Denmark       United Kingdom

Leikur að fiski

Leikur að fiski

Á hverju ári halda 8. bekkingar í heimilisfræði fiskréttakeppni.

Nemendur vinna tveir og tveir saman. Hver hópur fær lítið fiskflak, aðgang að ýmsu kryddi, sósu, grænmeti og osti. Svo eiga þeir að taka ákvörðun um framhaldið óstuddir, en fiskurinn á að fara í smurt eldfast mót og bakast í ofni. Með réttinum eru síðan borðuð soðin hrísgrjón.

Kallaðir eru til dómarar til að smakka og dæma og er samkeppnin um fyrsta sætið oftar en ekki hörð.

Eftirfarandi uppskriftir eru frá fiskileikum 2016 - 2017

Flumbra
(vinningsuppskrift 9. maí '17) 
DSC00343 

Eitt fiskflak, 1 gulrót, smátt söxuð, 1/4 laukur, smátt saxaður, ¼ paprika, smátt söxuð, 4 cm púrrulaukur, smátt saxaður, 1 dl rjómi, 1 ½ msk. kryddostur.

Smyrja eldfast mót með smjöri, skera grænmeti, gera sósuna sem inniheldur rjóma og kryddost. Setja fiskinn í eldfast form og salta. Rífa ost og setja sósuna út á. Inn í ofn. Borða.

Una og Róbert

- * - * - * - * - * - 

Karrý-refurinn  DSC00344 

Eitt fiskflak, 1 ½ dl rjómi, 1 gulrót, 1/6 laukur, 2 msk. karrý, 1 msk. rjómaostur, Smá salt og pipar, 4 cm púrrulaukur, 1 dl ostur, smá sítróna

Smyrja eldfast mót og salta yfir. Hræra saman rjóma og karrý. Pipra eftir smekk. Skera grænmeti og dreifa sósu yfir ásamt osti og sítrónudropum. Elda svo í ofni í 25 mín.

- * - * - * - * - * - 

Kryddaður sítrónufiskur  DSC00345 

Smyrjið bráðnu smjöri í eldfast mót. Setjið ofn á 180° hita. Skerið fisk að eigin vali í millistóra bita. Skerið allt grænmetið niður. Leggið grænmetið á fiskinn. Bætið við sítrónupipar og hvítlauksdufti. Eldið fiskinn í 25 mínútur og bætið svo ½ kreistri sítrónu yfir fiskinn.

Ásdís og Freyja

- * - * - * - * - * - 

Ofnsteiktur fiskur  DSC00346 

Fiskur – rifin gulrót – saxaður  laukur – karrýsósa með smá osti – sítróna – salt.

Smyrja eldfast mót. Skera fiskinn. Skera gulrót og lauk og setja það ofan á og setja karrýsósu yfir. Hella sítrónusafa yfir og elda í ofni.

- * - * - * - * - * - 

Grænmetisfiskur með sósu  DSC00347 

Smyrjið eldfast mót með smjöri. Skerið fisk að eigin vali niður í millistóra bita. Skerið grænmeti/ávexti niður. Blandið rjómaost og rjóma og blandið svo grænmetinu við. Hellið rjómaostablöndunni yfir fiskinn í eldfasta forminu. Bakið inni í ofni við 200°C.

Thelma Eir og Kotryna.

- * - * - * - * - * - 

Fiskur í sítrónu-marineringu 
(vinningsuppskrift 4. október 2016)
20161004 111112 
Hráefni Marinering Rjómaostasósa Grænmeti
1 ýsuflak 1 msk. sítrónusafi
1 stk. sítrónupipar
1 dl matreiðslurjómi
1/4 tsk. salt
1 dl rjómaostur
1 tsk. sítrónusafi
1 dl rjómaostur
1 msk. matreiðslurjómi
1 msk. ostur
1 tsk. hvítlaukur saxaður
1 hvítlauksrif
1/2 paprika
1/4 púrrulaukur
1/4 laukur

Aðferð:  1. Létum fiskinn liggja í marineringunni.  2. Söxuðum grænmeti.  3. Bjuggum til sósuna.  4. Röðuðum fiskinum í eldfast mót og grænmeti í kringum. Helltum sósu yfir.  5. Settum í ofn í 200° í 20-25 mínútur.  6. Nutum.

Karólína, Filippía og Anh

- * - * - * - * - * - 

Osturinn   20161004 111119

Hráefni: 1/2 dl hveiti, 1 gulrót, 3 hvítlauksgeirar, 1 fiskflak, 1 tsk. smurostur, 2 msk. matreiðslurjómi, 1/4 rauðlaukur, 4 cm púrrulaukur, 1 tsk. hvítlauksduft, 1/2 tsk. dill, 1 tsk. ítölsk hvítlauksblanda, smá pipar.

 Björn Thor og Guðmundur Ármann

- * - * - * - * - * - 

Íslenskur Gordon 

   

20161004 111104 

Hráefni: Fiskflak, salt, eldpipar, gulrót, paprika, ostur, rjómaostur með kryddbragði, matreiðslurjómi og sítrónupipar.

Aðferð: 1. Búið til skurði í fisknum og setjið rjómaostinn inn í skurðina. 2. Saxið paprikuna og gulrót í litla bita. 3. Dýfið fiskinum í blöndu af matreiðslurjóma og sítrónupipar. 4. Stráið salti yfir fiskinn og svo eldpipar og osti. 5. Setjið þetta inn í ofninn.

Baldvin og Tómas

- * - * - * - * - * - 

Virgine   20161004 111052 

Hráefni: 1/2 epli, 1 púrrulaukur, 1 ýsuflak, 2 g rifinn ostur, 1 gulrót, 1 g sítrónupipar, 1 hvítlaukur, 500 g brætt smjör.

Aðferð: 1. Skerið fiskinn í litla búta. 2. Skolið gulrótina og eplið og skerið þau. 3. Síðan saxið þið púrru og hvítlaukinn og setjið allt grænmetið í botninn eftir að þið smyrjið botninn. 4. Setjið fiskinn ofan á og setjið ostinn og piparinn yfir. 5. Setjið í ofn í 5-10 mínútur.

Karkur og Markús

Eftirfarandi uppskriftir eru frá fiskileikum 2015 - 2016

Djúsí (vinningsuppskrift 22. febrúar 2016): IMG 7676

Hráefni: Fiskur (ýsuflök) = eitt flak, brætt smjör, laukur = 1 bátur, paprika = 1 bátur, salt = 1 tsk., pipar = 1/2 tsk., sítróna = smá, ítölsk hvítlauksblanda = smá, paprikukrydd = smá, chillisósa = 1 tsk., rjómaostur = 3 msk, rifinn ostur.

Aðferð: 1. Settum bráðið smjör í botninn á eldföstu fati. 2. Skárum fisk í litla bita. 3. Skárum papriku og lauk og settum yfir. 4. Settum svo salt og pipar, paprikukrydd og ítalska hvítlauksblöndu. 5 Chillisósu og rjómaost og rifinn ost og svo inn í ofn.

Marteinn og Auður E.

- * - * - * - * - * - 

Nemo (viðurkenning fyrir útlit):  IMG 7680

1. Skera lauk og setja í botninn á eldföstu móti. 2. Skera fiskinn og setja á laukinn. 3. Blanda salti, karrýkryddi og hvítlaukskryddi og strá yfir. Pizzasósa og niðurskorin paprika sett yfir. Rifinn ostur ofan a og stungið í ofninn á 200°.

Búi og Benedikt.

