.
4. Borðar Grýla enn börn?
- Já, en sjaldan sem betur fer!
5. Hvenær búið þið til gjafirnar?
- Allt árið.
6. Er Leppalúði rosa latur?
- Já.
7. Kemur Grýla með ykkur til byggða stundum?
- Já.
(Elín Katla Henrysdóttir, 4. bekk)
________________________________________________________________

Í Kringluna

Einn dag sagði mamma, „Óli, viltu koma með mér í Kringluna að sjá jólasveininn?“ „Já,“ sagði Óli, „og við skulum líka skoða jólatréð.“
(Kristófer Óli Arnarsson, 2. bekk)
________________________________________________________________

Stekkjastaur

Stekkjastaur kom fyrstur
stinnur eins og tré.
Kom um kvöldið
þann ellefta des.
Bræður hans tólf
koma á eftir honum,
koma alla hina dagana
fram að jólum.
Er hann elstur,
eða hvað?
(Antonía Mist Gísladóttir, 4. bekk)
________________________________________________________________

Saga af jólasveini
Einu sinni var jólasveinn sem var að gefa krökkum gjafir. Svo fór hann á sleðann og fór heim til mömmu sinnar og sagði henni frá óþekkum krökkum sem fengu bara kartöflur. Hann hitti líka góða krakka sem fengu bók og blýant.
(Björgvin Steinar Gíslason, 2. bekk)
________________________________________________________________

Jól með glæsibrag
Jólin eru best.
Óli syngur lag.
Lára leikur prest.
Alveg með glæsibrag.
Lára fær kjól,
Jóli setur í skó.
Óli fær lítið hjól.
Davíð litli hló.
Allir eru saman.
Bollur bakar amma.
Óla finnst gaman.
Kerti kveikir mamma.
(Ásta Indía Valdimarsdóttir, 7. bekk)
________________________________________________________________

Dönsk jólaljóð úr 8. bekk
8. bekkingar bjuggu til jólatré með jólakúlum og á jólakúlurnar voru skrifuð frumsamin jólaljóð á dönsku. En sjón er sögu ríkari – þetta hangir uppi á vegg í stigaganginum við skólastofur í B-álmu. Hér er sýnishorn:

J U L E S A N G
Julen er bedst.
Ugen går hurtigt.
Længe er det gæster.
Englerne er yndig.
Småkager er gode.
Alle sammen synger sang.
Nisse og julemad kommer i aften.
Gaver er under juletræet.
(Auður)

J U L E S N E
Julen kommer snart.
Under juletræet er mange pakker.
Lyt til den skønne julesang.
Endelig skal alle synge med.
Så kommer sne.
Nu er alle spændt og glad.
Elsker Jul!
(Aaron, Geri og Einar)

J U L E D I G T
Juleengel synger salm.
Ude i sneen og bygger snemand.
Lysene skinner klart og fint.
Englen spiser julesvin.
Dyr og børnene er muntre.
Ingen er sulten.
Gule, røde og grønne pakker.
Tænderne får huller.
(Hekla og Gunnhildur)
________________________________________________________________

Jólaljóð
Margir ennþá eru að pakka
aðrir jólakalkúninn fá að smakka,
en flestir eru með litla skratta
sem sitthvað eru að smjatta.
(Jóhannes Hrefnuson Pálsson, 5. bekk)
________________________________________________________________

Snjórinn
Snjórinn kemur og fer
hann er mjúkur eins og vera ber.
Hann klæðir jörðina í hvítan kjól
enda eru að koma jól.
Ég bý til snjókalla
þegar snjórinn fer að falla.
(Vala Magnúsdóttir, 7. bekk)
________________________________________________________________

Jólasaga
Orri ormur og hans fjölskylda eru að halda jól. Litli er að reyna að taka stjörnu. Gunnlaugur (Jón Briem, 2. bekk)
________________________________________________________________

Jólaljóð
Jólasveinn er með
poka á bakinu,
læðist að skónum
og þegar börnin vakna
og fá flottar gjafir,
flest börnin fengu mandarínu
og allt sem er gott.
(Kolbeinn Þorsteinsson, 5. bekk)
________________________________________________________________

Ljóð um ljóð, um jólalag
Ljóð um ljóð
er ljóð um hljóð.
Ljóð og hljóð eru lítið lag,
er ég syng jólabrag.

Á jólunum er gleði og gaman,
þar allir syngja saman.
Jólaljóð og jólalala,
og alltaf do re mí fa.
(Ásta Indía Valdimarsdóttir, 7. bekk)
________________________________________________________________

Jólasaga 2012
Einu sinni var maður sem átti konu og barn sem var unglingur; hann hét Krummi. Hann var mjög skotinn í Söru í bekknum. Það var 22. desember 2012. Sara var líka besta vinkona hans en hún var ekkert skotin í Krumma. Í dag var Krummi og bekkurinn hans að læra landafræði í skólanum. „Loksins er skólinn búinn,“ sagði Krummi. „Klukkan er orðin tíu,“ sagði mamma Krumma, „og það er skóli á morgun.“ „Nei,“ hrópaði Krummi, „það er laugardagur á morgun, ekki skóli, svo hvort eð er myndi ég ekki fara í skólann. Það eru jólin á morgun.“ „Jólin eru ekki á morgun heldur hinn.“ Það er komin Þorláksmessa. „Krummi, vaknaðu við erum að fara að borða skötuna, þú veist það.“ „En mamma, af hverju kemur jólasveinninn ekki og gefur mér í skóinn?“ „Elskan mín, þú ert sextán ára og ert of gamall fyrir það.“ „Jæja, af hverju erum við í Kringlunni? Af því við borðum skötuna hér.“ „Oj! Mamma, þetta er ógeðslegt!“ „Hvaða vitleysa, þetta er ljúffengt.“ „Nei, vont!“ „Bull og vitleysa, ekki vera með svona gelgjukast.“ „Jú!“ „Ókei, förum þá heim, Krummi.“ „Jæja, jólin eru komin. Jibbí jei! Jólin eru komin til mín,“ sagði Krummi. „Klukkan er orðin sex, förum nú að borða jólamatinn.“ „Hvað í ósköpunum er Sara að gera hér?“ „Hún vildi borða með okkur.“ „Ókei.“ „Ég er búinn með matinn.“ „Jæja, opnaðu þá gjafirnar þínar.“ „Takk!“
(Ingibjörg Ylfa Gunnarsdóttir, 5. bekk)
________________________________________________________________

Jólaljóð
Jólin eru að koma
en samt langt enn.
Ég vona bara að þau
komi senn.
Á jólunum er mjög gaman
en það er samt skemmtilegra
ef allir eru saman.
Það er líka spennandi að
opna pakka með gleði
og hamingju í sínu hjarta.
(Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, 5. bekk)
________________________________________________________________

Saga af hreindýri
Einu sinni var hreindýr. Það kunni ekki að fljúga. Eitt hreindýrið var alltaf að monta sig að það gæti flogið. Einn daginn gat hreindýrið flogið. Ernirnir tveir tóku hreindýrið og þeir fóru með það í vondu höllina. Þar átti vonda drottningin heima en pabbi hreindýrsins kom með flokk af hreindýrum og þau náðu hreindýrinu. Þau urðu glöð að fá hreindýrið.
(Katrín Sigríður Scheving Thorsteinsson, 2. bekk)
________________________________________________________________

Jólasveinafjölskyldan
Gluggagægir er forvitinn. Gáttaþefur á stórt nef. Stúfur er lítill. Grýla er fýla. Þvörusleikir er með stóra tungu.
(Ágúst Carl Guðmundsson, 2. bekk)
________________________________________________________________

