Skip to content

Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

Skólaárinu 2022 – 2023 var slitið miðvikudaginn 8. júní. Skólaslitin voru skipt niður eftir árgöngum í 1.- 9. bekk og útskrift 10. bekkjar var í lok dags.

Í 1. – 9 . bekk mættu nemendur og foreldrar á sal og kvöddu Arndís skólastjóri og Guðrún Helga aðstoðarskólastjóri, nemendur og foreldra áður en haldið var í kennslustofu með umsjónarkennurum þar sem nemendum var afhentur vitnisburður áður en haldið var út í sumarið.

Á útskrift 10. bekkjar eru að venju nemendur í 9. bekk fengnir til að stýra dagskrá og kom það í hlut Ingibjargar Fíu og Ásbjarnar Hlyns. Anna Valgerður Káradóttir spilaði á básúnu og Humi kennari spilaði á píanó. Styrmir Goði Sigfússon flutti ljóð og Árelía Mist og Brynjar Bragi lásu upp fallegar kveðjur til starfsmanna skólans og nokkrir nemendur afhentu þeim blóm. Hekla Margrét Halldórsdóttir söng lagið Warrior eftir Demi Levato. Trausti Már Ingason foreldri flutti ávarp og bekkjarfulltrúar kvöddu skólann, starfsmenn og kennara með fallegum orðum. Eftir að Anna María og Anna Sigríður umsjónarkennarar höfðu afhent vitnisburði þá voru veittar viðurkenningar fyrir framfarir og þrautseigju í námi ásamt viðurkenningum fyrir félagsstörf. Að því loknu var skóla slitið af Arndísi skólastjóra og árgangur 2006 þar með útskrifaður úr grunnskóla. Friðbert Darri Bjarkarson og Daniela Hjördís Magnúsdóttir fluttu lagið Traustur vinur og salurinn tók undir með þeim. Boðið var upp á léttar veitingar að lokinni athöfn og þar var mikið faðmast, teknar margar myndir og allir héldu sælir og glaðir á vit nýrra ævintýra.

Við viljum þakka kærlega fyrir öll fallegu orðin og hlýjuna í garð skólans og starfsmanna okkar og óskum, enn og aftur, öllum okkar flottu útskriftarnemendum og foreldrum innilega til hamingju með daginn.