Skip to content

Öskudagur

Í dag er öskudagur. Þessi mannvera er svo sannarlega fulltrúi skólans. 😉  

Unglingarnir og kennarar stýrðu á öskudagsfjöri í dag ótal smiðjum út um allan skóla, eins og íþróttaþrautum, karókí, draugahúsi, „Just Dance“, sirkusatriði, spilum, gátum, kosningu um bestu barnabækurnar, fléttum, núvitund, andlitsmálningu, forritun, spákonum, hljóðstúdíó og vinaböndum.

Allt gekk einstaklega vel og vonandi allir glaðir eftir daginn.

Nú eru komnar á heimasíðuna myndir frá öskudagsgleðinni í skólanum. Smelltu hér til að skoða þær.