Skip to content

Nýjar niðurstöður úr Skólapúls í 6. – 10. bekk

Niðurstöður úr Skólapúls könnun í 6.-10. bekk er nú komin á vef skólans undir flipanum Um skólann – Mat á skólastarfi – Skólapúls mars 2023.

Myndin sem er hér með fréttinni er samantekt á öllum opnum svörum nemenda um það hvað nemendum finnst vera gott við Háteigsskóla eftir fyrirlögn í mars 2023. Þar kemur fram að nemendur eru ánægðir að eiga góða vini í skólanum. Þeir eru ánægðir með góðan hádegismat. Eins og áður þá snýr stór hluti svaranna að okkar frábæru kennurum og hversu góðir, skemmtilegir og vinsamlegir þeir eru. Nemendur nefna einnig íþróttir, sund og stærðfræði sem skemmtilegar námsgreinar.