Skip to content

Öskudagsfjör

Á morgun, öskudag, verður öskudagsfjör í skólanum. Nemendur mæta í skólann skv. stundatöflu, en eftir morgunfrímínútur mun verða boðið upp á alls kyns afþreyingu út um allt skólahús ásamt íþróttahúsi. Gleðin stendur til kl. 11:30, en þá fara nemendur í mat og í frímínútur. Eftir matinn eru nemendur í 5. – 10. bekk búnir í skólanum. Að loknu hádegishléi verður dagskrá fyrir 1. – 4. bekk til kl. 13:40. Klukkan 13:40 fara þau börn í Halastjörnu sem eru skráð þar, en hin fara heim. Nemendur mega mæta í skólann í búningum ef þeir vilja. Athugið að engin vopn eru leyfð.