Skip to content

Umsjónarkennarar fylgjast með námi og þroska allra nemenda sem þeir hafa umsjón með. Þeir leiðbeina nemendum í námi og mati á því, eiga samvinnu við foreldra og forráðamenn eftir þörfum og hlúa að samskiptum meðal nemenda. Þeir reyna að stuðla að góðum bekkjaranda í bekkjum sínum, réttlátum vinnu- og umgengnisreglum og hvetjandi námsumhverfi. Þeir aðstoða nemendur og ráðleggja þeim um vinnulag, námsval og persónuleg mál. Þeir tryggja að upplýsingar um nemendur berist öllum kennurum sem málið varða.

Einkunn er gefin fyrir ástundun nemenda í 8. – 10. bekk og birtist hún á einkunnablaði.

Reglur um skólasóknareinkunn fyrir nemendur í 8. – 10. bekk:

Allir nemendur byrja með einkunnina 10 í skólasókn í byrjun annar. Stig fyrir frávik frá góðri ástundun og hegðun reiknast sem hér segir:
Of seint 1 stig             Án íþróttafata 1 stig                    Án heimavinnu 1 stig
Fjarvist 2 stig              Bókalaus 1 stig                            Vann lítið 1 stig
Veikindi 0 stig             Fór ekki að fyrirmælum 1 stig     Tækjatruflun 1 stig
Leyfi 0 stig                  Truflun í tíma 1 stig                     Vann vel 0 stig
Brottrekstur 3 stig

Skólasóknareinkunn reiknast sem hér segir:

Hægt er að leiðrétta skráningar innan 5 daga frá því að nemandi fékk yfirlit í hendur.

Allir nemendur geta sótt um hækkun skólasóknareinkunnar. Nemandi gerir þá samkomulag við umsjónarkennara sinn og getur þannig hækkað einkunn sína um 0,5 fyrir hverja viku sem skóla-sókn er óaðfinnanleg. Umsjónarkennari færir inn viðeigandi hækkun vikulega eða í lok hvers tímabils. Slíkan samning getur nemandi gert einu sinni á önn. Við það getur skólasóknareinkunn orðið hæst 9,0. Við fyrsta brot fellur samningurinn úr gildi. Nemandi missir þó ekki þau stig sem hann hefur áunnið sér á fyrri vikum.

Leiðsögn um úrvinnslu ástundunarvanda.

Ef misbrestur er á skólasókn nemanda ber skólanum skylda til að tilkynna það ráðgjafa foreldra og skóla hjá SFS. Viðvarandi skólasóknarvandi er tilkynntur til Barnaverndar Reykjavíkur enda er það vísbending um misbrest í aðbúnaði barns. (Mat á því hvað telst eðlileg skólasókn er í höndum hvers skóla. Í Háteigsskóla eru reglur um hvað telst óeðlileg skólasókn.)

Skólasóknarkerfi í 1. – 10. bekk Háteigsskóla – leyfi og veikindi.

Í tengslum við skólasókn nemenda er hér um að ræða viðbót við skólasóknarkerfi Háteigsskóla. Viðbót þessi við skólasóknarkerfið er vegna leyfis og/eða veikinda og leið til þess að bregðast við eða grípa inn í þegar vandi er orðinn í skólasókn nemanda.
Þegar nemandi er tilkynntur veikur eða í leyfi er forfallasaga hans skoðuð í samhengi við leyfis- eða veikindaforföll.
Greining er gerð á forföllum allra nemenda mánaðarlega. Miðað er við forföll önnur en langtímaveikindi, s.s. vegna slysa, samfelldra leyfa eða veikinda sem staðfest eru með vottorði læknis.

Viðbrögð vegna nánari skoðunar á skólasókn nemenda eru í eftirfarandi þrepum:

Þrep 1 (veikinda- og/ eða leyfisdagar)
Ef nemandi er með fleiri en 5 forfalladaga, sendir umsjónarkennari bréf til foreldra.

Þrep 2 (10 veikinda- og/eða leyfisdagar)
Ef nemandi er með fleiri en 10 forfalladaga, sendir umsjónarkennari bréf til foreldra. Ef hins vegar 80% eða meira af þessum forfalladögum eru veikindadagar, hringir skólahjúkrunarfræðingur heim og tekur erindið upp í nemendaverndarráði.

