Skip to content

Nýir vinaliðar

Nú er komið að því að fara að velja nýjan hóp vinaliða.

Vinaliðar haustannar ljúka þessari viku og síðan eru þeir lausir allra mála. Þeir hafa staðið sig einstaklega vel. Það er erfitt að vera frumkvöðull nýs verkefnis eins og vinaliðaverkefnið er, því aðrir nemendur hafa líka þurft tíma til að kynnast verkefninu.

Eins er það alltaf fyrst þannig að þróa þarf verkefnið og breyta og bæta eftir því sem þörf krefur. En við Íris þökkum fráfarandi vinaliðum innilega fyrir góð störf. Framundan er þakkardagur, en nánari upplýsingar um hann koma síðar.

Nemendur 3. – 7. bekkjar eru þessa dagana að tilnefna nýja vinaliða og í framhaldi af því hafa umsjónarkennarar samband heim til að athuga hvort þeir tilnefndu vilji taka verkefnið að sér. Næstkomandi föstudag verður leikjanámskeið í íþróttahúsinu og í næstu viku munum við funda og skipuleggja næstu tvær vikur þar á eftir. Verkefnið fer svo af stað með nýjum vinaliðum mánudaginn 21. janúar.

Vonandi eru allir ánægðir með vinaliðaverkefnið, en við erum alltaf opin fyrir ábendingum um það sem betur mætti fara.