Denmark       United Kingdom

Námsver

Kennsluskipan í sérkennslu

Sérkennslan fer fram ýmist innan eða utan bekkjar og er stuðningur við nemanda eða nemendahóp. Áherslan er ýmist á þroskamiðað nám sem stuðlar að auknum þroska nem­enda á hinum ýmsu þroskasviðum, t.d. skyn- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, mál­þroska, félags- og tilfinningaþroska eða stuðningsmiðað nám sem veitir nemend­um stuðning við hefðbundið námsefni bekkjarins.

Þroskamiðað nám leggur megináherslu á að auka almennan þroska á hinum ýmsu þroskasviðum t.d. skyn- og hreyfiþroska, vitsmunaþroska, málþroska, félags- og tilfinningaþroska. Þroskamiðað nám krefst einstaklingsáætlunar þar sem námsefni er aðlagað þroska og getu nemandans.

Stuðningsmiðað nám veitir nemendum stuðning við hefðbundið námsefni árgangsins. (Sbr. bekkjar- og hópnámskrá.) Oftast er meiri áhersla á þroskamiðað nám á yngri stigum en stuðningsmiðað hjá eldri nemendum.

Áherslur á stigum

Á yngsta stigi er megináherslan lögð á þroskamiðað nám og lestur og þá þætti sem liggja til grundvallar lestrarkennslu, svo sem markvissa málörvun. Í stöku tilfellum er veitt sérkennsla í stærðfræði í 2. – 3. bekk. Í 4. bekk er orðin talsvert meiri áhersla á stærðfræði.

 Á miðstigi er sérkennslan aðallega í íslensku og stærðfræði. Veitt er sérkennsla í lestri fyrir þá nemendur sem þess þurfa. Í flestum tilfellum fer sérkennslan fram einstakl­ings­­lega eða í litlum hópum, utan eða innan bekkjar og oft í formi námskeiða, sem standa yfir í 6 - 8 vikur. Einnig stendur nemendum á miðstigi til boða að koma í námsver til að læra án skipulags stuðnings.

Á unglingastigi er sérkennslan í íslensku og stærðfræði. Nemendur fara ýmist út úr bekk í litlum hópum, fá aðstoð inni í bekk eða mæta eftir skólatíma.

Tilboð sérkennslunnar er þannig:

  • Aðstoð við nám samkvæmt námsáætlun bekkjarins - stuðningsmiðað nám.
  • Sérkennsla samkvæmt einstaklingsnámsáætlun - þroskamiðað og/eða stuðnings­miðað nám.
  • Námskeið. 
  • Ráðgjöf þar sem sérkennari er foreldrum, umsjónarkennurum og stuðnings­full­trúum til ráðgjafar við val á námsefni fyrir nemendur með miklar sérkennslu­þarfir.
  • Logos lestrargreiningarpróf.
  • Námsver er opið nemendum sem ekki eru í sérstökum hópum.

Miðstöð námsvers er í stofu A-305. Verkefnastjóri sérkennslu er Theodóra Skúladóttir sérkennari, en einnig er Helga Sigurmundsdóttir sérkennari, Jóhanna Oddný Sveinsdóttir kennari og Ingunn Ásta Sigmundsdóttir í hlutastarfi auk ýmissa annarra kennara sem sinna einstökum nemendum.

Smelltu hér ef þú vilt lesa sérkennslustefnu skólans í heild sinni.

Hér er krækja á síðu sem lýsir kennslu íslensku sem 2. tungumáli.

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102