Þrep 3 (15 veikinda- og/eða leyfisdagar)
Ef nemandi er með fleiri en 15 forfalladaga, boðar umsjónarkennari foreldra til fundar ásamt skólastjóra/aðstoðarskólastjóra og tekur erindið upp í nemendaverndarráði ef þörf þykir.

Þrep 4 (20 veikinda- og/eða leyfisdagar)
Ef nemandi er með fleiri en 20 forfalladaga, boðar skólastjóri/aðstoðarskólastjóri foreldra til fundar ásamt fulltrúa frá þjónustumiðstöð.

Þrep 5 (30 veikinda- og/eða leyfisdagar)
Ef nemandi er með fleiri en 30 forfalladaga, greinir skólastjóri/aðstoðarskólastjóri nemendaverndarráði skólans um skólasókn nemandans sem tilkynnir til Barnaverndar Reykjavíkur.

Skólasóknarkerfi í 1. – 10. bekk Háteigsskóla – seinkomur og fjarvistir.

Nemendur fá einkunn fyrir skólasókn sem gildir fyrir allt skólaárið. Allir nemendur byrja með einkunnina 10 og skólasóknareinkunn er skráð á vitnisburðarblað og kemur þar fram eins og aðrar einkunnir um frammistöðu nemandans.

Skólasóknareinkunn er sýnileg í Mentor. Foreldrar fá reglulega sendar upplýsingar í tölvupósti um stöðu skólasóknar.

Komi nemandi í kennslustund eftir að kennsla hefst færa hann eitt fjarvistarstig.

Fyrir óheimila fjarvist fær nemandi tvö fjarvistarstig.

Viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar er í eftirfarandi þrepum:

5 fjarvistarstig:
Umsjónarkennari ræðir við nemanda. Foreldrar fá upplýsingar.

10 fjarvistarstig:
Fundur umsjónarkennara og nemanda ásamt foreldrum, tilkynnt til skólastjóra.

20 fjarvistarstig:
Fundur umsjónarkennara og nemanda ásamt foreldrum og skólastjóra/aðstoðarskólastjóra.

30 fjarvistarstig:
Fundur umsjónarkennara og nemanda ásamt foreldrum, skólastjóra/aðstoðarskólastjóra og
fulltrúa þjónustumiðstöðvar.

50 fjarvistarstig:
Nemendaverndarráð skólans tilkynnir skólasókn nemanda til Barnaverndar Reykjavíkur.

Úrvinnsla aga- og hegðunarfrávika.

Ef nemanda reynist verulega áfátt í hegðun ber kennara hans að leita orsaka þess og reyna að ráða bót á því.

  1. Kennari reynir að ráða bóta á vandanum í samvinnu við nemandann.
  2. Takist ekki að ráða bót á vandanum í samvinnu við nemandann er haft samband við foreldra eða forráðamenn.
  3. Takist ekki að ráða bót á vandanum í samvinnu við foreldra eða forráðamenn er leitað til skólastjóra um aðstoð.
  4. Skólastjóri kynnir sér málið með viðtali við nemandann og vinnur það síðan áfram í samvinnu við foreldra og umsjónarkennara.
  5. Skólastjóri leitar til sérfróðra ráðgjafa skólans um aðstoð, takist ekki að bæta úr hegðun barnsins í samvinnu við foreldra þess.
  6. Takist ekki samvinna við foreldra um vandann og ráðgjöf dugar ekki til vísar skólastjóri málinu til Barnaverndar Reykjavíkur.

Nemandi sem býr við sértækan vanda af einhverjum toga getur að einhverju leyti verið undanþeginn þessu úrvinnsluferli enda er hlutskipti hans þannig að oft er ekki hægt að gera venjulegar kröfur um hegðun og virðingu. Allir slíkir nemendur fylgja sérstökum hegðunarmótandi reglum sem umsjónarkennarar sjá um að séu til staðar í samvinnu við foreldra, deildarstjóra eða verkefnastjóra.

Viðvarandi skólasóknar- og ástundunarvandi er tilkynntur til Barnaverndar Reykjavíkur. Ákvörðun um tilkynningu er tekin að vel athuguðu máli í nemendaverndarráði þar sem umsjónarkennari er viðstaddur.

Minnt er á 5. grein reglugerðar nr. 1040 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins:
Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig bera foreldrar einnig ásamt börnum sínum ábyrgð á hegðun þeirra og framkomu gagnvart samnemendum og starfsfólki skóla og eiga að bregðast við afleiðingum hegðunar barna sinna í skóla.