Skip to content

Skólapúlskönnun í 6.-10. bekk

Niðurstöður úr Skólapúlsinum frá skólabyrjun má finna undir flipanum Skólinn – Skipulag – Mat á skólastarfi  en þar má einnig finna ýmsar niðurstöður úr innra og ytra mati skólans.

Við gleðjumst yfir góðum niðurstöðum í einstaka þáttum og ber það merki þess að bæði nemendur og starfsfólk hefur lagt sitt af mörkum til þess bæta það góða starf sem er nú þegar í gangi. Nú þegar skólaárið er hálfnað þá eru eftirfarandi þættir taldir vera sterk einkenni nemenda í Háteigsskóla:

 • Ánægja af lestri
 • Þrautseigja í námi
 • Áhugi á stærðfræði
 • Trú á eigin námsgetu
 • Samband nemenda við kennara
 • Virk þátttaka nemenda í tímum
 • Tíðni leiðsagnarmats
 • Ég fæ að velja hvernig ég skila verkefnum
 • Ég hef aðgang að efnivið, aðstöðu og tækni
 • Ég fæ tækifæri til að vinna verkefni sem eru hluti af námi mínu

Nokkrar aukaspurningar eru lagðar fyrir nemendur sem snúa einnig að lífi þeirra utan skóla t.d. varðandi svefn, hreyfingu og matarræði.

Við viljum minna foreldra/forsjáraðila á það mikilvæga forvarnarhlutverki sem þeir sinna í lífi barna sinna.  Rannsóknir sýna að með verndandi þættina að leiðarljósi þá getum við í sameiningu tekist á við stórar áskoranir með góðum árangri.

Eftirfarandi þættir eru taldir vera mikilvægir verndandi þættir sem foreldrar/forsjáraðilar þurfa að hafa í heiðri í uppeldi barna á öllum aldri.

 1. Samvera foreldra og barna.
 2. Nægur svefn.
 3. Foreldar sýni umhyggju og setji skýr mörk.
 4. Foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra.
 5. Þáttaka barna í skipulögðu frístundastarfi.
 6. Virða útivistartíma.
 7. Skýr afstaða gegn neyslu áfengis, vímuefna, tóbaks, nikótínpúða, rafretta og koffíndrykkja.
 8. Samstarf, traust og þátttaka í foreldrastarfi, t.d. bekkjarsamningum, foreldraráðum og foreldrarölti.

Myndin sem fylgir þessari frétt er samantekt á opnum svörum nemenda í 6. – 10. bekk þegar þeir eru beðnir um að lýsa því hvað þeim finnst gott við Háteigsskóla.