Samvinna barnanna vegna – fundur foreldra í hverfinu – Vesturbær, Miðborg og Hlíðar

Heimili og skóli – landsamtök foreldra boða til fundar í hverfinu ykkar. Yfirskrift fundarins er Skiptir samvinna foreldra máli fyrir farsæld barna? Hvað get ég lagt af mörkum til að auka vellíðan barna í mínu nærsamfélagi?
Fundurinn er ætlaður foreldrum og forsjáraðilum barna í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum.
Þriðjudaginn 21. mars 2023
Tími: 19:45 – 21:00
Staðsetning: Salurinn Skriða, Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.
Hvetjum öll til að skrá sig. Skráning hér: https://forms.gle/4KxTn5LjzXxNDv2U6
Fundurinn verður aðgengilegur í streymi fyrir þá sem ekki komast á staðinn. Ath. að það er mikilvægt að skrá netfang ef maður vill fá link á streymi.