- * - * - * - * - * - 

Ostafiskiæði (Viðurkenning fyrir best uppsettu uppskriftina): IMG 7678

Innihald: 1/4 laukur, 1 ýsuflak, 1/4 tsk. hveiti, 1/4 tsk. salt, 1/4 tsk. pipar, 1/4 tsk. paprikukrydd, 1/2 sítróna, 1/4 paprika, 1/4 tsk. dill, 1/4 tsk. rifinn ostur.

Sósa: 1 msk. rjómaostur með kryddblöndu og 1/2 dl matreiðslurjómi.

Aðferð: Við smurðum smjöri í mót. Söxuðum lauk niður og settum á botninn. Settum svo ýsuflök yfir. Við stráðum smá hveiti yfir fiskinn og krydduðum hann með salti, pipar og paprikukryddi. Kristum smá sítrónusafa yfir. Lögðum svo paprikuna ofan á fiskinn. Settum svo ostasósuna yfir. Í lokin stráðum við smá dilli og rifnum osti yfir.

Ragna og Ísabella

- * - * - * - * - * - 

Ísfiskur IMG 7675

Hráefni: 1 ýsuflak, hálf gulrót, 1/2 tsk. rautt pestó, 1/2 tsk. af ítalskri hvítlauksblöndu, smá sítrónudropar, salt, karrý, sítrónupipar og hvítlauksduft.

Sósan: 1/2 dl matreiðslurjómi, kókosmjólk og 1/2 msk. rjómaostur. Öllu hrært saman.

Aðferð: 1. Fyrst eru ýsuflökin þvegin og skorin í litla báta. Sósan gerð og dreift yfir fiskinn. Þá er sett smá sítróna. Kryddað er með salti, hvítlauksblöndu og sítrónupipar. Að lokum eru settar gulrætur og rautt pestó. Stungið svo inn í ofn.

Kolbeinn og Birgir

- * - * - * - * - * - 

Spararinn IMG 7679

Hráefni: 1 fiskiflak, chillisósa, rifinn ostur, 1/4 tsk. salt, dill og sítrónusafi.

Aðferð: Skera fiskinn í þunnar ræmur og setja í eldfast mót. Strá salti yfir. Bæta við chillisósu, osti og dilli. Strá smá sítrónusafa yfir - ekki of miklum. Setjið inn í ofn við 200° í 25-30 mínútur.

Sölvi og Halldór

- * - * - * - * - * - 

Ofnsteiktur fiskur með grænmeti og sítrónusafa  IMG 7677

Hráefni: 350 g fiskiflak, 1 gulrót, 1/4 paprika, 1/6 laukur, 1/2 tsk. salt, 1/4 tsk. pipar, 1/2 tsk. sítrónupipar, 1/2 tsk. dill, brætt smjör og sítrónusaft.

Aðferð: Smyrðu eldfast mót með bræddu smjöri. Settu fiskinn og grænmetið í mótið ásamt kryddinu ofan á. Bætið síðan við sítrónusaft eftir smekk. Eldið í ofni við 200°C í 20 mínútur.

Tómas V. og Helgi Ari

- * - * - * - * - * - 

Við fundum Nemó (vinningsuppskrift 12.10. 2015)  IMG 7217

Hráefni: 1/2 fiskflak, 1 gulrót, 1/2 laukur, 3 dl rifinn ostur.

Sósa: 2 msk chilisósa, 4 tsk. rjómaostur og 1 1/2 msk. matreiðslurjómi

Aðferð: Rífið gulrót og saxið lauk og leggið í fatið. Skerið fiskinn í smáa bita og raðið í fatið. Stráið smá hvítlauksalti yfir. Hellið sósunni yfir og rifna ostinum. Setjið inn í ofn í 20 mínútur við 200 °C.

Erlingur og Thor

- * - * - * - * - * - 

Grænmetisfiskur í formi    IMG 7218

Hráefni: Ein heil gulrót, 1/4 laukur, 1/6 sellerí, 1/4 paprika, einn tómatur, 1/6 gúrka, eitt ýsuflak, einn kokkalófi af salti, 4-5 hringir pipar, þurrkuð steinselja, 2-3 dl ostur.

Sósa: 2 msk. piparostur, 1 1/2 msk rjómi, einn kokkalófi af steinselju, 1/4 tsk. hvítlauksduft, 2 hringir pipar.

Aðferð: Stillið ofninn á 200 °C. Skerið niður grænmeti. Skerið ýsuflakið í litla bita. Penslið formið með bráðnu smjöri. Setjið allt grænmetið í formið nema tómatana og gúrkuna. Setjið ýsuflökin ofaná og svo sósu, ost og steinselju ofaná fiskinn. Bakið fiskinn í ofninum í 20-25 mínútur. 

Anna Hedda og Verónika

- * - * - * - * - * - 

Pestófiskur    IMG 7220

Hráefni: 1 lítið ýsuflak, 1 dl rjómi, 1/2 dl rjómaostur, handfylli af lauk, rifin paprika, 3 cm púrrulaukur, 1/2 dl af osti, matskeið af chilisósu, krydd að eigin vali, 2 msk. pestó.

Rjómaostasósa: 1 dl rjómi, 1/2 dl rjómaostur.

Aðferð: Hitið ofninn í 200 °C. Smyrjið formið og setjið grænmetið á botninn. Dýfið fiskinum í pestó og leggið ofan á grænmetið. Hellið chilisósu og rjómaostasósu yfir. Setjið rifinn ost yfir og kryddið. Setjið inn í heitan ofn í ca. 20 mín.

Hulda Stefanía og 

- * - * - * - * - * - 

Nemó    IMG 7216

Hráefni: 2 dl rifinn ostur, 1 gulrót niðurskorin, 1/2 blaðlaukur, 1 ýsuflak.

Sósa: 4 msk. matreiðslurjómi, 2 msk. rjómaostur, 3 msk. chilisósa, 1/2 msk. karrýkrydd.

Aðferð: Kveiktu á ofninum og stilltu hann á 200 °C. Smyrðu svo bráðnu smjöri í eldfast mót og stráðu svo niðurskorinni gulrót og blaðlauk yfir mótið. Skerðu ýsuflakið niður í meðalstóra bita og settu þá svo í mótið. Settu chilisósuna, rjómaostinn, matreiðslurjómann og karrýkryddið í litla skál og blandaðu með gaffli og helltu svo sósunni yfir allt. Stráðu svo rifnum osti yfir allt og settu þetta svo inn í ofninn í 15-20 mín.

Lea og Ingibjörg Ylfa

- * - * - * - * - * - 

Sjávarrétturinn    IMG 7215

Hráefni: Lítið ýsuflak, 1 gulrót, 1/4 paprika, 1/4 laukur, 5 cm púrrulaukur, 1 msk. ostur, 1 msk. hveiti .

Sósa: 1 dl matreiðslurjómi, 1/2 box rjómaostur (hrært saman í skál). Kryddað með 1 tsk. salt, 1/8 tsk. pipar og 1/8 tsk. basilikum. 

Aðferð: Pensla eldfast mót með smjöri. Skera fiskinn. Strá hveiti og rifinni gulrót yfir eldfasta mótið. Skera grænmetið og setja yfir fiskinn. Setja rifinn ost og sósuna yfir fiskinn. Setjið inn í heitan ofn í 20-30 mínútur.

Bjarki og Jökull

- * - * - * - * - * - 

Fiskur með öllu    IMG 7219

Hráefni: 1 gulrót, 1 laukur, 1 tsk. pestó, 1 msk. chilisósa, salt, pipar, 1 dl rjómi, 1 msk. rjómaostur, hveiti.

