Skip to content

Sól hækkar á lofti

Sól hækkar á lofti og síðustu vikur hafa verið viðburðarríkar í skólastarfinu.

Nemendur sem eru með íslensku sem annað tungumál voru að æfa sig í að þekkja stafina í gegnum gagnvirk forrit á mms.is

Í heimilisfræði voru nemendur í 1. bekk að búa til hafragraut og 6. bekkur bakaði möffins.

Nemendur í 3. bekk voru í stöðvavinnu þar sem ýmis færni var æfð m.a. að búa til mismunandi skutlur og mæla hversu langt þær svifu eftir ganginum.

Nemendur á miðstigi fóru spenntir heim með afrakstur sinn í hönnun og smíði og finnst okkur klukkurnar þeirra frábærar.