Denmark       United Kingdom

Sérkennslustefna skólans

Stefna Háteigsskóla í sérkennslu

Inngangur

Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla eiga þeir að taka við öllum börnum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til líkama og sálar, félagslegt og tilfinningalegt ástand eða málþroska. Þetta á við um fötluð börn og ófötluð, afburðagreind og greindarskert og allt þar á milli, börn úr afskekktum byggðarlögum, börn úr minnihlutahópum sem skera sig úr hvað varðar mál, þjóðerni eða menningu. Grunnskólum er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt og fatlaðir skulu stunda nám með öðrum nemendum eftir því sem kostur er. (Aðalnámskrá. Almennur hluti bls. 14)
Til þess að uppfylla þessi ákvæði þarf margvíslega þjónustu við nemendur, foreldra og aðstoð við kennara þeirra nemenda sem búa við sértækan námsvanda. Sérkennsla er stuðningur við nemanda eða nemendahóp sem þarfnast tímabundinnar aðstoðar eða samfellds stuðnings um lengri tíma. Barn hefur sérkennsluþarfir þegar það, einhverra hluta vegna, getur ekki nýtt sér þau kennsluúrræði sem standa til boða fyrir jafnaldra þess í eðlilegu námsumhverfi. Ástæðurnar fyrir því að nemandi getur ekki nýtt sér almenna kennslu eru margvíslegar. Reynt er að koma til móts við alla nemendur sem svo háttar til um ef þeir og foreldrar þeirra eru virkir þátttakendur í sérkennsluferlinu. Virk þátttaka foreldra í sérkennsluferli skiptir mjög miklu máli. Foreldrar sem eiga börn í sérkennslu þurfa að leggja meira á sig í stuðningi við börn sín en aðrir foreldrar og því verður skólinn að geta treyst.
Sérkennsla fer fram með ýmsum hætti. Hún getur verið í höndum sérkennara, umsjónarkennara eða í samvinnu þeirra beggja. Hún getur farið fram innan bekkjarins eða utan hans í smærri hópum eða sem einstaklingskennsla. Sérkennslu er sinnt í náinni samvinnu við foreldra viðkomandi barns sem fá upplýsingar um stöðu barnsins og hvernig sérkennslu verður háttað. Stuðningur foreldra er frumskilyrði þess að vel takist til. Gerð er áætlun um kennslu allra nemenda sem þurfa aðstoð, ýmist hóp- eða einstaklingsáætlun og er hún oft unnin í samvinnu sérkennara, umsjónarkennara, nemanda og foreldra.
Umsjónarmaður sérkennslu sinnir ráðgjafahlutverki fyrir nemendur, foreldra og kennara og stuðningsfulltrúa inni í bekkjum auk þess að vinna með nemendur. Háteigsskóli leggur áherslu á stöðugt endurmat aðgerða þannig að sem flestir njóti þjónustunnar þegar þörf er á. Þannig getur einn nemandi þurft tímabundinn stuðning í vissri námsgrein meðan annar þarf stöðugan stuðning í öllum námsgreinum og einstaklingsnámskrá.
Hér fyrir neðan er nánar greint frá í hverju þjónustan er fólgin og hvaða skilyrði nemandi þarf að uppfylla til að fá tiltekna þjónustu.

Kennslustundafjöldi í sérkennslu.

Skólinn fær úthlutað tímamagni í sérkennslu miðað við fjölda nemenda í skólanum. Nemendafjöldinn er margfaldaður með 0,145 og þannig fæst það tímamagn sem skólanum er ætlað til kennslu og annarrar þjónustu eins og greint er nánar frá hér fyrir neðan. Nokkrir nemendur bregða svo út af í þroska að þeir þurfa stuðningsfulltrúa eða aukna sérkennslu og þeim er úthlutað sérstöku tímamagni af Menntasviði Reykjavíkur. Þessi aukni stuðningur kemur til ef tilteknar skilgreiningar liggja fyrir og er úthlutunin í samræmi við skilyrði eða viðmið Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þannig er tímamagn skólans í sérkennslu almennt og sérstakt. Sérstök úthlutun fylgir einstökum sérgreindum nemendum, þ.e. með tiltekna greiningu, en almenna úthlutunin er fyrir alla aðra sem falla undir skilyrði skólans um sérkennslu. Skólinn þarf því að forgangsraða og setja sér skilyrði fyrir þjónustunni. Ef margir nemendur heyra undir úthlutun almenna kvótans miðað við gildandi skilyrði og forgangsröðun á hverjum tíma þá verður skólinn að setja sér ný og þrengri skilyrði fyrir þjónustunni. Þannig getur verið breytilegt frá ári til árs hverjir njóta þjónustu A, B eða C eins og nánar er greint frá hér fyrir neðan.

Þjónusta

Umsjónarmaður í sérkennslu og sérkennarar sinna ferns konar þjónustu við nemendur fyrir utan ráðgjafahlutverk sitt. Þjónustan er flokkuð niður í A, B, C og D þjónustu.

A) Einstaklingsnámskrá – einstaklingskennsla.
B) Einstaklings- og /eða hópkennsla.
C) Undir umsjón umsjónar- eða sérgreinarkennara (aðstoð við gerð einstaklingsnámskrár og/eða kennsluefnis)
D) Nemendur með sérstaka greiningu utanaðkomandi aðila njóta forgangs og þjónustan við þá getur fallið undir A, B eða C. Oft eiga þessir nemendur einnig rétt á stuðningsfulltrúum sem fylgja þeim inni í bekk og í frímínútum.