Aðferð: Hitið ofn í 200 °C. Hreinsið og skerið fiskflakið í stykki. Leggið það í smurt eldfast mót og stráið lauk og gulrótum yfir. Blandið rjóma og rjómaosti í skál ásamt kryddi, pestó og chilisósu. Stráið salti og hveiti yfir fiskinn og hellið sósunni yfir. Kryddið og setjið fiskinn í ofninn á 200 °C hita í 20 mín.

Nói og Axel

Eftirfarandi uppskriftir eru frá fiskileikum 2014 - 2015 (nemendur sáu um uppsetningu uppskrifta):

Chilifiskur

Cuadrinhofiskur

Fiskur i felum

Karryfiskur

Karry yoto

Ofnsteiktur fiskur med sosu

Regnbogafiskur

Saetur og sur regnbogi

Veisla Robert DS

 

Eftirfarandi uppskriftir eru frá keppni sem var haldin 12. febrúar 2014:

Einn og annar (besti rétturinn) 

ýsuflak
gulrætur 
púrrulaukur
krydd að eigin vali

rjómi
rjómaostur
rifinn ostur 

Smyrjið eldfast form. Setjið gulrætur og púrrulauk í formið á undan fiskinum. Skerið fiskinn og setjið hann í formið. Setjið gulrætur og púrrulauk ofan á fiskinn. Setjið krydd að eigin vali - helst 2-3 tegundir. Setjið rjóma, rjómaost ofan á - einnig rifinn ost.
Bakið í ofnið í 20-30 mínútur.

Ragnar og Saeedeh

- * - * - * - * - * - 

Grænmetisfiskur   
1/4 tómatur
1 rif hvítlaukur
1/4 paprika
3 cm púrrulaukur
1/4 laukur
krydd að eigin vali
ýsuflak 
Sósa:
2 msk. rjómaostur
1 dl rjómi 

Smyrjið eldfast mót með smjöri. Látið fiskinn í mótið. Látið saxað grænmeti ofan á fiskinn. Látið síðan sósu og krydd ofan á.
Látið í ofn á 200°C í 20-30 mínútur.

Smári og Maciej

  - * - * - * - * - * - 

Ofnbakaður rjómafiskur 

Fiskur:
1 fiskflak
1/2 tsk. salt
rifinn ostur 

Smyrjið eldfasta mótið með smjöri. Skerið fiskinn í litla bita. Stráið saltinu yfir fiskinn. Hellið rjómasósunni yfir allan fiskinn. Stráið smá rifnum osti yfir allt. Bakið fiskinn í 200° heitum ofni í 20-30 mínútur.

Rjómasósa:
1 1/2 dl rjómi
3 msk. rjómaostur (hvítlauks)
1/2 tsk. herbamare original
1/4 tsk. pipar
sítrónusafi 

Blandið rjómanum og rjómaostinum í pott við vægan hita. Setjið svo kryddið í pottinn og blandið vel. Setjið smá sítrónusafa yfir.

Elísabet og Hrafnhildur Edda  

- * - * - * - * - * -

Chili-ost-fiskur 

ýsuflak
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. hvítlaukskryddi
1/2 dl heilhveiti 

Sósa:
1/2 dl chillisósa
1 dl rjómi
1 tsk. rjómaostur

4 cm púrrulaukur
1 lauf af hvítlauk
2 litlar tulrætur
1/4 paprika
1/2 laukur 

 Niðurskorið grænmeti er sett í botninn. Fiskurinn er kryddaður og settur í hveitið. Svo er fiskurinn settur yfir grænmetið ásamt chilisósunnio g 1 dl af rifnum osti. Sítrónusafi svo settur yfir. Fiskurinn er eldaður í 20-30 mínútur.

Jakobína og Alda

- * - * - * - * - * -

Regnbogafiskur   
1 ýsuflak
1 sítrónusneið
5 cm púrrulaukur
1/4 tsk. salt
rifinn sítrónubörkur 
1/2 paprika
1/4 tsk. pipar
1/2 tsk. herbamare
1/4 tsk. basil
1 lauf af hvítlauk 

 Stillið ofninn á 200°. Smyrjið eldfast mót með bráðnu smjöri. Sprautið sítrónusafa í mótið. Skerið fiskinn og raðið honum snyrtilega í mótið og stráið salti yfir. Raðið niðurskorinni papriku, púrrulauk og hvítlauk ofan á fiskinn. Notið krydd að eigin vali, t.d. herbamare og svartan pipar. Dreifið svo rifnum sítrónuberki yfir. Að lokum bakið þið fiskinn í ofni í 20-25 mínútur.

Júlía og Unnur

- * - * - * - * - * - 

Jósefsfiskur   
Eitt fiskflak
hálfur laukur
tvö lauf af hvítlauk
hálf paprika 
1/2 dl rjómi
1/2 dl ostur
hálfur tómatur 

Penslið eldfast mót. Skerið fiskinn og raðið í mótið. Skerið og hellið grænmetinu í mótið. Hellið chilisósunni og kryddinu í mótið. Hellið rjóminn í mótið. Setjið í 200° heitan ofninn í 20-30 mínútur.

Kjartan og Hans

 

- * - * - * - * - * -

Eftirfarandi uppskriftir eru frá keppni sem var haldin 16. október 2013:

Sítrónufiskur (besti rétturinn)  

Eitt lítið ýsuflak
2 msk. af sítrónusafa
1/2 tsk. af salti

Sósa:
2 msk. rjómaostur
3 msk. rjómi
1 msk. karrý
1 dl rifinn ostur

Skerið fiskinn í bita og leggið í smurt form. Saltið, setjið sítrónusafann á fiskinn, síðan rjómasósuna og svo ostinn.
Bakið í 200° í ofni í 15-20 mínútur.

Sunna og Nanna

- * - * - * - * - * -

Karrýfiskur í chilisósu (2. sæti)  

1 ýsuflak
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. karrý
1/2 dl matreiðslurjómi
2 tsk. chillisósa

1/4 paprika
1/4 laukur
1/2 sítróna
1 dl ostur

Stillið ofninn á 200°C. Skerið og hreinsið fiskinn. Skerið papriku og lauk. Setjið chilisósu og matreiðslurjóma í skál og hrærið saman. Smyrjið form og setjið fiskinn í. Saltið hann og kryddið. Setjið sósuna, grænmeti og svo ost yfir. Bakið í 20-30 mínútur.

Haraldur Daði

 

- * - * - * - * - * -

Ostafiskur með rjómasósu  

1 lítið ýsuflak
hálfur laukur
1/4 rauð paprika
3 pepperóní
1/2 tsk. salt
1 1/2 dl ostur

Sósa:
3/4 dl matreiðslurjómi
3 kúfaðar tsk. rjómaostur
1/4 tsk. sítrónupipar

Smyrjið eldfast form að innan og raðið fiskinum í það. Hrærið hráefni sósunnar saman. Stráið salti yfir fiskinn. Setjið pepperóní og grænmeti yfir fiskinn og stráið ostinum yfir. Hellið sósu yfir allt saman og bakið neðst í ofni við 200° í 20 mínútur.

Emil og Erik

 

- * - * - * - * - * -

Grænmetisfiskur  
Eitt lítið ýsuflak
1/4 tsk. salt
1 gulrót
1/4 paprika
1/4 tsk. ítölsk hvítlauksblanda
1/4 laukur
2 dl ostur

Stillið ofninn á 200°C. Smyrjið eldfast mót. Saxið laukinn í litla bita og stráið þeim neðst í mótið. Skerið fiskinn í miðlungsbita og raðið ofan á laukinn. Brytjið paprikuna í litla bita og stráið yfir fiskinn og rífið síðan gulrótina og setjið yfir. Stráið síðan kryddinu og öllum ostinum yfir. Setjið í ofninn og bíðið í 20-30 mínútur.