Spennandi jól
Þetta er hátíð fyrir alla,
bæði konur og karla.
Snjórinn fellur,
sumir fá dellur.
Allir eru góðir,
krakkarnir rjóðir.
Ljúffengur matur,
enginn latur.
Þrettán sveinar upp á hól,
því núna koma spennandi jól.
(Iðunn Gígja Kristjánsdóttir, 7. bekk)
________________________________________________________________

Á jólaballi
Einu sinni var stelpa. Hún var á jólaballi að dansa í kringum jólatré.
(Embla Sól Óttarsdóttir, 2. bekk)
________________________________________________________________

Jólasaga
Hæ! Ég heiti Lovísa Klarabel og ég er algjört jólabarn. Ég er búin að skreyta allt, já, bókstaflega allt húsið; frammi á gangi, í gluggunum í herberginu mínu og bókstaflega alls staðar. Það eru nú líka bara 14 dagar til jóla, þannig að ég held að það sé allt í lagi að skreyta húsið. Ég bjó líka til piparkökur. Ég held að jólin mættu koma, en það vantaði bara eitt og það var jólatréð! Ég hljóp til pabba og sagði hátt, „pabbi! Við þurfum að fara núna að kaupa jólatréð.“ Pabbi vaknaði strax úr blundinum sínum og stökk á fætur. „Hvað, hvað er að,“ spurði pabbi mjög sybbinn í rómi og geispaði hátt. „Við þurfum að kaupa jólatré, pabbi! Varstu ekki að hlusta á mig?“ sagði ég og stundi. „Jólatré, segirðu,“ endurtók pabbi, leit á mig og geispaði aftur. „En það eru fjórtán dagar til jóla,“ sagði hann þreytulega. „Já, og hvað með það?“ sagði ég og var orðin dálítið óþolinmóð. „Já, og ef við kaupum jólatréð núna, þá er það orðið ónýtt á aðfangadagskvöld,“ sagði pabbi og lagðist í sófann. „Hvað á ég þá að gera ef það er ekkert jólatré til að skreyta?“ sagði ég og var orðin fúl á svip. „Spurðu mömmu þína. Ég er allt of þreyttur til að hugsa um það,“ sagði pabbi og lokaði augunum og eftir smástund heyrði ég að hann var byrjaður að hrjóta. Ég sneri mér við og gekk til mömmu sem var alla vega ekki sofnuð. Ég spurði mömmu hvað ég gæti gert fyrir utan að skreyta jólatréð. „Nú, þú getur skrifað jólakort til kunningja og vina,“ sagði mamma og gramsaði í súpudótinu. Ég byrjaði að skrifa og skrifa og skrifa. Allir fjórtán dagarnir liðu og ennþá var ekkert tré í stofunni. Þegar við vorum búin að borða sá ég risastóran pakka í stofunni og pakkinn var svo stór að hann snerti næstum loftið. Það stóð á pakkanum að hann væri til mín! Ég opnaði pakkann og ég trúði ekki mínum eigin augum, þetta var.. jólatré! Undir því voru pakkar til mín og til mömmu og pabba. Ég knúsaði mömmu og pabba og þau óskuðu mér gleðilegra jóla.
(Verónika Sigurðardóttir Teuffer, 5. bekk)
________________________________________________________________

Jólasveinninn
Einu sinni var jólasveinn sem var með stóran poka fullan af dóti. Jólasveinninn gaf krökkunum dót og jólapakka. Jólasveinninn þurfti að drífa sig svo mikið að hann missti húfuna. Aubrey tók húfuna og sagði, „hann missti húfuna sína“. Aubrey leitaði að jólasveininum. Loks fann hún hann og jólasveinninn var svo glaður að hann gaf Aubrey fleiri pakka.
(Aubrey Maé Asug Rosento, 2. bekk)
________________________________________________________________

Bleiki kötturinn
Ég átti eitt sinn kött
hann var alveg út í hött.
Hann var með bleikan feld
og hann fór á böll um kveld.
Þegar hann var ungur
var hann mjög þungur.
Hann fylgdi mér um úfin fjöll
og nú er sagan öll.
(Guðfinna Margrét Örnólfsdóttir, 7. bekk)
________________________________________________________________

Blómaland og álfar
Í blómalandinu eru álfar að hoppa og leika sér. Í blómalandinu eru mörg blóm og blómatré. Í blómalandinu eru til blóm sem éta álfa.
(Ísak Ernir Kjartansson, 2. bekk)
________________________________________________________________

Sumarsögur úr 3. bekk
Fiskar lifa í vatni. Ef maður veiðir þá getur maður borðað þá. Ég veiddi þorsk.
(Jakob Traustason)
- - - - - -
Ég fór á Þingeyri. Þar fór ég í fjöru og fann risastóran kuðung. Þar sáum við víkingaskip. Svo fór ég heim á tjaldstæði.
(Karin Guttesen)
- - - - - -
Í sumar fór ég á safn þar sem Leifur fæddist, ég fór í hús Leifs og svo fór ég í annað hús, þar fékk ég herklæði.
(Hilmar Starri Hilmarsson)
- - - - - -
Ég fór bakvið Seljalandsfoss. Ég fann hvað það var þægilegt að fá þetta hreina vatn í andlitið, þið ættuð að finna hvað það var gott. Þetta var svo gaman.
(Hanna Margrét Pétursdóttir)
- - - - - -
Ég sá sel og svo fór ég í göngutúr. Og svo spilaði ég á spil og gerði svo varðeld.
(Gabríel Máni Jónasson)
- - - - - -
Ég fór á Hjalteyri í sumar að veiða með pabba og Vaski, hundi. Ég veiddi ekki en ég varð var við fisk og fór að henda steinum með Vaski. Ég fór líka á Snæfellsnes á tjaldstæðið Langaholt. (Ingvar Steinn Ingólfsson)
________________________________________________________________

Dauða blómið
Blóm í haga og hrein ský en ekki í dag. Blómið er dautt, það er okkur að kenna því við mengum meira og meira. Blómið er planta og kemst ekki upp en það er bara búið og við erum leið. Fyrirgefðu blóm að þú sért dáið en núna grætur grasið og skýin líka, alltaf rigning allar nætur.
Úrsúla Örk Hafsteinsdóttir, 5. bekk
________________________________________

Ævintýri
Einu sinni var karl sem var bæði maður og hestur. Hann hét Marteinn. Hann bjó í Silfur-landi í Afríku. Hann gat hlaupið eins og hestur. Hann átti mikið silfur og líka gull. Hann var hamingjusamur. Hann var 9 ára og átti mömmu og pabba. Hann átti lítinn unga og kassa sem unginn svaf í. Marteinn var sterkur og drakk mikið vatn og borðaði mikið.
(Baldur Fannar Ingason, 2. bekk)
________________________________________________________________

Ævintýri
Einu sinni var álfur og býfluga sem áttu heima í draugahúsi. Það var sólskin úti. Fyrir utan húsið voru gullegg. Þetta voru töfraegg. Þau flugu ef einhver snerti þau. Það var risi sem vildi ná eggjunum. Álfurinn og býflugan vernduðu eggin. Þau voru bestu vinir.
(Tinna Brá Gunnarsdóttir, 2. bekk)
________________________________________________________________

Árstíð
Nú er að koma vetur
en sólin skín enn.
Mér líkar það betur,
sól og vindur í senn.
Nú haustar
og laufin byrja að detta,
líka aðeins austar,
hugsið út í þetta.
(Bryndís Gunnarsdóttir, 5. bekk)
________________________________________________________________

Ævintýri
Einu sinni var prinsessa og dreki sem hún átti. Hún var að æfa drekann í að vera góður dreki en ekki vondur dreki.
(Nelly Magrey Catano, 2. bekk)
________________________________________________________________

Hrekkjavaka
Hrekkjavaka kemur og fer,
krakkarnir koma og banka.
Þú veist ekki hver það er,
sælgæti þau að sér sanka.