Þeir geta verið með eftirfarandi greiningar:
• Andstöðuþrjóskuröskun
• Asperger
• Athyglisbrestur
• Áráttuhegðun
• CP
• Einhverfa
• Lesröskun
• Ofvirkni
• Tornæmi
• Tourette
• Þunglyndi

Forgangsröðun, skimanir og prófanir

Skólinn forgangsraðar með eftirtöldum prófum og könnunum en nánari skilyrði fyrir þjónustu í einstökum árgöngum eru talin upp síðar. Forgangsröðunin og skilyrðin eru í stöðugri þróun. Umsjónarkennarar og sérkennarar leggja prófin fyrir. Hér á eftir fylgir upptalning á könnunum og prófum og viðmiðunarmörk fyrir þjónustu sérkennslunnar.

1. bekkur A B C
Könnun á hljóðkerfisv., skammtímam. og stafaþ., sept.- okt. < 50% < 80% > 80 %
Boehm hugtakapróf september/október

< 50%

<50-70% > 70%
Hreyfiþroskapróf MOT 4-6 (íþróttakennarar), haust < 56 stig 70-85  
Læsi, 1. hefti , des. 30% 30-50% 50-70%
Læsi, 2. hefti í feb. og 3. hefti í maí 30% 30-50% 50-70%
Stafapróf (t.d. KA eða einstaklingspróf), jan. og maí < 50 % < 50-70% > 70%
Stafsetning og hljóðkerfisvitund (sbr. Tyner, maí) < 50 % < 50-70% > 70%
Raddlestrarpróf (ef hægt), vor 0-10 atkv/mín < 20 atkv/mín 20-40 atkv/mín

 

2. bekkur A B C

KA-HAUST yfirlitspróf   

< 50% 50-80% > 80%
Raddlestrarpróf des. og maí (sama próf til að bera saman) < 20 atkv/mín 20-40 atkv/mín > 40 atkv/min
Stafsetning og hljóðkerfisvitund (sbr. Tyner), jan. < 70 % 70-90% > 90%
KA-VOR yfirlitspróf apríl < 70% 70-90% > 90%
Aston Index stafsetningarpróf, 2. bekkur í jan. < 50 % 50-70% > 70%
Læsi fyrir 2. bekk, 1. h. í feb. og 2. h. í apríl 30 % 30-50% > 50-70%
Stafsetning f. 2. bekk (úti var sól og gott veður) < 50% 50-70% > 70%

 

3. bekkur A B C

Raddlestrarpróf, des./janúar og maí

<40 atkv/mín 40-90 atkv/mín <120 atkv/mín
LH-60 lestrarhæfnipróf , des. /jan. D,E,F C  
Aston Index stafsetningarpróf, des./jan. < 50% 50-70% > 70%
Talnalykill – skimun –okt./nóv. < 7  ≥ 7 > 7%

 

4. bekkur A B C

Raddlestrarpróf des. /janúar og maí

< 90 atkv/mín 90-120 atkv/mín < 140 atkv/mín
LH-60 lestrarhæfnipróf D,E,F C  
Samræmt könnunarpróf, okt. (normaldreifðar einkunnir) < 3-4 4-6 > 6
Stafsetning (Dale og Carlsten), vor < 50% <50-70% > 70%
Lesskilningspróf (Dale og Carlsten), vor < 50 % 50-70% > 80

 

5. bekkur A B C

Lesskilningspróf (Dale og Carlsten), sept./des./jan.

< 50% 50-70% > 80%
LH-40 lestrarhæfnipróf des./jan. D,E,F C  
Aston Index stafsetningarpróf < 50% 50-70% > 70%
Raddlestrarpróf des og maí <140atkv/mín 140-170atkv/mín 170-200 atkv/mín

 

6. bekkur A B C

Stærðfræðilykill- hóppróf, sept./okt. 

< 15 stig < 21 stig > 21 stig
LH40 lestrarhæfnipróf des./jan. D, E, F C  
Aston Index stafsetningarpróf < 50% 50-70% >70%
Raddlestrarpróf des. og maí. <140atkv/mín 140-170atkv/mín 170-200 atkv/mín

 

7. bekkur A B C

Lesskilningspróf

< 50 % 50-70 % > 70 %
Stafsetningarpróf < 50 % 50-70 % >70 %
Málfræðigreining < 50% 50-70 % > 70%
Samræmt könnunarpróf okt. (normaldreifð einkunn) < 3-4 4-6 > 6

 

8. bekkur A B C

Lesskilningspróf

< 50% 50-70% > 70 %
Stafsetningarpróf < 50% 50-70% > 70 %
Málfræðigreining  < 50% 50-70% > 70 %

 

9. bekkur A B C
GRP14h greinandi lestrarpróf sept.      

Prenta | Netfang

Háteigsskóli, v/Háteigsveg, 105 Reykjavík | Sími: 530-4300, Símbréf (fax): 530-4301
Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttahús: 553-6887 | Hjúkrunarfræðingur: 530-4306 | Halastjarnan, s. 411-5580 og 663-6102