Tinna Birna og Marta Veronika

 

- * - * - * - * - * -

Rjómafiskur með osti  
1 stk. ýsuflak
2 tsk. salt
2 dl mjólk
1/4 epli
1 tsk. dill
4 rifur af púrrulauk

2 dl rifinn ostur
bráðið smjör
1 dl rjómi
2 tsk. rjómaostur með kryddblöndu
1 tsk. Herbamare

Stillið ofninn á 200°. Smyrjið bakkann með smjörinu. Setjið eplaræmur í bakkann. Byrjið á sósunni með því að setja mjólkina og rjómann í pott og hitið. Kryddið svo og setjið ost út í. Skerið ýsuna í litla bita og setjið ofan á eplið. Þegar sósan er heit og osturinn bráðinn, setjið þá sósuna yfir fiskinn. Kryddið með dilli og púrrulauk skornum í ræmur. Setjið síðan í ofn í u.þ.b. 20 mínútur þangað til að það er orðið smá brúnt.

Elisabeth Diez og Sigurður Steinar

 

- * - * - * - * - * -

Eftirfarandi uppskriftir eru frá keppni sem var haldin 18. janúar 2013:

 

Jói – fiskur í fati (besti rétturinn og besta uppskriftin)

Ýsuflak
¼ púrrulaukur, rauð paprika og rauðlaukur
¾ tsk.  salt
¼ tsk.  sítrónupipar

¼ tsk.  herbamare
½ dl ostur
¼ tsk.  svört piparkorn 
Smyrjið eldfast mót með smjöri, setjið ofninn í 200°.
Grænmetið saxað og setjið á fiskinn.
Þegar þetta er komið í fatið setjið pipar og ost yfir.
Leyfið fiskinum að vera í 30 mín. í ofninum.

Aaron og Geri 

- * - * - * - * - * - 

 

Geimverufiskur 

Fiskflak
3-4 msk. grænt pestó (basil)
½ tsk. hvítlaukssalt
½ tsk. dill

Sítrónusafi eftir smekk.
½ tsk.  salt
Ögn af blaðlauki. 
 Skerið fiskiflak í meðalstóra bita.
Smyrjið mótið með smjöri og setjið fiskinn í fatið.
Breiðið pestóið á og bætið kryddinu við.
Setjið sítrónusafa og blaðlauk eftir smekk.
Bakið í ofni við 200°  í 20 – 30 mín.

Hanna og Júnía

- * - * - * - * - * - 

 

Fagur fiskur í sjó 

Ýsuflak
½ tómatur
2 cm púrrulaukur
¼ laukur
1/6 rauðlaukur
½ kartafla

 Krydd:
1 tsk. salt
½ tsk. karrý
¼ tsk. paprika
1 tsk. fiskikrydd
1 tsk. basilika

Hreinsa fiskinn.
Saxa allt grænmeti niður (púrrulauk í smátt).
Setja púrrulaukinn og laukinn á botninn í mótinu.
Raða ýsustykkjum í fatið.
Má raða hinu grænmeti að vild.
Strá kryddi yfir.
Baka við 200° í 30 mín.

Auður og Helga 

- * - * - * - * - * - 

 

Regnbogafiskur 

Lítið roðlaust ýsuflak skorið í bita.
2 stórar kartöflur
1 gulrót, meðalstór
¼ af blaðlauk
½ tómatur
¼ rauðlaukur
Saft eftir smekk
1/8  tsk. basilika
1 dl rifinn ostur

Meðlæti:
Sítrónusósa
½ tsk. hunang 
1 ½ msk. rjómaostur 
3 msk. rjómi  
1 ½ tsk. sítrónusafi 

Smyrja eldfast mót og raða kartöflusneiðunum  í botn og hliðar mótsins.
Fiskurinn látinn ofan á kartöflurnar í mótinu.
Paprika, blaðlaukur, tómatur og rauðlaukur skorið smátt og dreift á fiskinn.
Salti og basiliku dreift yfir réttinn.
Gulræturnar lagðar ofan á í sneiðum.
Að lokum er ostinum dreift yfir og þessu stungið í 200°heitan ofn og bakað í 20-30 mín.

Ása, Sigurjón og Tryggvi 

- * - * - * - * - * - 

 

Ofnbökuð ýsa m/grænmeti

Lítið ýsuflak
¼ paprika
½ tómatur
2  hvítlauksrif
2 cm púrrulaukur

½ dl rifinn ostur
½ tsk. salt
½ tsk. dill
Sítrónusafi 
Roðflettið flakið og skerið í bita.
Smyrjið eldfast mót.
Skerið grænmeti í smáa bita og setjið í mótið.
Skolið og raðið stykkjum ofan á grænmetið.
Setjið  rifinn ost, salt, dill og sítrónusafa ofan á.
Setjið síðan mótið í ofninn og bakið í 30 mín. við 200°C.

Elísa og Pavel 

 

 

Eftirfarandi uppskriftir eru frá keppni sem var haldin 12. október 2012:

Flottur fiskur í formi  (verðlaunauppskriftin)
1 ýsuflak
1/4 paprika
2/3 gulrót
1/2 tómatur
1/2 dl ostur
Sósa:
1/2 dl rjómi
1/2 - 1 dl jógúrt
3 dl kókosmjólk
1/2 tsk. hvítlaukssalt
1/2 tsk. Herbamare
1 tsk. karrý
1 tsk. Garam masala
1/2 tsk. salt

Smyrjið eldfast mót.
Hellið sirka helmingnum af sósunni ofan í mótið.
Raðið fiskinum fallega í formið og setjið restina af sósunni ofan á.
Skerið svo grænmetið og raðið því á.
Stráið ostinum yfir
Bakið í ofni í u.þ.b. 20 mínútur.

Vala og Erna

- * - * - * - * - * -

Röndóttur ostafiskur
1 ýsuflak
1/2 dl rifinn ostur
1/2 tsk. rifnar gulrætur
1/2 tsk. rifin paprika
Sósa:
1/2 dl chili sósa
1 tsk. rjómaostur
1 dl matreiðslurjómi

Stillið ofninn á 200 gráður.
Smyrjið formið og leggið fiskibitana ofan á.
Hellið svo sósunni yfir fiskinn og dreifið svo rifnum osti yfir.

Snjólaug og Þórhildur

- * - * - * - * - * -

Fiskur í kókos og basilíku 
1 lítið ýsuflak
hálfur tómatur
rifin basilíka
laukur
salt
basilíkum 
Sósa:
3 msk. kókosmjólk
3 msk. jógúrt
1 tsk. Garam masala 

Sósa:
Þú tekur skál og setur öll sósuefnin í og hrærir.

Fiskur:
Þú lætur fiskinn í eldfast mót sem er búið að smyrja. Svo læturðu sósuna yfir og bætir salti yfir. Svo setur þú basilíkuna yfir. Svo seturðu tómatana til hliðar og skorinn lauk yfir fiskinn. Svo seturðu kryddið basilíkum yfir. Svo seturðu fiskinn í ofninn í 20-30 mínútur.

