Skip to content

 Skólasafn Háteigsskóla

Skólasafn Háteigsskóla er á miðhæð B-álmu. Á safninu er góð námsaðstaða, aðgengi að borðtölvum, skjávarpi og prentari. Skólasafnið er vel nýtt af nemendum sem eru í leit að lesefni, fyrir sjálfsæða verkefnavinnu og af þeim sem vilja slaka á. 

Safnkosturinn samanstendur af úrvali fræðibóka og skáldsagana og er byggður upp í samstarfi og til að þjónusta nemendur og kennara. Einnig er úrval spila á safninu.

Meginregla  útlána skáldsagna er að hver nemandi hafi tvær bækur í frístundalestur, eina í skólastofu og aðra til heimalesturs en sjálfsagt er að fá fleiri bækur að láni. Einnig eru bækur og gögn lánuð til nemenda í tengslum við nám  í faggreinum s.s.  fræðibækur og kjörbækur í ensku og íslensku. 

Útlánatími er yfirleitt einn mánuður og sjálfsagt að lengja útlán bóka sem er verið að lesa. Mikilvægt er að fara vel með öll gögn.  Ef eitthvað skemmist eða glatast þarf að tilkynna það til safnstjóra skólasafnsins.

Starfsemi skólasafnsins mótast af aðalnámskrá í upplýsinga- og tæknimennt og íslensku og í samstarfi við umsjónarkennara.  

Skólasafnið er almennt opið frá 8:20 til 14:30. Á mánudögum lokar safnið kl. 13:00.

Heiða Rúnarsdóttir er safnstjóri skólasafnsins hún er grunnskólakennari og bókasafns- og upplýsingafræðingur. Netfang:  Heida.Runarsdottir@rvkskolar.is

Hvað er vinsælast

 

 

Gott aðgengi