Denmark       United Kingdom

Verkhringur

Verkhringur

Haustið 2005 hófst verkefni á unglingastigi sem kallað er verkhringur.

Helstu markmiðum verkhringsins er lýst hér á eftir en til áréttingar er rétt að eftirfarandi komi fram varðandi stöðuna í skólanum þegar þetta verkefni hófst:

Verkhringurinn er til þess að dýpka og gera merkingarbærari námsgreinar þeirra kennara sem að honum standa.

Á undanförnum árum hefur unglingastigið þróast með sterkari hætti en áður í átt til fagkennslu með faggreinastofum. Með þeirri skipulagsbreytingu var horfið frá því skipulagi sem ríkt hafði hér um áratugi að nemendur á unglingastigi hefðu heimastofur. Með breytingunum hurfu eða minnkuðu líka þær áherslur og þeir möguleikar að umsjónarkennarar tækju sig saman, blönduðu nemendum í árgangi og stigskiptu verkefnum eða gæfu kost á fjölbreyttari verkefnum.

Öllum er ljóst að þema- og verkefnavinna gerir kröfur til nemenda um meiri ábyrgð á tíma sínum og skipulagi, en verkefnin eru um leið nær áhugasviði nemandans og getu einstakra nemenda og höfða þannig til þeirra.

Markmið

 • Nálgast getu og áhugasvið nemenda.
 • Auka starfsgleði nemenda. (Líkur eru á því að aukin starfsgleði smiti út í námið á unglingastigi almennt og auki þannig námsáhuga.)
 • Gefa svigrúm fyrir sköpun og sjálfvalin verkefni innan grunngreina eða með samþættingu greina.
 • Auka félagslega blöndun nemenda á unglingastigi til að skapa meiri heild og einingu. 
 • Gefa kennurum kost á að nálgast nemendur við frjálslegri aðstæður.
 • Vera með meira val og þannig nálgast meira fyrirmæli aðalnámskrár.
 • Gefa kost á tímum þar sem utanaðkomandi aðilar geta átt samskipti við nemendur. (Margir aðilar koma á hverju ári með hverskonar mikilvæga fræðslu. Þá hefur þurft að taka tíma frá grunngreinum á unglingastigi og skerða tíma þeirra. Einnig þarf skólastjóri og umsjónarmaður félagsstarfs oft að nálgast allan unglingahópinn.) 

Framkvæmd

Stundaskráin er opnuð kl. 13:45 til 15:10 á miðvikudögum. Fyrstu miðvikudagar á haustönn eru m.a. notaðir í til að kynna fyrirkomulagið og starfið almennt í unglingadeild, kosningar í nefndir nemendaráðs, fótboltamót og fleira.

Hringekja hefst í 7. eða 8. viku þar sem nemendum er blandað þvert á árganga. Í hringekjunni skipuleggja 6 umsjónarkennarar unglingastigs verkefni í námsgreinum sínum. Um er að ræða 6 hópa og 6 verkefni sem allir nemendur fara í gegnum.

Þegar hringekju lýkur kemur tímabil fram að jólaprófum. Það tímabil er hægt að nota undir  alls kyns fræðslu eða spurningakeppni unglingastigs.

Á vorönn eru unnin sjálfstæð verkefni nemenda þar sem nemendur fá tækifæri til að skipuleggja sjálfir tiltekin verkefni og ljúka þeim með skilum og skilyrðum sem þeir setja sjálfir. Vinnan við sjálfstæðu verkefnin hefur farið fram hvar sem er – þarf ekkert endilega að vera í skólanum. Eftir 4-5 vikna vinnu fara vinnuskil hópanna fram á sal skólans og eru fjölbreytileg - allt frá því að skila vinnubókum og veggspjöldum upp í framsögur og kvikmyndasýningar.

Að kynningum loknum og fram að vorprófum eru ýmist fyrirlestrar á sal eða verkefni skipulögð af umsjónarkennurum.

Gestainnlegg á sal á tíma verkhringsins geta verið margs konar, svo sem:

 • Forvarnir
 • Heimsóknir höfunda
 • Skyndihjálp
 • Kannanir
 • Framhaldsskólakynningar

Blöndun milli hópanna hefur dregið úr ríg á milli bekkja. Nemendur vinna sjálfstætt og þurfa sjálfir að halda utan um verkefnin sín og standa skil á þeim í tíma.

Svona verkefni eykur lýðræði, samvinnu og styður við sjálfstæða hugsun nemenda.

Þessi vinna byggir á þéttri samvinnu kennara á unglingastigi og hefur ævinlega tekist mjög vel.

Hér er hægt að skoða dæmi um sjálfstæð verkefni nemenda frá vorönn 2015.

 

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102