Skip to content

Skemmtileg verkefni í hönnun og smíði

Nemendur hafa verið iðnir í hönnun og smíði frá skólabyrjun. Þar hafa þeir fengið að prófa sig áfram með ýmis áhöld og efni eins og venjan er í smíðastofunni. Nemendur í 5.- 7. bekk fóru í tálgunarbúðir hjá Flóru kennara og bjuggu til þessa glæsilegu jólasveina.

Nemendur í 6. 7. og 8. bekk hönnuðu klukkur og það er augljóst að þeir lögðu sig fram við verkið þar sem klukkurnar eru hver annarri ólíkari og skemmtilegri.