Hinrik og Haraldur 

- * - * - * - * - * -

Ofnsteiktur fiskur með gulrótum og papriku 
1 ýsuflak
1/2 paprika, skorin smátt
1 gulrót, rifin
3 cm púrrulaukur, skorinn smátt
1/2 tsk. dill
1/2 tsk. paprikukrydd 
1 tsk. salt

Smyrjið eldfast mót.
Hreinsið og skerið fiskflakið í stykki.
Leggið það í eldfast mót.
Setjið papriku, gulrót, púrrulauk, dill og paprikukrydd yfir.
Steikið í miðjum ofni við 200 °C í 20 mínútur.

Gunnar og Ari 

Eftirfarandi uppskriftir eru frá keppni sem var haldin 27. janúar 2012:

Ofnsteiktur chilifiskur með papriku og púrrulauk  (verðlaunauppskriftin)

Setjið 2 msk. af chili sósu í botninn á eldföstu fati.
Ýsuflak er skorið niður í frekar lítil stykki og kryddað með 1 1/2 tsk. dill-kryddi, 1 tsk. pipar og 2 tsk. fiskikryddi.
Paprika skorin niður í litla teninga og stráð yfir, einnig nokkrum röndum af söxuðum púrrulauk og rifnum osti.
Bakað í ofni í 15-20 mínútur.

Alexander og Nökkvi

- * - * - * - * - * -

Litríkur fiskréttur  (fékk sérstök fegurðarverðlaun)

1 gulrót
smá púrrulaukur
2 hvítlauksrif
1/4 paprika
1 1/2 dl ostur
2 dl rjómi
smá pepperoni
1 ýsuflak
3 tsk. rjómaostur

Allt grænmeti er skorið í litla bita.
Helmingurinn af grænmetinu ásamt niðurskornu pepperoni er settur á botninn á eldföstu fati.
Rjóma og rjómaosti blandað saman.
Ýsuflakið sett ofan á grænmetið og rjómaostasósan sett yfir.
Restin af grænmetinu sett yfir og kryddað að vild.
Bakað í ofni í 15 - 20 mínútur.

Anna og Samúel

- * - * - * - * - * -


Fiskur með rjómaostasósu
1 gulrót
2 hvítlauksrif
1/4 laukur
1/4 paprika
smávegis af púrrulauk
= Allt þetta saxað saman og svissað á pönnu með smjöri í smástund
   og sett í eldfast mót.
1 ýsuflak sett ofan á grænmetið.
Sósa:
1 dós af kryddblöndu-rjómaosti
1 1/2 dl rjómi
sletta af fiskikryddi
sletta af pipar 
= Sett ofan á fiskinn og smá ostur ofan á.
Krydd:
smá pipar
smá fiskikrydd
smá salt
= Sett ofan á fiskinn.
   Við settum svo smá sítrónusafa á fiskinn. 
Bakað í ofni í 15-20 mínútur.

Júlía og Sigurlaug 

- * - * - * - * - * -

Ofnbakaður grænmetisfiskur
2 bitar af papriku
2 bitar af púrrulauk
1/4 laukur
smjör, ostur og rjómi
krydd

Fiskur með rjómasósu og sítrónusafa, paprika, púrrulaukur og laukur með osti yfir og krydda eftir smekk.
Bakað í ofni í 15-20 mínútur.

Óli og Kjartan.

- * - * - * - * - * -

Fiskréttur
Hálf paprika
hálfur laukur (tæplega)
safi úr sítrónu
rifinn sítrónubörkur
púrrulaukur
Rifinn ostur
rjómaostur með kryddblöndu
matreiðslurjómi

Jurtasalt
paprikukrydd
hvítlaukssalt
pipar

Þorsteinn Davíð og Svanhildur Hlíf

- * - * - * - * - * -

Klikkaður karrýfiskur

Fiskur (hvaða tegund sem er)
pepperonisneiðar
púrrulaukur
paprika
laukur
ostur

1. Saxa púrrulauk, lauk og papriku
2. Saxa pepperoni
3. Léttsteikja saman á pönnu þangað til það verður pínu glansandi.
4. Raða fiskinum á botninn á eldföstu formi.
5. Hella grænmeti, pepperoni og sósu yfir.
6. Láta inn í ofn í 15-20 mínútur.

Karrý- og rjómaostasósa:

1. Blanda rjómaosti og rjóma saman.
2. Halda áfram að blanda og bæta karrý út í.


Verði þér að góðu.

Kolka og Vera

- * - * - * - * - * -

Hér eru uppskriftir frá keppni sem var haldin 7. október 2011:

Hallafiskur (verðlaunauppskriftin)

Hálft fiskiflak
Eitt epli
Hálfur laukur
Fjögur pepperoni
Einn tómatur
Salt
Herbamare Original
Hvítlaukssalt
Fiskikrydd
Dill
Rifinn ostur
Hálf sítróna

Sósa:
U.þ.b. 2 dl rjómi
2 tsk. rjómaostur
1 msk. chili sósa
krydd

Aðferð: 
Skerið fiskinn í tvöfalt sinnum munnlega bita og leggið ofan í penslað form.
Skerið grænmeti og leggið þar sem sér í botninn á forminu.

Stráið salti og kreistið sítrónusafa yfir fiskinn.
Blandið saman rjómaosti og rjóma og keyrið með þeytara.  Setjið chilisauce ofan í á meðan þið þeytið.  Stráið kryddinu í sósuna þegar búið er að þeyta.
Sósan verður froðuleg en það mun breytast í ofninum.  Hellið sósunni jafnt yfir fiskinn og bætið herbamare original, garlic salt, dill og fiskikryddi við og rífið svo ost yfir.

Hálfdán og Hallgrímur

- * - * - * - * - * -

Ofnbakaður grænmetis- og rjómaostfiskur  

350 g fiskflak
2 msk. rjómaostur
1 dl rjómi
¼ tsk. salt
¼ tsk. pipar

1/3 rauð paprika
¼ græn paprika
¼ laukur
¼ tsk. jurtasalt
Aðferð:

1. Kveikið á ofninum á 200°
2. Penslið eldfast mót með bráðnu smjöri
3. Skerið fiskinn og setjið í eldfasta mótið
4. Skerið grænmetið niður í smáa kubba
5. Hitið rjómaostinn og rjómann saman og setjið kryddin í með smekk
6. Setjið grænmetið á fiskinn og hellið sósunni yfir og stráið osti yfir setjið í ofninn í 15-20 mín.

Ingibjörg og Eva

- * - * - * - * - * -

Ofnbakaður fiskur með rjómaostakryddblöndu

 
½ fiskflak
¼ rauð paprikka
¼ græn paprikka
¼ laukur
1 tsk dill ( Dild Tilli)
1 tsk. garlic krydd
3 msk. rjómaostur með kryddblöndu
½ dl matreiðslurjómi
½ tsk. salt
1 msk. rifinn ostur

Aðferð:

1. fiskurinn settur í eldfast mót
2. grænmeti saxað í smáa bita og strá yfir fiskinn ásamt kryddi
3. sósan sett yfir
4. 15-20 mín.