Bak við grímuna eru þau önnur,
gleðin er þar við völd.
Hver það er, erfitt er að færa á sönnur,
þau ganga um götur fram á kvöld.
(Vala Magnúsdóttir, 7. bekk)
________________________________________________________________

Sumarsögur úr 3. bekk
Ég fór í sumarfrí og tjaldaði við fjall og ég gekk upp á það. Ég fann fullt af drasli. Ég tók sumt með mér og henti því heima hjá mér.
(Sigurður Orri Egilsson)
- - - - - -
Ég fór í heitan pott og hann var of heitur en það var samt skemmtilegt og þegar ég var búin þá þurfti ég að fara í sturtu og það var líka of heitt og ég var á Patró.
(Salka Sól Traustadóttir)
- - - - - -
Ég fór á Hornafjörð. Í leiðinni skoðaði ég fossa. Ég skoðaði Svartafoss og Hundafoss. Svo sá ég dalalæðu. Svo átti mamma afmæli og við fórum að skoða Þingvelli og Gullfoss og Geisi. Svo fór ég að tjalda og ég fór með Hrefnu og þau veiddu en ekki ég.
(Natalía Sif Stefánsdóttir)
- - - - - -
Ég fór í sumarbústað. Það var gaman og rosastuð. Við fórum líka á Þjóðminjasafnið.
(Finnur Darri Gíslason)
- - - - - -
Í sumarfríinu fórum við út á land og sáum Geysi, Gullfoss, Brimketil, Kerið og Hjálparfoss. Síðast fór ég upp í sumarbústað í fjóra daga og þrjár nætur.
(Gunnar Karl Thoroddsen)
- - - - - -
Ég fór í Sandey að tína krækiber og labbaði á Hengilinn og fann alveg kringlóttan stein og fór á skátamótið og sá Peningagjá.
(Sveinn Valfells)
- - - - - -
Ég fór til Grímseyjar og það var gaman í Grímsey og við fórum á spíttbát og við fórum á veitingahús og síðan fórum við til Akureyrar og við fengum okkur mat hjá ömmu og afa og við fórum síðan í jólalandið og við fórum heim.
(Sunneva Guðnadóttir)
________________________________________________________________

Strákurinn í fjallinu
Einu sinni var strákur sem átti heima í fjalli. Hann hét Hákon. Hann átti enga vini og var alltaf mjög leiður í fjallinu. Dag einn kynntist hann einum vini sem hét Patrekur. Þá léku þeir sér saman næsta dag. Þá varð Hákon mjög glaður.
(Friðrik Már Guðmundsson, 2. bekk)
________________________________________________________________

Á flugi
Það var maður sem kann að fljúga. Hann flaug á milli hurða. Hann var rosa duglegur að fljúga.
(Jónas Orri Egilsson, 2. bekk)
________________________________________________________________

Fjallið góða
Fjallið góða Austurvelli á
það er sko sjón að sjá.
Margir þangað fara
til þess eins að stara.
Að sjá þetta fjall
það er sko ekkert brall.
Á sumrin er það grænt
á veturna er það hvítt.
Fallegt það er
og blómin það ber.
Sólin skín það á
og það glansar þá.
(Andrea Líf Árnadóttir, 4. bekk)
________________________________________________________________

Kóngulóin og talandi froskur
Einu sinni fór ég að skoða blómálfa og talandi frosk. Ég fór með mömmu, ömmu, pabba, Helenu og Kristínu. Kóngurinn beið heima. Ég sá að talandi froskurinn sagði: „Ég er að fara heim.“
(Aron Freyr Elmers, 2. bekk)
________________________________________________________________

Mauróra
Einu sinni fyrir langa löngu var mauraæta (Myrmecophaga tridactyla) sem hét Mauróra. Því miður var Mauróra alltaf leið því hún var eina mauraætan á allri plánetunni sem borðaði ekki maura. Eitt sinn var Mauróra að borða háls-bjöllunammið sitt (svona fílakúk) á meðan hún horfði á Staðnar kleinur með Gubba Gumm í sjónvarpinu þegar dyrabjöllunni var hringt. „Ding-dong“, heyrðist í bjöllunni. Mauróra stóð upp og opnaði dyrnar. „Góðan daginn,“ sagði slánalegur sölumaður frá ALHEIMSMAUR, „má bjóða þér að kaupa maura með karamellubragði og hnetum aðeins á hundraðsextíu og átta komma níutíu og níu krónur kílóið.“ „Ehh.. nei, takk,“ sagði Mauróra og ætlaði að loka dyrunum. „Borðar þú ekki maura?“ spurði sölumaðurinn og varð ekkert smá hissa. „Eh.. nei, en ég væri alveg til í að smakka smá,“ sagði Mauróra lágt, „ég ætla að kaupa sex kíló.“ „Allt í lagi,“ sagði sölumaðurinn og rétti henni sex poka, „það gera þá..eh..hm..plús..jah..neih..getur..ekki..passað.“ Það leið nokkur stund, „ókey, það gera þá eittþúsund og þrettán komma níutíu og fjórir nákvæmlega“. Mauróra borgaði,lokaði dyrunum og fór inn. Mauróra smakkaði aðeins einn maur þegar hún fattaði hvað þetta var gott. Hún kláraði öll sex kílóin á tveimur mínútum og hljóp svo út í búð að kaupa meira. Og eftir þetta varð Mauróra hamingjusamasta og feitasta mauraæta í heimi.
(Ragnheiður Íris Ólafsdóttir, 7. bekk)
________________________________________________________________

EFTIRFARANDI SÖGUR OG LJÓÐ ERU FRÁ VETRINUM 2011 - 2012:

Stelpurnar
Birgitta handahlaup tekur
og Mía drekkur kók og étur,
Hulda hleypur út
á meðan Ísabella leikur á stút!
Hera skrifar ljóð
en Embla Ýr segir móð – „öh – ró“,
en eins og alltaf segir Magdalena „jó“.
En Snjólaug vill vera betri og segir „jó, jó“.
(Urður Heimisdóttir, 5. bekk)
________________________________________________________________

Saga af stelpu
Einu sinni var lítil stelpa sem er að byrja í leikskóla. Hún er eins árs. Mamma og pabbi hennar eru 35 ára. Hún á stóra systur sem heitir Selma. Selma er 8 ára, hún á heima í Skaftahlíð 13. Hún elskar að labba í húsdýragarðinn og grasagarðinn. Henni finnst rosalega gaman að fara á hestbak í húsdýragarðinum.
(Jonathan Haile Kebede, 1. bekk)
________________________________________________________________

Nammi fjölskyldan
Pabbi poppar popp,
borðar síðan tromp,
heilsugos og topp,
hoppar ofan í kopp.
Pabbi verður leiður,
kíkir ofan í hreiður,
fuglinn verður reiður.
(Einar, Hákon, Breki, Baldvin og Grímur í 3. bekk)
________________________________________________________________

