
Velkomin á heimasíðu
Háteigsskóla
Háteigsskóli er grunnskóli án aðgreiningar og er fyrir nemendur í fyrsta til tíunda bekk. Nemendur skólans koma úr skólahverfinu en hann er opinn fyrir alla nemendur í Reykjavík á skólaskyldualdri eins og aðrir grunnskólar í borginni.
Í vetur eru rúmlega 440 nemendur í skólanum. Hér starfa 42 kennarar og 27 aðrir starfsmenn eða samtals 69. Skólinn á rætur að rekja til ársins 1908 þegar kennaramenntun hófst í landinu en þá var strax stofnað til æfingadeildar í tengslum við Kennaraskólann við Laufásveg.
Árið 1968 varð skólinn hverfisskóli í Reykjavík en jafnframt æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskólann. Skólinn hélt þessari sérstöðu sinni til ársins 1998.
Í dag er Háteigsskóli, eins og margir aðrir grunnskólar landsins, samstarfsskóli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um menntun kennara.
Stjórnendur skólans
Skólastjóri Háteigsskóla er Arndís Steinþórsdóttir. Netfang: arndis.steinthorsdottir@rvkskolar.is
Aðstoðarskólastjóri er Guðrún Helga Sigfúsdóttir. Netfang: gudrun.helga.sigfusdottir@rvkskolar.is
Deildarstjóri er Sólveig Rósa Sigurðardóttir. Netfang: solveig.rosa.sigurdardottir@rvkskolar.is
Verkefnastjóri unglingastigs er Svava Arnórsdóttir. Netfang: svava.arnorsdottir@rvkskolar.is
Verkefnastjóri stoðþjónustu er Kristín Gunnarsdóttir. Netfang: kristin.gunnarsdottir2@rvkskolar.is
Verkefnastjóri tölvu- og upplýsingamála er Guðfinna Hákonardóttir. Netfang: gudfinna.hakonardottir@rvkskolar.is