Skip to content

Öskudagsfjör

Það var mikið fjör í skólanum á öskudegi, miðvikudaginn 6. mars. Unglingarnir settu upp ýmsar stöðvar með kennurum sínum, þar sem krakkarnir gátu farið á milli:

Hljóðstúdíó, vinabönd/loom, Just dance, föndur, karókí, spilastöð, draugahús, sirkusstöð, andlitsmálning, fléttur í hár, spákonur, forritun og núvitund. Auk þess stýrðu íþróttakennarar og unglingar þrautabrautum og annari hreyfingu í íþróttahúsi. Þetta var einstaklega vel heppnað og allir glaðir. Seinnpart dagsins var haldið öskudagsball fyrir nemendur á miðstigi.