Skip to content

Skólapúls í 6.-10. bekk

Niðurstöður eftir fyrirlögn í febrúar 2022 eru komnar inn á síðuna Mat á skólastarfi. Hér fyrir ofan má sjá svör nemenda hvað þeim finnst sérstaklega gott við Háteigsskóla.

Skólapúls er könnun sem lögð er fyrir nemendur í 6.-10. bekk á virkni þeirra, líðan, skóla- og bekkjaranda. Nemendahópnum er skipt í 5 úrtakshópa með um 40 börnum í hverjum hóp, þar sem kynja- og aldursblöndun er jöfn. Í lok vetrar eru því allir nemendur búnir að svara könnuninni. Nemendur svara um 60 spurningum í nafnlausri könnun á netinu og er reynt að velja dag í miðjum mánuði þannig að utanaðkomandi viðburðir hafi sem minnst áhrif á svör þeirra. Í byrjun næsta mánaðar fær skólinn sendar niðurstöður og getur borið þær saman við aðra skóla, milli árganga og kynja og einnig skoðað breytingar í skólanum frá einum tíma til annars.