Skólaárið hafið (myndband)
Þá er skólaárið hafið með öllum sínum ljóma. Hér í Háteigsskóla hefur verið líf og fjör síðustu vikur og allir virðast una glaðir við sitt.
Nemendur hafa verið iðnir og í meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir m.a. frá kökubakstri á yngsta stigi, þemavinnu um Ísland í 5. bekk, kennslustund á unglingastigi, bekkjarsáttmála sem 4. bekkur setti sér í sameiningu og danstíma í 3. bekk.