Sjóræningjar
Þegar ég var úti að ganga einu sinni sá ég risastórt sjóræningjaskip. Það var á sjónum og var ótrúlega hræðilegt. Þar voru sjó¬ræningjar með sjóræningjahatta og kafteinninn ætlaði að ná mér til að berjast við mig. En ég er svo fljótur að hlaupa að hann náði mér alls ekki sem betur fer. Þetta var spennandi.
(Björgvin Steinar Gíslason, 1. bekk)
________________________________________________________________

Líkaminn
Heilinn er vitur.
Hann hugsar um mikið.
Hann hugsar um mannasiði
og margt fleira.
(Bele Alomerovik, 2. bekk)
________________________________________________________________

Saga úr búðarferð
Einu sinni var maður, hann var að keyra úr búð. Hann var að
keyra heim til sín og stansaði þegar hann sá kött, hund, gullfisk og fugl. Hann spurði hvort þau vildu koma með honum heim. „Voff, mjá, blub..blub, tíst..tíst. Já, já, já!“
(Gunnlaugur Jón Briem, 1. bekk)
________________________________________________________________

Í skólanum
Í skólanum lærir maður að lesa og reikna og þetta er grunnur að framtíðinni. Sumum finnst þetta leiðinlegt en bráðnauðsynlegt. Þú notar þetta mikið í framtíðinni. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Heimanámið getur verið erfitt en samt skemmtilegt og skapar gleði fyrir mig.
Einelti er það versta sem komið hefur fyrir nokkurn nemanda í grunnskólum Íslands. Einelti er of algengt. Það á að stoppa einelti. Frí er gott að fá en ekki of mikið af því.
(Sölvi Þór Ágústsson, 4. bekk)
________________________________________________________________

Draumur
Strákurinn fór að sofa. Hann dreymdi að hann ætti afmæli á tunglinu. Hann var með veiðistöng að veiða í bleikum sjó.
(Ellen Þorsteinsdóttir, 1. bekk)

________________________________________________________________

Víkingarnir
Víkingarnir eru að sigla og það er vont veður! Þrumur og eldingar, rigning og rok. Þeir eru að fara á eyju til að leita að fjársjóði.
(Ágúst Carl Guðmundsson, 1. bekk)
________________________________________________________________
Lóan og spóinn
Lóan flýgur um móann.
Fiskimenn róa.
Sjá þar flottan spóa
sem flýgur upp í móann.
Þá hittir lóan spóann.
Lóan kemur um vor
og er með falleg spor.
(Elvar Orri Palash, 3. bekk)
________________________________________

Svangir fiskar
Ég á tvo fiska. Þeir eru alltaf svangir. Fiskarnir heita Bella og Belrín.
(Snæfríður Hekla Sv. Hallsdóttir, 1. bekk)

________________________________________

Húð
Húðin er heit,
þá líður mér vel.
Sólin skín á mig,
þá verður húðin brún.
(Gabríel Máni Jónasson, 2. bekk)
________________________________________________________________

Maður og mús
Maður og mús,
köttur og hús.
Kisan hleypur hratt.
Fjallið er mjög bratt.
Konan er með hatt.
Sumar og sól,
ég labba upp á hól.
Bíllinn keyrir hratt.
Krakkinn datt.
Stelpan er úti.
Strákur spilar Call of Duty.
(Thelma og María Rún, 3. bekk)
________________________________________________________________

Líkaminn minn
Ég heyri með eyrunum,
ég hugsa með heilanum,
ég get gert hvað sem er,
ég á heilbrigðan líkama.
Lungun, hjartað og meltingin eru nauðsynleg.
Ég get ekki hugsað mér betra líf og líkama.
(Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir, 2. bekk)

________________________________________________________________

Doppa
Ég á kisu sem klifrar í gardínunum og buxum. Hún heitir Doppa. Hún er oft að leika sér. Hún var á skólatöskunni og skólataskan datt.
(Stefán Eiríksson, 2. bekk)

_______________________________________________________________

Týnda kisan
Einu sinni var kisa. Hún var týnd. Hún sá stelpu. Hún sagði við hana: „Ég er lítill, brúnn köttur og ég er týndur. Viltu vera svo góð að finna foreldra mína?" Stelpan sagði, „nei, ég get það ekki". Þá labbaði hún áfram og sá konu og mann. Kisa sagði: „Ég er lítill, brúnn köttur og ég er týndur. Viljið þið vera svo góð að finna foreldra mína?" En konan og karlinn sögðu, „nei". Þá fór hún aftur að labba. Hún sá strák og sagði: „Ég er lítill, brúnn köttur og ég er týndur. Viltu vera svo góður að finna foreldra mína?" Hann sagði, „já, já, ég skal hjálpa þér". Og þá hjálpaði hann henni.
(Katrín Sól Einarsdóttir, 2. bekk)

_______________________________________________________________

Furðukrían

Ég er kría
og heiti Fía.
Ég flýg yfir sjónum
og sé fullt af ljónum.

Ég borða fisk
en ekki á disk.
Ég fer til vina minna
og hjálpa þeim að vinna.

Mig langar í bland í poka
en það er svo mikil þoka.
Ég er með blýant og bók
en mig langar í kók.

Ég stal bókinni af manni
sem er mjög mikill glanni.
Mér finnst pleimó skemmtilegt
og það er líka merkilegt.

Vinkona mín er dúfa
og heitir Húfa.
Hún borðar bara brauð
og líka dáinn sauð.

Vinur minn er máfur
og heitir Sávur.
Ég dó,
niðri í mó.

(Eftir Antoníu Mist, Ásdísi, Breka, Elínu Kötlu og Gyðu Dröfn í 3. bekk.)

_______________________________________________________________

Slys
Einu sinni var strákur. Hann var að leika sér. Svo datt hann ofan í holu. Hann meiddi sig á olnboganum og bakinu. Hann þurfti að fara með sjúkrabíl.
(Finnur Darri Gíslason, 2. bekk)

_______________________________________________________________

Glugginn
Ég horfi út um glugga,
þarna situr Gugga.
Hún er gift algjörum rudda.
Ég labba út,
ég sé mús,
hún skýst undir hús.
Linda verður alveg brjáluð
því hún er svo mikið máluð.
(Embla Ýr Indriðadóttir, 5. bekk)

_______________________________________________________________

Köttur og mús
Einu sinni var köttur sem hitti mús. Kötturinn ætlaði ekki að éta músina heldur vildi hann að þau, hann og músin, yrðu bestu vinir og þau léku sér allan daginn saman. Þegar þau fóru heim fóru þau að sofa og dreymdi að þau væru að leika sér saman. Daginn eftir vildu þau halda áfram að leika og gerðu það.
(Jóhannes Liljan Árnason, 2. bekk)

_______________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré, þá myndi ég ekki vilja láta klifra í mér og ekki heldur brjóta mig. Ég myndi vilja vera stórt tré og ég væri líka með epli og líka með vínber. Það myndu fuglar sitja á mér og það myndu íkornar eiga heima í mér.
(Dominik Wysocki, 3. bekk)

_______________________________________________________________

Eltingaleikur í sjónum
Einu sinni var fiskur og sæormur og fiskurinn sagði, „eigum við að elta gamlan þorsk?"
(Heimir Tjörvi Magnússon, 2. bekk)

_______________________________________________________________

Vinir

Við erum vinir,
leikum okkur saman.
Við erum synir,
það er gaman.
Við förum í sund,
höldum vinafund.
Brosum breitt
og meiðum ekki neitt.
Við búum í Reykjavík
en alls ekki Keflavík.
Við æfum breik
og við fáum okkur sjeik.

(Eftir Antoníu Mist, Ásdísi, Breka, Elínu Kötlu og Gyðu Dröfn í 3. bekk.)

