Óskilamunir í glerskála !

Ágætu foreldrar og aðrir aðstandendur
Á föstudagsmorgun, 11. desember, verður glerskálinn opinn frá kl. 8:00 til 9:00. Þar verða óskilamunir á borðum og foreldrum gefst tækifæri til að koma og fara í gegnum þá.
Gengið er í glerskálann beint af lóð, fullorðnir skulu bera grímu, aðeins geta verið 10 manns inni í skálanum í einu.