Ásta, Eyrún

- * - * - * - * - * -

Sumardraumur  

Sósa:

2 dl kókosmjólk
¾    hrein jógúrtdós
Karrý,  gara masala eftir smekk
Safi úr 1 heilli sítrónu
Kókosmjöl handfylli (eða meira)

Alls konar grænmeti
Rifinn sítrónubörkur
2 dl rifinn ostur eða meira
Fiskflök

 1. Byrjaðu á að smyrja formið þitt og setja fiskinn ofan í.
 2. Blandaðu saman kókosmjólk, jógúrt, kryddi, sítrónusafanum og kókosi.
 3. Helltu því yfir fiskinn, bættu salti fyrst við.
 4. Dreifðu grænmeti og kókosmjöli yfir.
 5. Settu svo ost (mikinn) yfir.
 6. Settu svo réttinn inní ofn við 200° ca.
 7. Taktu hann út eftir 10-20 mín.
 8. Og njóttu vel  : D

Maríanna og Helena

Hér eru uppskriftir frá keppni sam var haldin miðvikudaginn 23. mars 2011:

Karrýundur í pestó!
Fiskur:
1. Smyrja form og leggja fiskinn í og salta hann.
2. Skera gulrót, tómat, púrrulauk og setja yfir fiskinn. Setja svo grænt pestó og ost líka.
3. Setja hvítlaukskrydd, paprikukrydd, steinselju og basiliku líka.
Sósa:
Láta 3 1/2 matskeiðar af rjóma og 4 matskeiðar af rjómaosti. Láta svo 1 1/2 teskeið af karrýi og smá steinselju. Í sósuna létum við líka 1 matskeið af niðursoðnum sveppum og eina matskeið af kókosmjólk. Hitað við vægan hita í potti í um 5-7 mínútur.

Í lokin:
Hella sósunni yfir fiskinn og láta ost yfir og þá er hann tilbúinn. Láta hann inn í ofn í 15-25 mínútur.
Gott er að bera hann fram með hrísgrjónum.

Anna og Nína

- * - * - * - * - * -

Grand fiskur            

1 ýsuflak                 
2 cm blaðlaukur grænn)
1 cm blaðlaukur (hvítur)
1/3 laukur               
salt og pipar            

Sósa:
Gott er að hafa sósu með sem inniheldur 2 msk. rjómaost með hvítlauki, 1/2 msk. rjómaost m. svörtum pipar, 1/2 dl hveiti, örlítið af basiliku, 1/2 tsk. pipar, 1 tsk. salt, 1/8 tsk. piparkrydd og nokkra sítrónudropa. Blandið svo öllu saman og berið með fiskinum.

Byrjið á að skera niður ýsuflak í smáa bita. Smyrjið síðan formið með smjöri og raðið blaðlauk í botninn. Svo raðið þið ýsubitunum jafnt í formið. Skerið síðan iður laukinn og restina af blaðlauknum. Raðið því ofaná og á milli fiskbitanna. Kryddið síðan með örlitlu salti og pipar og Herbamare salti og bætið svo hvítlaukskryddi við. Að loknu verki látið formið með fiskinum inn í ofninn. Látið fiskinn vera á 200°C og í u.þ.b. 20-30 mínútur.

Drífa og Eglé

- * - * - * - * - * -

Glóandi kókosfiskur
2 gulrætur
fiskflak
4 peppróní
1 "kokkahola" af salti   
smá herbamare salt
rifinn ostur 
Sósa:
Hálfur kókos í dós
pizzasósa
rjómaostur
smá herbamare salt
fiskikrydd

Við byrjuðum á því að pensla fatið. Síðan skárum við gulrætur og settum á botninn. Eftir það létum við salt yfir ýsuna og pepperóní. Þarnæst rifum við ost yfir fiskinn og létum sósuna líka yfir. Síðan settum við fiskinn inn í ofn!!! 

Þórdís, Gunnar og Guðmundur

- * - * - * - * - * -

Sumarýsa (1. - 2. sæti)

1 ýsuflak
2 gulrætur
1/2 paprika
1 1/2 msk. pipar-rjómaostur
1 tsk. basilika
1 tsk. hvítlauks-salt
1 dl kókosmjólk
1 msk. niðurskornir sveppir

1/2 tsk. grófskorinn pipar
1 msk. sítrónusafi
1/2 dl matar-rjómi
1 tsk. salt

Kveiktu á ofni 200°C. Marineraðu ýsuflökin í sítrónusafa. Smyrðu eldfast form með smjöri og salti. Láttu eina skorna gulrót liggja í kókosmjólk og bíddu smá stund. Svo kemur ýsan yfir.

Sósa:
Settu pipar-rjómaost og kókosmjólk í pott við lágan hita. Bættu síðan matar-rjóma við. Saxaðu svo smá papriku og setja ofan í. Bættu við kryddum eftir smekk og settu sveppi ofan í pottinn. Láttu þetta sjóða í 5 mínútur og helltu því svo yfir fiskinn.

Endaðu á því að skera hina gulrótina í ræmur og raðaðu yfir fiskinn. Bíddu með þetta í 20-25 mínútur í ofninum.

Þessi réttur er borinn fram með hrísgrjónum. :)

Andrea og Birna

- * - * - * - * - * -

Pesto fason

Pestó
salt
kartafla
pipar    
fiskur
rifinn ostur

Aðferð:
Smyrjið formið.
Skerið kartöflu og smyrjið pestó á fiskinn.
Saltið og setjið pipar á og svo skornar kartöflur.
Setjið ost yfir og smá pipar.
Stingið réttinum í ofninn á 200°C í 30 mínútur.

Sigurjón og Mímir Kjartan

- * - * - * - * - * -


Fiskisprengjan (1. - 2. sæti)

Eitt flak af ýsu
hálf gulrót
blaðlaukur
laukur
pepperoni
ostur
fiskikrydd
garlic salt
hálf paprika

Sósa:
piparostur
rjómaostur
sítrónusafi
paprika
rjómi
rjómaostur
basilíka

Stillið ofninn á 200°.
Smyrjið form og setjið svo fiskinn á.
Saxið gulrótina og setjið hana yfir.
Skerið paprikuna, laukinn og pepperóníið og setjið allt saman á fiskinn.
Setjið í ofninn í 10-15 mínútur.
Borðið girnilegan fiskinn með sósunni.
Það má setja tómata yfir þegar fiskurinn er tilbúinn.
Njótið!

Camilla og Þorbjörg

Hér eru uppskriftir frá keppni sem var miðvikudaginn 12. janúar 2011:

Meistarafiskur

1. Smyrjið formið með smjöri.
2. Setjið 1/2 - 1 msk. af rifnum osti á botninn og rífið niður heila gulrót og látið hana yfir ostinn.
3. Skerið fiskinn niður í búta. Saltið síðan fiskinn og látið hann í formið. Stráið síðan heilhveiti yfir allt saman. (1 dl af heilhveiti)
4. Látið síðan papriku- og jurtasaltskrydd yfir (1 tsk. af hvoru). Smyrjið pítusósu yfir og látið 1 tsk. af rjómaosti og 1 dl af matreiðslurjóma.
5. Skerið niður grænmetið (púrrulauk, lauk, papriku). Stráið því yfir allan fiskinn. Þegar það er búið látið örlítið krydd (fiskikrydd).
6. Og í lokin stráið 1-2 dl af osti yfir grænmetið.

Martyna og Lísa

- * - * - * - * - * -

1. - 2. sæti: Eplafiskur

1/2 epli skorið og sett í botninn. Fiskurinn er settur ofan á og bætt er við papriku, pizzusósu og osti.
Síðan sett í ofn á 200°.

Andri og Yonatan

- * - * - * - * - * -

1. - 2. sæti: Karrýfiskur
Fiskur:
rifin gulrót
skorin paprika
skorinn púrrulaukur
1 rif hvítlaukur
1/2 tsk. karrý
1/2 tsk. salt
Sósa:
2 msk. rjómi
2 msk. rjómaostur
pínulítið af karrý

Smyrjið eldfast mót. Setjið síðan gulrót og niðurskorna papriku, smá púrrulauk og svo fiskinn og smá karrý og sett inn í ofn.