_______________________________________________________________

Í dýragarðinum
Einu sinni var dreki og hann var að fara í dýragarð. Þar voru dýr. Þar var ljón, grís og fiskur. Drekanum fannst skemmtilegt í dýragarðinum.
(Katla Ólafsdóttir, 2. bekk)

_______________________________________________________________

Fjöll
Nemendur 4. bekkjar hafa unnið verkefni um fjöll og gerðu m.a. þessi ljóð ásamt því að semja lög við þau í tónmennt:

Ljóð um fjall
Lækur rennur niður lyngbrekkuna,
hrafninn flýgur yfir klettana og krunkar.
Blómin anga,
fuglar syngja,
flugur suða,
lömbin jarma,
kríur garga yfir sjónum.
Ég klíf syngjandi upp á fjallatindinn.
4. HHP, hópur I

Fjallaljóð
Grjót og steinar falla niður hlíðina,
kindahópur á ferð.
Soltinn valur sveimar yfir
í leit að bráð.
Græðgin skín úr augum hans.
Bráðin nálgast.
Árás. Kindur liggja eftir í valnum,
dauðar.
Valurinn flýgur svekktur á braut.
4. HHP, hópur 2

Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull er eldfjall stórt
Sem byrjaði að gjósa um miðja nótt.
Það komu drunur og mikil læti
Og enginn dansaði af kæti.

Þetta var ekki mjög vinsælt
og hafði áhrif víða um lönd.
Því flugvélar komust hvorki lönd né strönd.
Sumir fóru að gráta og aðrir voru reiðir
á meðan jökullinn út um loftin öskunni dreifir.
4. GBJ

Fjallið stóra
Fjallið stóra, Esjan grá,
sólin læðist bakvið.
Hún er frekar létt á tá,
kindur, fossar og lækir.

En nú er nóttin köld og blá
og sólin farin að sofa.
Hlustið englar himnum á
svo enginn fari sér að voða.
4.GBJ
_______________________________________________________________

Önd eða belja?
Einu sinni var önd sem fékk línuskauta í jólagjöf. En hún var eins og belja á svelli.
(Gylfi Maron Halldórsson, 2. bekk)
_______________________________________________________________

Ljóð
. Ljóð.
. Jú, það er gaman.
. Óhh, ofsa gaman.
þaÐ er mega gaman.
(Magdalena Schram, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Vinátta
Vináttu vil eiga góða
venjulega og sanna.
Arka saman ævislóða
undrafegurð kanna.
(Jóna Gréta Hilmarsdóttir, 7. bekk)
_______________________________________________________________

Fótbolti
Í fótbolta er gaman,
þá spilum við saman.
Stundum er mikið hark
og ég hef skorað mark.
(Róbert Orri Gunnarsson, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Snjór
Ég er stór
eins og snjór
þungt er í fæti.
ei eru læti.
(Ísabella Anna Húbertsdóttir, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Eitt, allt og ekki neitt
Einn maður vaknaði einn morguninn, einn tannbursti átti heima inni á einu baði og maðurinn stóð upp úr einu rúmi og labbaði fram einn gang og inn á eitt bað og notaði eina tannburstann og svo labbaði hann lengra út eina ganginn og inn í eitt eldhús og þar var eitt kex og ein kókómjólk, maðurinn fékk sér eitt kex og kókómjólk, í húsinu voru einar buxur og einn bolur og maðurinn fór í ein föt og svo gerði maðurinn eitt, allt og ekki neitt.
(Haki Darrason Lorenzen, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Ég kem úr skóla
Ég kem úr skóla
og sé krakka róla
það er snjór
og hann er stór
þegar ég kem heim
sé ég stjörnur úti í geim
því það er dimmt úti
og ekkert er í grúti.
(Karen Ósk Arnarsdóttir, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Móra og lömbin hennar
Einu sinni var kind sem hét Móra. Hún átti tvö lömb og þegar það átti að fara að slátra lömbunum faldi Móra sig og lömbin sín. Hún reyndi að finna æti og grænt gras því það var vítamínríkast. Um veturinn þegar búið var að slátra lömbunum kom Móra úr felum og hún lifði hamingjusöm með lömbunum sínum tveimur.
(Anna Soffía Hauksdóttir, 2. bekk)
_______________________________________________________________

Frosin ber
Ég tíni eitt og eitt ber og þannig fylli ég kassann minn á meðan kuldinn læðist nær og nær og svo frjósa þau.
(Ingvar Snær Jennason, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Sagan af Pétri
Einu sinni var strákur sem hét Pétur. Pétur fór einn dag í hjólreiðatúr og hafði geislaspilarann með sér. Pétur þurfti að fara yfir margar götur. Þegar hann þurfti að fara yfir síðustu götuna kom bíll æðandi. Bíllinn flautaði en strákurinn heyrði ekki í bílnum. Bíllinn keyrði á strákinn, sem datt af hjólinu og handleggsbrotnaði, en náði sér fljótt.
(Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer, 6. bekk)
_______________________________________________________________

Reykir
Eftir langa bið fengu nemendur í 7. bekk í Háteigsskóla að fara á Reyki, 6. – 10. febrúar. Við vorum þar með krökkum úr Flataskóla. Þeir gistu í húsinu Grund en við gistum í Ólafshúsi. Það var líka stórt íþróttahús og sundlaug, auk þess Bjarnarból sem var stór salur með fullt af leiktækjum, t.d. borðtennisborði, púlborði og þythokkí. Kvöldvökurnar voru haldnar í íþróttahúsinu og þar voru lagðar fyrir okkur alls konar þrautir og leikir. Auk þess fengu krakkarnir að vera með atriði eða hafa leiki tvö kvöld. Maturinn var mjög góður, sérstaklega kvöldkaffið og morgunmaturinn. Í hárgreiðslukeppninni vann Einar Luther og með honum unnu meistararnir Karen, Maren, Þórhildur og Vala. Ekki má gleyma öllum hinum sem voru því þeir voru allir æðislegir. Alla daga þurftum við að læra eitthvað smá, t.d. um peninga, sögu og náttúrufræði; svo var farið á Byggðasafnið á Reykjum og þar var skoðað og leyst alls konar verkefni. Báðir skólarnir tóku þátt í að búa til flöskuskeyti með því að allir skrifuðu nafnið sitt; svo var því hent út í sjóinn. Viti menn, kannski finnst það einhvers staðar. Síðasta kvöldvakan var ball þar sem allir skemmtu sér vel. Svo var komið að því að kveðja þessar góðu stundir sem við höfðum átt á Reykjum.
Takk fyrir, Snædís, Úlfur Breki og Jóna Gréta.
_______________________________________________________________

Mávur með ígulker
Við Atli sáum máv sem var með ígulker. Hann lét ígulkerið detta til að brjóta það. Við fundum fullt af ígulkerjum.
(Stefán Eiríksson, 2. bekk)
_______________________________________________________________

Tígurinn sem missti rendurnar
Einu sinni var tígur sem át myglaðan ávöxt og missti rendurnar. Svo át hann apa og fékk rendurnar aftur.
(Jón Gunnar Ólafsson, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Mjöll og vötn
Snjórinn er hvítur og vötnin blá
vatnið flæðir og snjórinn fellur
í vatninu leynist ýmist líf
og snjórinn er rúm fyrir þreyttustu dýr.
Snjórinn klæði fyrir lauflaus tré
svo fallegur og hvítur og elskulegur,
vatnið borg fyrir neðan jörð.
Mjöll og vötn.
(Örn Magnús Pálsson, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Ef ég væri snjókorn
Ef ég væri snjókorn þá myndi ég svífa yfir alheiminn.
Svo myndi Orri bara setja vegasalt og grjót á mig.
Þá myndi ég ekki fjúka.
(Elisabeth Diez Róbertsdóttir, 6. bekk)
_______________________________________________________________

Morgnar
Erfitt er að vakna,
verra að finna klukku.
Kisa kemur inn,
mjálmar inn í kinn.
(Ásgrímur Heiðarr Ásgrímsson, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Álfar
Ég trúi á álfa vegna þess að ég hef séð álf:
Álfar brenna,
steinninn glitrar.
Kom að skoða,
steinninn titrar.
Út úr steininum kemur álfur.
Ég sá hann með allsberum
augum mínum sjálfur.
Hann gengur aftur,
inn til sín.
Rosa er hún falleg
húfan þín.
Hann sagði, „takk"
og lokaði á eftir sér.
Þetta var víst feigðin
sem kallar að mér.
(Egill Elfar Stolzenwald, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Jólin
Jólin eru að koma,
nú hlakka ég til.
Því þá fæ ég gjafir
og góðan mat.

