Skip to content

Réttindaskóli- og frístund UNICEF

Réttindaráð Háteigsskóla hefur verið að funda eftir áramót þar sem framundan er vinna við að útbúa aðgerðaráætlun fyrir Háteigskóla, Halastjörnuna og Félagsmiðstöðina 105. Þessi aðgerðaráætlun mun leiða réttindastarfið okkar út næsta skólaár.

Nemendur eru áhugasamir um vinnuna og niðurstöður stöðumats sem var lagt fyrir alla nemendur frá 1.-10. bekk sýndu að nemendur eru meðvitaðir um réttindi sín og hafa miklar skoðanir á málum sem snúa að börnum og ungmennum.

Við minnum alla á að hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Unicef