Björk og Sandra

- * - * - * - * - * -

Framandi fiskréttur
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. sítrónusafi
1/4 tsk. karrý
1 1/2 gulrót
  púrrulaukur
  paprika
  fiskur
  Sósa:
  1 tsk. rjómaostur
  2 dl rjómi
  2 msk. ostur
Darri og Ragnar

- * - * - * - * - * -

Eðal fiskréttur
1. Grænn og hvítur púrrulaukur
2. Hálfur tómatur
3. 1/5 epli
4. 1/2 paprika
5. 1 hvítlauksgeiri
   6. Fiskur
   7. Fiskikrydd
   8. Paprikukrydd
   9. Steinselja
 10. Chili sósa
  11. Gulrætur
  12. Rjómaostur 1 tsk.
  13. 1 1/2 dl af rifnum osti
  14. Ein kartafla
 1. Smyrjið fatið og látið rifnar gulrætur í það á botninn.
 2. Skerið allt grænmeti í smáa bita (geymið eplið, eina sneið af púrrulauk og eina langa sneið af papriku).
 3. Látið allt grænmetið saman í skál og látið nægilega mikið af chili sósu í. Hrærið vel saman.
 4. Skerið fiskinn niður í frekar litla bita og stráið smá heilhveiti á hann.
 5. Setjið sósuna ásamt grænmetinu á gulræturnar og stráið síðan osti yfir. Látið fiskinn og kryddið yfir og svo ost. Setjið svo réttinn inn í ofn og svo tvo eplabita f. augu, papriku f. munn og púrrulauk f. nef.

Kamilla Rós og Selma Dögg

 

Hér eru uppskriftir frá keppni sem var haustið 2010:

1. verðlaun: Vaka vaka fiskur
 1. Stilla ofninn á 200°C
 2. Smyrjið eldfast mót m/ bráðnuðu smjöri
 3. Skerið ýsuflak í hæfilega stór stykki
 4. Setja 1 egg salt og pipar í skál og hrærið saman með pínu karrý
 5. Rúlla fisknum í eggjablönduna
 6. Gera rasp úr heilhveiti og hvítlaukskryddi
 7. Rúlla fisknum í raspinu
 8. Skera gulrætur, blaðlauk og paprikku í bita og raða á botninn á mótinu
 9. Setja fiskinn á grænmetið
 10. Setja chily sósu ofan á fiskinn
 11. Strá rifnum osti ofaná og hafa hann í ofninum í 20 mín eða 15

 Erna,  Gústi  og Czarvin

- * - * - * - * - * -

Paprikufiskur

Ofninn stilltur á 200°C
Stráið svo osti í formið og veltið svo fisknum uppúr pizzusósu og setjið í formið.
Stráið svo pepperoni og paprikku ofaná og meiri osti.
Og skellið svo inní ofn.

Móeiður, Eyþór,   Emma

- * - * - * - * - * -

Kryddaður eplafiskur
 1. Pensla mótið með bráðnu smjöri
 2. Skera fiskinn í sneiðar ekki of smátt
 3. Söltum fiskinn
 4. Svo setjum við Herbamare original
 5. Græn epli saxa það í litla bita
 6. Setja fiskinn í mótið
 7. Krydda hann með basilikum   og paprikukryddi
 8. Dreifa chili sósu á fiskinn
 9. Setjum eplasneiðar ofaná  fiskinn og smá ost  á fiskinn og nokkra dropa af sítrónu

- * - * - * - * - * - 

Hakuna matataa fiskur
 1. Stilla ofn á 200°C og smyrja fatið
 2. Blanda rjómaosti, rjóma og karrý í skál
 3. Skera fiskinn og láta hann í fatið, strá salti yfir
 4. Bæta kexi og hvítlaukskryddi í sósuna
 5. Láta paprikku og lauk á fiskinn
 6. Setja sósu og ost ofan á
 7. Borða   : - )

- * - * - * - * - * -

Firetruck
 1. Kveikið á ofni á 200°C
 2. Smyrjið eldfast mót m/ bræddu smjöri
 3. Skerið ýsuflak í hæfilega stóra stykki
 4. Hreinsið og skerið paprikku, tómata og grænt epli í litla bita
 5. Raðið fiskistykkjunum í smurt mótið
 6. Stráið basilicum, hvítlaukskryddi, paprikkunni, tómötunum og eplunum  yfir fiskbitana
 7. Bakið í ofni í 15 – 20 mín

 Frikki og Birta

Hér eru uppskriftir frá keppni sem var haustið 2009:

1. sæti í A-hópi 2009: Papriku-fiskur
Áhöld:
Eldfast mót, bretti, hnífur og álpappír
Innihald:
Fiskur, paprika, laukur, púrrulaukur, krydd, ostur, hvítlaukssalt og paprikuostur
Aðferð:
Við smurðum eldfast mót, svo skárum við niður grænmeti, papriku, lauk og púrrulauk í litla bita.  Síðan tókum við paprikuostinn og létum þunnt lag af honum í eldfasta mótið og settum grænmetið yfir hann.  Síðan krydduðum við fiskinn með hvítlaukssalti og létum hann á grænmetið.  Síðan stráðum við osti yfir og söxuðum lauk og papriku og stráðum því líka yfir og að lokum stráðum við þurrkaðri steinselju yfir og inn í ofn á 200° C 10 – 15 mín. með álpappír og 20 – 25 mín. án álpappírs.

Alena  og  Birta

- * - * - * - * - * - 

Góðhjartaði fiskurinn
Það sem þarf:
1 ýsuflak
2 gulrætur
1 geiri hvítlaukur

  1 eldfast mót
  1/2 laukur
  2 kartöflur

  1/3 púrra
  1/2 paprika
  25 grömm smjörlíki

Stillið ofninn á 200°C
Skerið flakið í nokkra bita, einn af þessum bitum verður að skera í hjartalaga form.  Skerið allt grænmeti nema hvítlaukinn í bita.  Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og setjið þær ásamt grænmetinu á botninn á eldfasta mótinu og setjið fiskinn ofaná en sá hjartalaga í miðjuna.   Dreifið kryddi yfir og notið rifjárn til að rífa hvítlaukinn yfir.  Setjið litla smjörklumpa ofaná réttinn (þeir bráðna síðan).  Setjið álpappír yfir og stingið réttinum í ofninn.  Eftir 10 mín. í ofni skal fjarlægja álpappírinn og elda fiskinn í 20 – 25 mín. í viðbót.  Þegar fiskurinn er tilbúinn látið nærkomandi aðstoðarskólastjóra smakka á réttinum. 

Bon appetit!  Steinunn og Arney

- * - * - * - * - * - 

Massívur fiskréttur
1 stk. lítið flak af ýsu
2 gulrætur
Púrrulaukur
Paprikurif
Smá salt
Krydd að eigin smekk


  Rifinn ostur
  Hvítlauksrif

Rífðu gulræturnar niður í botninn.  Skerðu paprikuna, púrrulaukinn og hvítlaukinn og settu hann í smurt, eldfast mót.  Skerðu fiskinn saltaðu hann og settu ofan á grænmetið.  Kryddaðu að eigin smekk, settu rifna ostinn yfir og settu inn í ofninn.