Klukkurnar klingja klukkan sex
og við förum í fín föt.
Við komum saman,
nú eru komin jól.
(Ísabella María Eriksdóttir, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Draumadesember
Í desember á að skreyta húsið sitt, hafa gaman, fara út að leika í snjónum, drekka kakó með fjölskyldunni sinni. Borða góðan mat, fara á jólaböll, kaupa jólagjafir, horfa á bíómyndir. Það er alltaf svo margt að gera í desember. Ég bý stundum til snjókarla og snjóhús. Ég prjóna alltaf eða föndra undir jólatrénu hinu fagra.
(Sóley Lind Heimisdóttir Paz, 6. bekk)
_______________________________________________________________

Jólaljóð
Snjórinn fellur land mitt á
og jólin fara að koma.
Jólagjafir fæ ég þá
og þetta verður svona.

Sparifötin fer ég í
og opna jólagjafir.
Allir vita hvað í mér býr
og ég hlakka til næstu jóla.
(Erna Björk Másdóttir, 7. bekk)
_______________________________________________________________

Góður dagur í lífi mínu
Það var aðfangadagur 2009, við vorum í bílnum á leiðinni til ömmu minnar á elliheimilinu Grund. Við vorum komin, ég opnaði dyrnar á bílnum og lenti í kalda snjónum. Ég andaði að mér kalda loftinu og horfði til himins. Það voru heil þúsund af litlum stjörnum. Ég velti fyrir mér hvort ein af þessum stjörnum væri hann afi. Það er leitt að ég gat aldrei fengið að kynnast honum.
Ég lokaði dyrunum og hélt síðan áfram á leiðinni inn á Grund. Við vorum komin, það var hlýtt þar inni.
Við fórum í lyftuna og við ýttum á takka númer fjögur. Við biðum í smástund, það var alveg þögn en allt í einu opnaðist lyftan og við stigum út úr henni.
Það var allt skreytt með fallegum, rauðum jólakúlum. Það voru jólalög í gangi og það var búið að setja gullfallegt jólatré upp sem skein eins og stjörnurnar.
Þarna sat amma. Hún var með lokuð augun og bros á vör. Hún var gullfalleg. Við löbbuðum til hennar og pabbi kyssti hana á ennið. Ég tók í höndina á henni og kyssti hana á kinnina. Hún opnaði augun og brosti. Ég vildi að ég gæti séð það bros aftur.
Þegar við vorum búin að vera hjá henni í hálftíma þurftum við að fara heim og halda upp á jólin. En mér fannst eins og við værum þegar byrjuð á því.
Áður en við fórum rétti ég ömmu minni rauða, skreytta kúlu sem ég hafði skreytt sjálf. Hún brosti til mín og tók mig í fangið.
Þetta var besti dagur lífs míns.
(Kolfinna Eyþórsdóttir, 7. bekk)
_______________________________________________________________

Desember

Í desember á ég afmæli. Það er þann 20., ég verð 11 ára. Við munum dansa kringum jólatréð, syngja jólalög og borða piparkökur. 20. desember er síðasti dagurinn í skólanum. Ég held jólin í sveitinni. Við skreytum jólatréð, borðum jólamat, ég held afmælið mitt í Reykjavík og svo borðum við pizzu og köku. Svo keyrum við í sveitina og ég held fjölskylduafmæli og fer að sofa um kvöldið. Mér líður vel eftir afmælisdaginn.
(Jakobína Kristjánsdóttir, 6. bekk)
_______________________________________________________________

Jóladagur
Þrif, þrif, ekkert nema þrif,
allt verður að vera fínt fyrir jólin.
Og finna rétta jólakjólinn,
búið verður allt jólaféð
og syngjum saman
í kringum jólatréð.
Og þá verður gaman.
(Magdalena Schram, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Biluð jól
Það var einn dag, 13. des.
hann Stúfur fór í búð
að gjafir kaupa fyrir krakka,
mikla Ikea fór hann í
og hann gleymdi sér
og fór sá álfur að leika sér
og ekkert barn fékk
í skó þessa nótt.
(Ingvar Snær Jennason, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Misheppnuð jól
Jólin koma, heimavinnu skilað,
kuldinn þroskast, rafmagnið bilað,
leira og lita, alltaf saman,
leika sér úti, það er gaman.

Fara að skreyta
ofsa gaman,
líka að breyta
húsinu í.

Aska liggur ein og yfirgefin.
Þetta kallast misheppnuð jól.
Kviknaði hafði í húsinu
og eiga þau engin ból.
(Egill Elfar Stolzenwald, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Upphaf jólasveinanna
Úr 1000 ára gömlum mosa stígur fótur.
Tröllkona ein sér hann og segir, sá er ljótur!
Tröllkarl stígur upp úr mosanum.
Tröllkonan heldur að hún sé skotin í honum.
Þrettán tröllkarlar á eftir þeim lata.
Þrettán tröllkarlar þann lata mata.
(Gabríel Ísar Einarsson, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Jólaball í skóla
Börnin hittast
og halda ball,
dansa kringum jólatré.
Borða jólasleikjó
og hlæja saman
og sýna leikrit
um Jesú og fæðingu hans,
það er svo gaman,
en nú er þetta búið.
(Auðun Loki Kormáksson, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Draumadesember
Í desember væri ég til í að það væri alltaf snjór til þess að ég gæti oft farið á skíði. Ég væri til í að það væru engin próf í skólanum. Ég væri til í að við fengjum alltaf að föndra og skreyta í stofunni í skólanum og við myndum hlusta á jólatónlist alltaf.
(Sara White, 6. bekk)
_______________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré þá myndi ég tala við fuglana. Dansa í vindinum. Það væri dálítið gaman. Svo myndi ég horfa á krakkana í alls konar leikjum og horfa á kisuna klifra upp um mig. Hundurinn mun örugglega pissa á mig á eftir. Ég myndi alltaf vera í rigningunni og snjónum. Á haustin verð ég sko ljótur. Á sumrin er ég með hár. Á hverjum morgni heyri ég fuglasöng. Það eru eiginlega allir sem klifra í mér og mér finnst það dálítið vont eða þegar þau slíta greinarnar af mér.
(Jóna Lísa Helgadóttir, 3. bekk)
_______________________________________________________________

