Skip to content

Mötuneyti Háteigsskóla

Yfirmaður mötuneytis er Gunnar Ólafur Eiríksson
netfang hans er: Gunnar.Olafur.Eiriksson@rvkskolar.is

Langflestir nemenda og starfsmanna borða daglega í mötuneytinu þar sem markmiðið er að bjóða upp á hollan og góðan heimilismat. Fiskur er í boði tvisvar í viku og ávextir og grænmeti daglega.

Nemendur eiga kost á að kaupa mat í áskrift, sem greitt er fyrir mánaðarlega. Gjaldið er 10.290kr. á mánuði og er innheimt með greiðsluseðli eða í gegnum greiðslukort, mánuð í senn.
Foreldrar greiða einungis skólamáltíð fyrir tvö börn, önnur njóta 100% afsláttar.

Sótt er um mataráskrift í gegnum Rafræna Reykjavík.

Tilkynna þarf um breytingar á áskrift fyrir 20. hvers mánaðar annars endurnýjast áskriftin sjálfkrafa.

  • Matseðil hvers dags má sjá á forsíðu vefsíðu skólans
  • Í nestistímanum að morgni er sjálfsagt að hafa hollt og gott og einfalt nesti t.d. ávexti eða grænmeti.

Hér má finna nánari upplýsingar um skólamötuneyti Reykjavíkur.
https://reykjavik.is/thjonusta/motuneyti-i-grunnskolum