Sindri og Friðgeir

- * - * - * - * - * - 

Fiskibomban
2 1/2 gulrætur
1/4 paprika
Púrrulaukur eftir smekk
Ýsa
1 dl ostur
Sósa:
Rjómaostur með kryddblöndu
Rjómi
Hrærið allt saman
Aðferð:
Takið gulrætur, þvoið og rífið þær niður. Takið líka púrru og papriku og skerið þær niður. Setjið svo allt grænmetið á botninn á smurðu, eldföstu móti. Setjið grunnsaltið, svo fiskinn yfir grænmetið. Setjið svo sósuna yfir fiskinn. Stráið svo ostinum yfir og setjið í ofninn á 250°C
Njótið!  :)  Mihael og Sturla

- * - * - * - * - * - 

Fiskréttindi

1 lítið ýsuflak 
2 gulrætur
¼ paprika 
½ dl ostur
Smá fiskikrydd 
Smá salt 
Sósa:
1 msk. rjómaostur 
2 ½ dl rjómi 
1 msk. sýrður rjómi 
1 tsk. jurtasalt
1 tsk. garam masala 
1 tsk. þurrkuð steinselja
10 – 25 mín. í ofni með álpappír og 10 mín. án álpappírs í smurðu, eldföstu móti.

Katla,  Móses

- * - * - * - * - * - 

Fiskbrauðrétturinn mikli

Innihald:
1 lítið ýsuflak 
2 gulrætur
1 tómatur 
1 hvítlauksgeiri
¼ paprika 
5 cm púrrulaukur


2 brauðsneiðar 
4-5 tsk. tómatsósa
2 dl ostur / má setja meira 
Herbamare
Durkee Parsley Flakes
Aðferð:
Kveikið á ofninum á 200° og smyrjið eldfast mót. 
Setjið brauðsneiðarnar í eldfasta mótið og smyrjið tómatsósu yfir, stráið osti yfir. 
Setjið grænmeti yfir og svo fiskinn.  Setjið ost yfir og bæði kryddin. 
Stráið restinni af grænmetinu yfir. 
Setjið í ofninn með álpappír yfir í tíu mín. og takið álpappírinn af. 
Látið vera í ofninum án álpappírs í 20 – 25 mín.

Margrét Ósk og Lilja María

- * - * - * - * - * - 

1. sæti í B-hópi 2009: Hressi fiskurinn

Áhöld:
Grænmetishnífur / skrælari 
Hnífur
Eldfast mót 
Skeið
Skál 
Rifjárn

Hvað notuðum við:

ýsuflak 
púrrulauk
½  paprika 
3 gulrætur
2 msk. paprikuostur 
1 msk. beikonostur
1 msk. matreiðslurjómi 
hvítlaukssalt 1 tsk.
1 msk. graslaukur 
smá steinselju (ef vill) }
1 tsk. fiskikrydd
Fyrst skárum við niður papriku og dreifðum um mótið. Síðan skárum við gulrætur í bita og dreifðum um mótið. Síðan skárum við púrrulauk og settum líka í mótið. Síðan settum við fiskinn og settum gulrætur og púrrulauk ofaná, líka papriku, ost og beikonost. Síðan rifum við niður gulrót og dreifðum og skárum fleiri paprikur og meira púrrulauk. Síðan settum við graslauk, steinselju og fiskikrydd og settum inn í ofn.

Halldóra og Emilía

- * - * - * - * - * - 

Fiskmundur

Áhöld: 
eldfast mót 
hnífur
hvítlaukspressa 
bretti 
álpappír

Hráefni: 
fiskur 
laukur
púrrulaukur 
hvítlaukur 
paprika 
paprikuostur 
salt 
hvítlaukssalt
paprikukrydd 
fiskikrydd

Við smurðum eldfast mót. Við kveiktum á ofninum á 200°.  Við skárum niður fisk í bita og söltuðum hann. Síðan skárum við niður lauk, púrrulauk og papriku. Við settum laukinn og púrrulaukinn í eldfast mót.  Svo settum við paprikuost yfir. Við settum fiskinn í mótið og settum paprikukrydd yfir. Við settum rjómaost, rifinn ost og hvítlauk, pressaðan niður  í eldfasta mótið. Síðan settum við fiskikrydd, hvítlaukssalt og meira paprikukrydd. Við settum álpappír yfir mótið og settum það inní ofn. Við bökuðum hann í 20 mínútur með álpappír og 10 mínútur án hans.

Júlía og Auður

- * - * - * - * - * - 

Ostafiskur

Hráefni: 
paprika 
þurrkuð steinselja
gulrót 
rjómaostur m. kryddi 
laukur 
chilisósa púrrulaukur 
matreiðslurjómi 
tómat 
salt 
fiskur


ostur 
paprikukrydd 
sítrónupipar 
hvítlaukssalt 
þurrkaður graslaukur
Aðferð:

Við smurðum eldfast mót.  Við skárum niður papriku, gulrætur, lauk púrrulauk og tómat.  Settum það í botninn á eldfasta mótinu.  Svo skárum við fiskinn í litla bita og settum hann yfir grænmetið, settum smá salt yfir það og síðan blönduðum við smurostinum, matreiðslurjómanum og chilisósunni saman  og settum sósuna yfir fiskinn.  Settum síðan ostinn yfir og kryddið.  Síðan inn í ofn á 200°með álpappír í 10-15 mínútur.

Jón og Hrafnhildur

- * - * - * - * - * - 

Fiskisæla

Áhöld:
eldfast mót  
hnífar  
bretti  
skál   
skeið  

Hráefni:
lítið ýsuflak
grænmeti
chilisósa
krydd
rifinn ostur
Við stilltum ofninn á 200°C Við smurðum eldfast mót. Við söxuðum grænmetið í litla bita og fiskinn skárum við í litla bita. Við létum grænmetið í litla skál og bættum chilisósu útí og blönduðum vel saman. Við létum fiskinn í mótið og stráðum lítið af osti yfir, settum svo grænmetischilisósuna yfir, settum pínulítið af ost og kryddi yfir. Svo settum við réttinn inn í ofn og álpappír yfir. Létum réttinn svo vera í ofninum með álpappír ofan á í 10 – 15 mín. Létum hann svo vera án álpappírs í 10 – 15 mín.

Embla, Ása,  Rúna

- * - * - * - * - * - 

Fiskur í eldföstu móti

Innihald: 
paprika
sítrónupipar
fiskur
salt
púrrulaukur
fiskikrydd
ítölsk hvítlauksblanda
herbamare
hvítlaukssalt
sítrónusafi
 

Sósa: 
rjómaostur með kryddblöndu
chilisósa
sítrónupipar
hvítlaukssalt
ítölsk hvítlauksblanda
Aðferð:  Við byrjuðum á því að smyrja eldfast mót og dreifðum papriku á botninn.  Síðan settum við fiskinn yfir og söltuðum hann.  Við settum síðan púrrulauk yfir og hvítlauk.  Eftir það helltum við sósunni yfir  og krydduðum með sítrónupipar, sítrónusafa, ítalskri kryddblöndu, fiskikryddi, hvítlaukssalti, herbamare og graslauk.  Síðan rifum við ost og stráðum yfir og settum álpappír og í ofninn.

Kári og Einar Darri

Skerið fiskinn í tvöfalt sinnum munnlega bita og leggið ofan í penslað form

Skerið grænmeti og leggið þar sem sér í botninn á forminu

Stráið salti og kreistið sítrónusafa yfir fiskinn

Blandið saman rjómaosti og rjóma og keyrið með þeytara.  Setjið chilisauce ofan í á meðan þið þeytið.  Stráið kryddinu í sósuna þegar búið er að þeyta.

Sósan verður froðuleg en það mun breytast í ofninum.  Hellið sósunni jafnt yfir fiskinn og bætið herbamare original, garlic salt, dill og fiskikryddi við og rífið svo ost yfir.

 

 

 

 

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102