Skip to content
DSC04099

Velkomin á heimasíðu

Háteigsskóla

Háteigsskóli er grunnskóli án aðgreiningar og er fyrir nemendur í fyrsta til tíunda bekk. Nemendur skólans koma úr skólahverfinu en hann er opinn fyrir alla nemendur í Reykjavík á skólaskyldualdri eins og aðrir grunnskólar í borginni.

Í vetur eru rúmlega 500 nemendur í skólanum. Hér starfa 50 kennarar og 24 aðrir starfsmenn. Skólinn á rætur að rekja til ársins 1908 þegar kennaramenntun hófst í landinu en þá var strax stofnað til æfingadeildar í tengslum við Kennaraskólann við Laufásveg.

Árið 1968 varð skólinn hverfisskóli í Reykjavík en jafnframt æfinga- og tilraunaskóli við Kennaraskólann. Skólinn hélt þessari sérstöðu sinni til ársins 1998.

Í Háteigsskóla er metnaðarfullt skólastarf sem einkennist af framþróun í þágu náms fyrir alla með virðingu fyrir fjölbreytileika, mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum sérhvers nemanda í fyrirrúmi. Samskiptafærni og líðan allra í skólasamfélaginu eru í öndvegi ásamt því að efla seiglu og trú á eigin getu. Skólastarfið byggir á teymiskennslu þar sem sameiginleg ábyrgð kennara er á sérhverjum nemendahópi.

Í dag er Háteigsskóli, eins og margir aðrir grunnskólar landsins, samstarfsskóli við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um menntun kennara.

Hér má skoða viðhorfskönnun starfsmanna Háteigsskóla 2021

Stjórnendur skólans

Skólastjóri Háteigsskóla er Arndís Steinþórsdóttir. Netfang: arndis.steinthorsdottir@rvkskolar.is

Aðstoðarskólastjóri er Guðrún Helga Sigfúsdóttir. Netfang: gudrun.helga.sigfusdottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri er Sólveig Rósa Sigurðardóttir. Netfang: solveig.rosa.sigurdardottir@rvkskolar.is

Verkefnastjóri unglingastigs er Svava Arnórsdóttir. Netfang: svava.arnorsdottir@rvkskolar.is

Deildarstjóri stoðþjónustu er Theodóra Skúladóttir. Netfang: theodora.skuladottir@rvkskolar.is

Verkefnastjóri tölvu- og upplýsingamála er Guðfinna Hákonardóttir. Netfang: gudfinna.hakonardottir@rvkskolar.is

Verkefnastjóri ÍSAT er Kristín Gunnarsdóttir. Netfang: kristin.gunnarsdottir@rvkskolar.is