Skip to content

Skólaráð Háteigsskóla

Almennar upplýsingar

 

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Samkvæmt 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið áður en endaleg ákvörðun um þær er tekin. Í starfsáætlun eru fjórir fastir á fundir skólaráðs en að auki er ráðið kallað saman ef upp koma mál sem nauðsynlegt þykir að bera undir það og fjalla um.  

Fundirnir hefjast alltaf kl. 8:30 og standa í klukkustund.

 

 

Handbók um skólaráð

Haustið 2019 var gefin út Handbók um skólaráð – fyrir skólaráð. Í þessari handbók er fjallað um hlutverk skólaráðs og bent á hagnýtar leiðir sem skólaráðið getur haft til hliðsjónar í störfum sínum.

Handbókin á PDF

 

Fréttir úr starfi

Skólaslit og útskrift

Útskrift 10. bekkjar fer fram í kirkju Óháða safnaðarins að Háteigsvegi 56, þriðjudaginn 6. júní kl. 17. Skólaslit hjá 1.-9. bekk verður sem hér segir. Nemendur og…

Nánar