Skip to content

Skólapúls og Lesfimi

Nú er hægt að nálgast niðurstöður úr Skólapúlsinum (6. – 10. bekkur) þ.e. heildarniðurstöður eftir skólaárið. Við erum afskaplega ánægð með útkomuna og sjáum vel áherslur skólans birtast í svörum nemenda okkar á mið- og unglingastigi Skólapúls – heildarniðurstöður 2021-2022

Einnig er hægt að sjá þriðju og síðustu samantektina í lesfimiprófun Menntamálastofnunnar sem fór fram núna í maí. Niðurstöður eru birtar fyrir hvern árgang fyrir sig – Lesfimi í Háteigsskóla – maí 2022

Við minnum á að hægt er að nálgast samantekt á ýmsum könnunum og prófunum hér á síðunni undir flipanum Skólinn og Mat á skólastarfi .