Skólasetning 2021 hjá 2.- 10. bekk.

Kæru foreldrar/forsjáraðilar,
Mánudaginn 23. ágúst verður skólasetning í Háteigsskóla með breyttu sniði.
Í stað þess að hver og einn árgangur mæti á tilsettum tíma á sal mæta nemendur í skólann kl. 10:00 og fara heim kl. 12:00.
Allir fara í sína heimastofu þar sem þeir hitta umsjónarkennara sinn og fara yfir skólabyrjun ásamt því að hitta aðra kennara og starfsfólk skólans.
Vegna stöðunnar á COVID geta foreldrar ekki mætt á skólasetningu og ungmenni í grunnskólum verða bólusett á þessum degi. Við tókum því þessa ákvörðun með það í huga að koma til móts við nemendur og ykkur foreldra.
Athugið nemendur í 1. bekk koma ekki á skólasetningu. Þeir koma í boðað viðtal með foreldrum sínum. Viðtölin eru á mánudag 23. ágúst og þriðjudag 24. ágúst.
Ef eitthvað er hafið þá endilega samband við okkur.
Hlökkum til samstarfsins í vetur.
Arndís, Guðrún Helga og Sólveig