Jólin
Snjórinn fellur af himnum ofan
og jörðin verður hvít.
Jólasveinar heimsækja byggðir
og gefa gjafir og börn verða glöð.
Jólin eru glaðlegur tími
fyrir fjölskyldu og vini
til að fagna saman.
Jólatrén glansa eins og
stjörnur á himnum
og allir glaðir verða.
(Örn Magnús Pálsson, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Jólin sorglegu
Einu sinni var fimm manna fjölskylda. Dóttir, litla dóttir, mamma, pabbi og litla Snæ. Snæ er lítil kisa sem er snjóhvít. Þessi jól voru fyrstu jólin hennar en ekki bestu og síðustu. Ég er að segja frá jólum sem lítil saklaus kisa átti að upplifa og allt mér að kenna. Jæja, þá byrjar sagan.
Snæ var á leiðinni út að labba og þá kom einhver og ætlaði að stela henni. Hún hljóp í burtu og villtist. Þá kom ég auga á hana. Ég var með boga og ör. Hún var ekki lengur hvít, heldur grá. Hún skalf af kulda og var glorhungruð. Allir fóru illa með hana. En ég tók bogann og skaut hana. Hún notaði síðustu krafta sína til að biðja um hjálp. Ég hljóp heim. Mér leið illa öll jólin. Ég fór ekki út í þrjá daga, en fjórða fór ég út á staðinn en þar lá kisan dauð. Ég tók bogann og braut hann í marga mola, en ég man þetta allt mitt líf.                             
(Viktoría Ziliuta, 6. bekk)
_______________________________________________________________

Jól
Grýlukertin ég sýg
og piparkökuhús ég bý til
piparkökukarlarnir segja hei,
þú skreytir okkur ei
með grænum, bláum, rauðum lit.
(Magnús Ingi Kjartansson, 5. bekk)
_______________________________________________________________

Hvít jól
Hvítur snjór, ný árstíð, jólaárstíðin.
Stress og pirringur í fullum mæli.
Enginn hugsar um öll stríðin.
Jólastofan breytist í hæli.

Þá kemur jólasnjórinn
sem passar við allt blóðið.
Hermenn sem hugsa ekkert um jólin.
Hugsa bara um að komast af, að lifa.

Og það er þá sem við hugsum:
Hvað snúast jólin um?
Jólasveinn í rauðum buxum.
Um það snúast jólin sum.
(Hekla Baldursdóttir, 7. bekk)
_______________________________________________________________

Dúfan
Ég flýg yfir hafið í átt að mat.
Í skóginum er kona með brauð í fanginu, ósköp fátæk en samt glöð.
Fuglarnir hópast í kringum hana í átt að mat, þeir líktust allir mér.
Að það skuli vera hún sem á varla mat fyrir sig sjálfa á meðan aðrir nutu gómsæts matar, en ég held að hún hafi notið mestu hamingju allra jóla og fuglarnir líka.
(Jóna Gréta Hilmarsdóttir, 7. bekk)
_______________________________________________________________

Flótti frá jörð
Einu sinni var strákur sem langaði mest í heiminum til að fara út í geim. Eitt kvöld fór hann að sofa. Hann dreymdi að hann færi út í geim, alveg út fyrir endimörk og þegar hann vaknaði var hann með pabba sínum í geimskipi. Þá voru þeir búnir að flýja jörðina á hröðustu eldflaug í heimi. Hún fór skrilljón, billjón sinnum hraðar en ljósið. Strákurinn spurði pabba sinn af hverju þeir hefðu farið út í geim. Pabbinn svaraði að geimverur hefðu gert innrás á jörðina og að þeir væru síðastir lifenda frá jörðinni. „Og nú erum við að leita að annarri plánetu sem við getum lifað á,“ sagði pabbinn. Eftir eitt ár í geimnum fundu þeir plánetu sem þeir gátu lifað á, en þeir voru ekki einir. Það voru vinalegar geimverur sem sögðu, „vov elol kok o mom i non non á poplol á non etot unona okokokaror.“ Þá sagði strákurinn bara eitthvað út í loftið og sagði, „megum við búa hér?“ Þá sögðu geimverurnar, „jojá“, og þeir lifðu vel alla ævi.
(Tristan Karel Helgason, 6. bekk)
_______________________________________________________________ 

Besta orðið mitt

I

Ég, ég, ó, ég. Það er besta orðið mitt.
Gerðu það sjálf. Það er besta setningin mín.

II

Þú, þú, þú, fallega þú, þú með yndislega brosið.
Undarlega þú horfir á mig en samt með fallega brosið.

(Snædís Laura Heimisdóttir Paz, 7. bekk)

_______________________________________________________________

Tröllin
Einu sinni voru tröllamaður og kona í mannamó (sem er að tína fólkið). En einn daginn komu þúsund manns af fólki og ætlaði að drepa tröllin. Fólkið drap konuna og tröllapabbi sagði þá, „stopp. Við ættum ekki að vera að berjast, við ættum að vera vinir.“ Fólkið sagði, „hmmmm, ókei, verum vinir.“                        
(Kristján Ingi Valdísarson, 6. bekk)

_______________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré þá væri ég ösp. En þá myndi afi minn eiga mig. Ég væri mjög leið ef að krakkar myndu brjóta greinarnar á mér og sparka í mig. Ég væri dökkgræn á litinn og ég væri mjög há. Það myndi íkorni búa inni í mér og hann væri búinn að safna mjög miklu af hnetum. Á hverjum morgni myndu fuglarnir setjast á greinarnar mínar og syngja svo yndislega fyrir mig. En ég gæti ekki talað né andað. Svo væri geitungabú inni í mér. Mjög oft suðuðu geitungarnir þegar þeir væru að taka hunang úr blómunum sem væru út um allt. Einn daginn kom köttur og klifraði upp í hárið á mér og mig kitlaði ofsalega mikið. Svo komu krakkar og hengdu eina rólu á höndina mína og hún var mjög þung. Einu sinni kom lítill snáði og knúsaði mig. Það var mjög gott.
(Elín Katla Henrysdóttir, 3. bekk)

_______________________________________________________________

      Haustið
     Ég mætti haustinu í fyrradag,
     það var í hlýrri peysu
     og með viftu aftan á bakinu
     sem feykti laufunum af trjánum.
(Iðunn Gígja Kristjánsdóttir, 6. bekk)

_______________________________________________________________

Draugur í fjalli
Einu sinni var maður sem hét Jón og var hann alltaf að tína ber uppi í fjalli. Einn daginn var hann uppi í fjalli og kom þá þoka og í þokunni heyrðist: „Hættu að tína í fjallinu mínu, annars læt ég fara illa fyrir þér í framtíðinni.“ Maðurinn var svo hræddur að hann hljóp heim. Næsta dag fór maðurinn upp í fjall að tína ber, því hann hélt að þetta sem gerðist í gær væri bara draumur, en þegar hann var að fara heim kom aftur þokan og aftur heyrðist í röddinni sem sagði: „Ef þú heldur þessu áfram, færðu á baukinn.“ Við þessi orð fór maðurinn heim og sagði öllum í bænum að tína ekki ber uppi í fjalli, „því annars fer illa fyrir ykkur“. Það fór enginn framar upp í fjall að tína ber og ekkert heyrðist í röddinni framar og allt gekk öllum í hag. 
(Elmar Einarsson, 6. bekk)

_______________________________________________________________

Í fossinum
Einu sinni var prinsessa sem var að leika sér úti. Hún sá foss og datt niður í fossinn. Svo kom prins á hesti sem stökk yfir fossinn og prinsinn bjargaði prinsessunni með því að toga hana upp úr fossinum.
(Johanna Haile Kebede, 2. bekk)

