Skip to content

Réttarhöld í 10. bekk

Nemendur og kennarar í 10. bekk hafa unnið að metnaðarfullu verkefni sem lauk með réttarhöldum á sal skólans. Verkefnið fólst í því að kynna sér málefni til hlítar og var nemendum skipt í hópa eftir málefnum sem brenna mikið á okkur öllum og þau voru:

  • Dýr í útrýmingarhættu
  • Fatasóun
  • Matarsóun
  • Hlýnun jarðar, sjálfbær orka
  • Plastnotkun

Síðan var hópunum skipt í tvennt innan málefnisins þar sem hóparnir töluðu ýmist fyrir hönd ,,nútímans“ sem varði það sem verið er að gera í þessum málum í dag eða fyrir hönd ,,framtíðarinnar“ sem var að ásaka ,,fortíðina“ fyrir að hafa ekki gert nóg í viðkomandi málaflokki.

Það var augljóst að nemendur voru búnir að leggja sig mikið fram í aðdraganda réttarhaldanna með því að kafa djúpt í málaflokkana sem skilaði öruggum málaflutningi. Nemendur höfðu jafnframt fyrir því að klæða sig upp eftir því í hvaða hlutverki þau voru í réttarhöldunum sjálfum og voru jakkaföt og dragtir áberandi hjá lögfræðingunum. Hin ýmsu vitni voru jafnframt klædd eftir hlutverki og t.a.m. mætti Greta Thunberg til að bera vitni í dómsmálinu um hlýnun jarðar.

Nemendur buðu foreldrum sínum að þiggja kaffi og veitingar í lok réttarhaldanna. Það eiga allir bæði nemendur og kennarar hrós skilið fyrir frábært verkefni.