_______________________________________________________________

Spori
Einu sinni var strákur sem hét Einar. Hann var hjá ömmu Gullu og afa Steinari. Það var líka hundur sem hét Spori. Spori var varðhundur sem leið illa. En Einar varð veikur og hundurinn Spori vissi það og var hjá honum á meðan hann var veikur.                          
(Einar Már Másson, 6. bekk)

_______________________________________________________________

Jón og drekinn
Einu sinni var tröll sem hét Jón. Jón bjó í Tröllaborg með mömmu sinni, Stínu, og pabba sínum, Kalla. Pabbi Jóns, hann Kalli, vann við að veiða dreka. Hann vildi að Jón myndi byrja að vinna með honum, en Jón vildi ekki veiða dreka, hann var gott tröll og vildi ekki meiða neinn. Eitt kvöldið var Jón að labba í skóginum. Allt í einu sá hann dreka liggjandi á jörðinni. Hann sá að hann hafði nýlega verið skotinn. Hann tók drekann upp og fór með hann heim. Pabbi Jóns var ekki heima, svo hann hljóp með drekann inn í herbergi. Hann batt fyrir sárið og gaf drekanum að drekka og borða. Pabbi Jóns kom nú heim, hann bankaði á dyrnar hjá Jóni og sagði, „matur“. Við matarborðið sagði Jón þeim alla söguna og pabbi Jóns hætti að veiða dreka og Jón tók drekann að sér og þau lifðu hamingjusöm upp frá því.
(Vala Magnúsdóttir, 6. bekk)

________________________________________________________

Árstíðir mínar
Ég gleðst við það að koma út í góða veðrið og finna góðu lyktina, lykt sem snertir hjörtu allra, lykt sem allir þrá, haustið.
Ég gleðst við að finna lykt, lykt sem stingur nísting í nef, lykt sem er svo köld en samt svo hlýleg, veturinn.
Ég gleðst við að finna lykt, lykt sem minnir mig á eitthvað, eitthvað svo tært og volgt, svo mikla graslykt, vorið.
Ég gleðst þegar ég finn lykt, lykt sem gefur frí, frí frá öllum áhyggjum, mér líður vel, það er sumar.
(Viktor Sigurbjörnsson, 7. bekk)

________________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré þá myndi ég teygja mig upp í sólina. Sjúga næringuna úr moldinni. Leyfa kisunum að klifra í mér. Vaxa hratt og hátt upp í himininn. Þá myndi ég leyfa hundum að pissa á mig, ormunum að gæla við rætur mínar, leyfa geitungunum að halda bú í mér og leyfa fuglunum að setjast á hendur mínar. Að lokum myndi ég sofa allan veturinn.
(María Rún Benediktsdóttir, 3. bekk)

________________________________________________________________

Sumarminning
Ég fór á Apavatn og ég fór í sund og það var geðveik rennibraut.
(Embla Marie Ragnarsdóttir, 2. bekk)

________________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré þá myndi ég dansa í sólinni því þá væri mér svo heitt. Ef ég væri tré þá gæti vaxið á mér pera ef ég væri perutré. Ef það væri vindur þá myndu greinarnar mínar hristast og gætu brotnað. Fuglarnir gætu komið og gert sér hreiður. Ég gæti farið í sturtu í rigningu. Þegar það er verið að kasta snjóbolta í mig þá meiði ég mig. Á haustin falla laufin af greinunum mínum. Ef ég væri tré þá myndi ég standa á sama stað.
(Tómas A. Erlingsson, 3. bekk)

__________________________________________________

Sumarminning
Ég fór til afa og ömmu á Dalvík og fór í sund og að leika mér heima hjá afa og ömmu.
(Bjarmi Kristinsson, 2. bekk)

________________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré þá vildi ég vera tré í Keldudal. Þar er sumarbústaðurinn minn. Því afi fer svo vel með þau. Ég væri reynitré af því að þá koma fuglarnir og borða berin mín. Þá kitlar mér og þá hristi ég laufin. En ekki of mikið. Ég er 20 ára og er flottasta tréð í Keldudal. Það var gaman þegar tófurnar komu. Þær kroppuðu í mig. Það var gott. Svo kom vetur, þá var kalt. Laufin breyttu sér í alls konar liti og berin byrjuðu að krumpast. Besti vinur minn er afi. Og ég bíð alltaf eftir honum.
(Elvar Orri Palash Arnarsson, 3. bekk)

________________________________________________________________

Sumarminning
Við vorum í Viðey og vorum að labba. Þá sagði Siggi: „Hei Hrafnkell,“ og ég leit við. Þá kitlaði Siggi mig. Siggi, Tommi og Máni tíndu snigla á þara og ég fékk að halda á einum. Síðan fórum við í bát og keyrðum heim.
(Hrafnkell Daði Vignisson, 2. bekk)

________________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré, væri ég hávaxið og fallegt tré. Ég vildi hafa mörg hreiður á mér og fallegan fuglasöng á hverjum degi.
(Auður Makaya Mashinkila, 3. bekk)

________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré þá myndi ég ekki vilja fá bolta í mig. Ég myndi ekki vilja heldur láta rífa af mér greinarnar. Ef ég væri tré myndi ég búa til súrefni sem losnar út í loftið. Á trjám vaxa laufblöð og greinar en á mönnum vaxa hár og neglur. Ef ég væri tré gæti ég ekki spilað fótbolta, handbolta og körfubolta. Tré þola meira rok en menn og geta staðið lengur. Tré og menn þurfa bæði vatn til þess að lifa af.
(Grímur Ingi Jakobsson, 3. bekk)

________________________________________________________________

Sumarminning
Í sumarfríinu fór ég í Vatnaskóg og í fjöru.
(Matthildur María Pálsdóttir, 2. bekk)

________________________________________________________________

Saga af krókódíl
Einu sinni var krókódíll sem bjó í skítugu vatni í Afríku. Þegar dádýrin komu til þess að fá sér að drekka borðaði krókódíllinn þau næstum því.
(Jakob Traustason, 2. bekk)

________________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré þá væri ég birkitré. Ég væri alltaf notaður fyrir stöng í fótbolta, ég myndi telja mörkin og hvað oft væri hitt í mig. Einn daginn kom köttur og settist á eina grein. Annan dag kom strákur og klifraði hátt upp í mig. En komst ekki niður. Þá kom pabbi hans og hjálpaði honum niður.
(Agnar Már Másson, 3. bekk)

________________________________________________________________

Afmælið
Einu sinni var lítil stelpa. Hún átti afmæli. Hún var 8 ára. Hún hafði afmælið úti í sólinni. 
(Anna Karólína Ingadóttir, 2. bekk)

________________________________________________________________

Hundarnir Máni og Tinna
Máni kom í gær og Tinna fór að leika við hann. Þau hoppuðu og skoppuðu. Svo fór Máni heim og líka ég. Mig dreymdi í nótt að ég og Tinna værum að leika saman.
(Una Lea Guðjónsdóttir, 2. bekk)

________________________________________________________________

Ef ég væri tré
Ef ég væri tré þá væri ég í garðinum hjá ömmu. Ég myndi vera grenitré af því að þau eru falleg. Ég sé hund og kött og gras. Ég sé líka hús og bíla og fólk. Mér finnst hundleiðinlegt að vera tré, mér er alltaf kalt.                 
(Breki Atlason, 3. bekk)

________________________________________________________________

Sumarminning
Ég fór á fótboltamót og ég skoraði tvö mörk og við lentum í þriðja sæti. Húrra, húrra, húrra.   
(Finnur Darri Gíslason, 2. bekk)

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102